Pau Gasol skírði dóttur sína eftir dóttur Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 10:30 Kobe Bryant og Pau Gasol urðu NBA-meistarar saman 2009 og 2010. Getty/Kevork Djansezian Pau Gasol heiðraði minningu Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu með því að skíra nýfædda dóttur sína eftir dóttur fyrrum liðsfélaga síns. Pau Gasol og eiginkonan hans Cat eignuðust dóttur á dögunum og Gasol tilkynnti heiminum í gær að þau höfðu ákveðið að skíra hana Elisabet Gianna Gasol. Pau Gasol og Kobe Bryant spiluðu ekki bara saman og unnu tvo NBA-titla sem liðsfélagar heldur voru þeir góðir vinur. Pau Gasol var líka mikil fjölskylduvinur og hefur eytt tíma með Vanessu Bryant og stelpunum eftir fráfall Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu sem létust bæði í þyrluslysi í lok janúar síðastliðnum. .@paugasol and his wife Cat named their newborn daughter Elisabet Gianna Gasol pic.twitter.com/Snn2zvqlDI— SportsCenter (@SportsCenter) September 13, 2020 Gianna Bryant var aðeins þrettán ára gömul þegar hún fórst í þessu þyrluslysi en hún, Kobe faðir hennar og sjö aðrir voru þá á leið í körfuboltaleik hjá liði hennar. „Litla okkar er loksins komin í heiminn. Fæðingin gekk mjög vel og við gætum ekki verið hamingjusamari. Elisabet Gianna Gasol er þýðingarmikið nafn fyrir okkar mjög svo fallegu dóttur,“ skrifaði Pau Gasol og bætti við myllumerkinu stelpupabbi Vanessa Bryant sjálf fagnaði líka fæðingunni á Instagram reikningnum sínum. „Guðdóttir mín er komin í heiminn,“ skrifaði Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. Paul Gasol skrifaði við færsluna: „Við elskum þig systir. Þú átt eftir að vera besta mögulega guðmóðirin fyrir okkar Ellie Gianna,“ skrifaði Gasol. View this post on Instagram Nuestra pequeña ya está con nosotros! Todo ha ido muy bien y no podemos estar más felices!! Elisabet Gianna Gasol , un nombre con mucho significado para nuestra preciosa hija!! #Padredeniña Our little one has finally arrived!! The delivery went really well and we couldn t be happier!! Elisabet Gianna Gasol , a very meaningful name for our super beautiful daughter!! #girldad A post shared by Pau (@paugasol) on Sep 13, 2020 at 1:27pm PDT Bryant og Pau Gasol voru liðsfélagar frá 2008 til 2014. Gasol var síðan áfram mikill vinur hans þótt að hann væri kominn í annað lið. Nú síðast vakti athygli þegar Pau Gasol og eiginkona hans fóru saman í bátsferð með Vanessu og dætrunum Nataliu, Biönku og Capri. View this post on Instagram My wife, my future baby, my sister and my nieces. So much beauty in one picture #Family A post shared by Pau (@paugasol) on Aug 21, 2020 at 12:42pm PDT NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Pau Gasol heiðraði minningu Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu með því að skíra nýfædda dóttur sína eftir dóttur fyrrum liðsfélaga síns. Pau Gasol og eiginkonan hans Cat eignuðust dóttur á dögunum og Gasol tilkynnti heiminum í gær að þau höfðu ákveðið að skíra hana Elisabet Gianna Gasol. Pau Gasol og Kobe Bryant spiluðu ekki bara saman og unnu tvo NBA-titla sem liðsfélagar heldur voru þeir góðir vinur. Pau Gasol var líka mikil fjölskylduvinur og hefur eytt tíma með Vanessu Bryant og stelpunum eftir fráfall Kobe Bryant og dóttur hans Giönnu sem létust bæði í þyrluslysi í lok janúar síðastliðnum. .@paugasol and his wife Cat named their newborn daughter Elisabet Gianna Gasol pic.twitter.com/Snn2zvqlDI— SportsCenter (@SportsCenter) September 13, 2020 Gianna Bryant var aðeins þrettán ára gömul þegar hún fórst í þessu þyrluslysi en hún, Kobe faðir hennar og sjö aðrir voru þá á leið í körfuboltaleik hjá liði hennar. „Litla okkar er loksins komin í heiminn. Fæðingin gekk mjög vel og við gætum ekki verið hamingjusamari. Elisabet Gianna Gasol er þýðingarmikið nafn fyrir okkar mjög svo fallegu dóttur,“ skrifaði Pau Gasol og bætti við myllumerkinu stelpupabbi Vanessa Bryant sjálf fagnaði líka fæðingunni á Instagram reikningnum sínum. „Guðdóttir mín er komin í heiminn,“ skrifaði Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. Paul Gasol skrifaði við færsluna: „Við elskum þig systir. Þú átt eftir að vera besta mögulega guðmóðirin fyrir okkar Ellie Gianna,“ skrifaði Gasol. View this post on Instagram Nuestra pequeña ya está con nosotros! Todo ha ido muy bien y no podemos estar más felices!! Elisabet Gianna Gasol , un nombre con mucho significado para nuestra preciosa hija!! #Padredeniña Our little one has finally arrived!! The delivery went really well and we couldn t be happier!! Elisabet Gianna Gasol , a very meaningful name for our super beautiful daughter!! #girldad A post shared by Pau (@paugasol) on Sep 13, 2020 at 1:27pm PDT Bryant og Pau Gasol voru liðsfélagar frá 2008 til 2014. Gasol var síðan áfram mikill vinur hans þótt að hann væri kominn í annað lið. Nú síðast vakti athygli þegar Pau Gasol og eiginkona hans fóru saman í bátsferð með Vanessu og dætrunum Nataliu, Biönku og Capri. View this post on Instagram My wife, my future baby, my sister and my nieces. So much beauty in one picture #Family A post shared by Pau (@paugasol) on Aug 21, 2020 at 12:42pm PDT
NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira