Kínverjar sagðir leita að hneykslum um heiminn allan Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2020 10:22 Zhenhua er talið nota gervigreind til að grafa eftir persónuupplýsingum á netinu. Vísir/Getty Kínverskt fyrirtæki, sem tengist her og leyniþjónustu landsins, hefur safnað persónuupplýsingum um 2,4 milljónir manna og safnað þeim í gagnagrunn. Meðal annars ná gögnin um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra. Gagnagrunnur Zhenhua Data byggir að mestu á opnum gögnum og inniheldur meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. ABC News í Ástralíu segir þó að gagnagrunnurinn innihaldi einhverjar upplýsingar sem eigi að vera leynilegar. Þar sé um að ræða upplýsingar úr bönkum, upplýsingar um starfsumsóknir og jafnvel gögn frá sálfræðingum. Gögnum úr gagnabankanum hefur verið lekið til fjölmiðla og í frétt Guardian segir að hann hafi innihaldið upplýsingar um Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu og konungsfjölskyldu Bretlands. Forsvarsmenn Zhenhua þvertaka þó fyrir að hafa að safna gögnum um fólk. í yfirlýsingu til Guardian sagði talsmaður fyrirtækisins að ekkert væri til í þessum fregnum og fyrirtækið myndi tjá sig í dag. Í frétt Yahoo News segir að vefsíða Zhenhua hafi verið tekin úr loftinu eftir að fjölmiðlar byrjuðu að senda fyrirtækinu fyrirspurnir. Þar var ein síða þar sem stóð að hægt væri að nota samfélagsmiðla sem áróðursvopn til að grafa undan öðrum ríkjum. ABC News segir einnig að Wang Xuefeng, forstjóri Zhenhua, hafi á kínverskum samfélagsmiðlum talað um nauðsyn þess að Kínverjar beiti svokölluðum „blönduðum hernaði“ sem snýr að áróðursstríðum. Til marks um það standi við minnst 656 Ástrala í gagnagrunninum að þeir séu annaðhvort „sérstaklega áhugaverðir“ eða „pólitískt berskjaldaðir“. Ekki liggur fyrir hvað það þýðir. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Í frétt ABC segir að markmiðið sé að finna hneyksli sem hægt sé að nota seinna meir. Einn sérfræðingur sem fréttastofan ræddi við sagði Zhenhua tala um að vera með 20 miðstöðvar um heiminn þar sem upplýsingum er safnað. Ein slík væri í Ástralíu og það þýddi að einhversstaðar í landinu væri fyrirtæki í ríkiseigu sem væri að grafa eftir persónuupplýsingum og áframsenda þær til leyniþjónustustofnana. Prófessorinn Chris Balding fékk gögnin fyrstur manna en hann hafði unnið í Peking háskólanum áður en hann þurfti að yfirgefa Kína vegna ógnana. Hann segir gagnagrunninn til marks um viðleitni Kommúnistaflokks Kína til að fylgjast með og hafa áhrif á eigin borgara og fólk um allan heim. Kína Ástralía Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Sjá meira
Kínverskt fyrirtæki, sem tengist her og leyniþjónustu landsins, hefur safnað persónuupplýsingum um 2,4 milljónir manna og safnað þeim í gagnagrunn. Meðal annars ná gögnin um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra. Gagnagrunnur Zhenhua Data byggir að mestu á opnum gögnum og inniheldur meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. ABC News í Ástralíu segir þó að gagnagrunnurinn innihaldi einhverjar upplýsingar sem eigi að vera leynilegar. Þar sé um að ræða upplýsingar úr bönkum, upplýsingar um starfsumsóknir og jafnvel gögn frá sálfræðingum. Gögnum úr gagnabankanum hefur verið lekið til fjölmiðla og í frétt Guardian segir að hann hafi innihaldið upplýsingar um Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu og konungsfjölskyldu Bretlands. Forsvarsmenn Zhenhua þvertaka þó fyrir að hafa að safna gögnum um fólk. í yfirlýsingu til Guardian sagði talsmaður fyrirtækisins að ekkert væri til í þessum fregnum og fyrirtækið myndi tjá sig í dag. Í frétt Yahoo News segir að vefsíða Zhenhua hafi verið tekin úr loftinu eftir að fjölmiðlar byrjuðu að senda fyrirtækinu fyrirspurnir. Þar var ein síða þar sem stóð að hægt væri að nota samfélagsmiðla sem áróðursvopn til að grafa undan öðrum ríkjum. ABC News segir einnig að Wang Xuefeng, forstjóri Zhenhua, hafi á kínverskum samfélagsmiðlum talað um nauðsyn þess að Kínverjar beiti svokölluðum „blönduðum hernaði“ sem snýr að áróðursstríðum. Til marks um það standi við minnst 656 Ástrala í gagnagrunninum að þeir séu annaðhvort „sérstaklega áhugaverðir“ eða „pólitískt berskjaldaðir“. Ekki liggur fyrir hvað það þýðir. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Í frétt ABC segir að markmiðið sé að finna hneyksli sem hægt sé að nota seinna meir. Einn sérfræðingur sem fréttastofan ræddi við sagði Zhenhua tala um að vera með 20 miðstöðvar um heiminn þar sem upplýsingum er safnað. Ein slík væri í Ástralíu og það þýddi að einhversstaðar í landinu væri fyrirtæki í ríkiseigu sem væri að grafa eftir persónuupplýsingum og áframsenda þær til leyniþjónustustofnana. Prófessorinn Chris Balding fékk gögnin fyrstur manna en hann hafði unnið í Peking háskólanum áður en hann þurfti að yfirgefa Kína vegna ógnana. Hann segir gagnagrunninn til marks um viðleitni Kommúnistaflokks Kína til að fylgjast með og hafa áhrif á eigin borgara og fólk um allan heim.
Kína Ástralía Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Sjá meira