Denver Nuggets neitar að „deyja“ og er komið aftur í hreinan úrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 07:30 Nikola Jokic og Jamal Murray fagna í endurkomusigrinum hjá Denver Nuggets í nótt. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Los Angeles Clippers og Denver Nuggets þurfa að spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og um það hvort þeirra mætir liði Los Angeles Lakers. Los Angeles Clippers hefur klikkað á því að tryggja sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í tveimur leikjum í röð og fyrir vikið er liðið komið í hreinan úrslitaleik á móti lífseigu liði Denver Nuggets. Denver Nuggets vann sjötta leik liðanna 111-98 og liðin spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vestursins á móti Los Angeles Lakers en sá leikur fer fram aðra nótt. Nikola Jokic (34 PTS, 14 REB, 7 AST) leads the @nuggets back from a 16+ point deficit for the second game in a row to FORCE GAME 7, Tuesday at 9 PM ET on ESPN!#MileHighBasketball #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/2r5IKrP632— NBA (@NBA) September 13, 2020 Denver Nuggets er seigara lið en þau flest og getur nú skrifað NBA-söguna takist liðinu að slá út Los Angeles Clippers með sigri í sjöunda leiknum. Engu liði hefur tekist að vinna tvisvar upp 1-3 forystu mótherjanna tvisvar sinnum í sömu úrslitakeppni. Denver Nuggets var 1-3 undir á móti Utah Jazz og svo aftur á móti Los Angeles Clippers. Denver vann oddaleikinn á móti Utah Jazz og er nú komið aftur í oddaleik eftir tvo sigurleiki í röð á móti Clippers. Nikola Jokic átti rosalegan leik en hann skoraði 34 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver en liðið fékk líka 16 stig frá Gary Harris og 13 stig frá Michael Porter Jr. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 33 stig og Kawhi Leonard skoraði 25 stig. The Nuggets are the only team in NBA history to come back from down 3-1 to force a Game 7 in back-to-back series. @EliasSports Game 7: Tue. (9/15) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bNWMldm4o3— NBA.com/Stats (@nbastats) September 13, 2020 Útlitið var ekki aðeins svart í einvíginu heldur einnig í leik fimm á móti Utah Jazz. Denver vann þá upp fimmtán stiga forystu í þriðja leikhlutanum í leik fimm. Nú lenti Denver nítján stigum undir snemma í þriðja leikhluta en tókst að vinna upp forskot Clippers manna og tryggja sér sigurinn. Paul George kom Los Angeles Clippers liðinu í 73-55 þegar 8:35 voru eftir af þriðja leikhlutanum en Nuggets liðið svaraði því með 30-8 spretti. Átta mismunandi leikmenn Denver liðsins skoruðu fyrir liðið á þeim kafla. Denver vann seinni hálfleikinn á endanum 64-35. „Þetta er einn sá besti á mínum ferli. Þetta er sá besti á mínum ferli,“ sagði Mike Malone, þjálfari Denver Nuggets eftir leikinn. „Ég er að vera búinn að lýsingarorðin þegar ég er að tala um liðið mitt. Þetta er harðgerður og úrræðagóður hópur. Ég elska okkar lið,“ sagði Malone. Overcame 3-1 series deficit to win 1st round Back-to-back huge comebacks in West Semis 5-0 in elimination games the BEST of @nuggets in elimination games this postseason ahead of GAME 7 on Tuesday at 9pm/et on ESPN! pic.twitter.com/yOO1uO8N81— NBA (@NBA) September 13, 2020 NBA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira
Los Angeles Clippers og Denver Nuggets þurfa að spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og um það hvort þeirra mætir liði Los Angeles Lakers. Los Angeles Clippers hefur klikkað á því að tryggja sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í tveimur leikjum í röð og fyrir vikið er liðið komið í hreinan úrslitaleik á móti lífseigu liði Denver Nuggets. Denver Nuggets vann sjötta leik liðanna 111-98 og liðin spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum Vestursins á móti Los Angeles Lakers en sá leikur fer fram aðra nótt. Nikola Jokic (34 PTS, 14 REB, 7 AST) leads the @nuggets back from a 16+ point deficit for the second game in a row to FORCE GAME 7, Tuesday at 9 PM ET on ESPN!#MileHighBasketball #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/2r5IKrP632— NBA (@NBA) September 13, 2020 Denver Nuggets er seigara lið en þau flest og getur nú skrifað NBA-söguna takist liðinu að slá út Los Angeles Clippers með sigri í sjöunda leiknum. Engu liði hefur tekist að vinna tvisvar upp 1-3 forystu mótherjanna tvisvar sinnum í sömu úrslitakeppni. Denver Nuggets var 1-3 undir á móti Utah Jazz og svo aftur á móti Los Angeles Clippers. Denver vann oddaleikinn á móti Utah Jazz og er nú komið aftur í oddaleik eftir tvo sigurleiki í röð á móti Clippers. Nikola Jokic átti rosalegan leik en hann skoraði 34 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver en liðið fékk líka 16 stig frá Gary Harris og 13 stig frá Michael Porter Jr. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 33 stig og Kawhi Leonard skoraði 25 stig. The Nuggets are the only team in NBA history to come back from down 3-1 to force a Game 7 in back-to-back series. @EliasSports Game 7: Tue. (9/15) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bNWMldm4o3— NBA.com/Stats (@nbastats) September 13, 2020 Útlitið var ekki aðeins svart í einvíginu heldur einnig í leik fimm á móti Utah Jazz. Denver vann þá upp fimmtán stiga forystu í þriðja leikhlutanum í leik fimm. Nú lenti Denver nítján stigum undir snemma í þriðja leikhluta en tókst að vinna upp forskot Clippers manna og tryggja sér sigurinn. Paul George kom Los Angeles Clippers liðinu í 73-55 þegar 8:35 voru eftir af þriðja leikhlutanum en Nuggets liðið svaraði því með 30-8 spretti. Átta mismunandi leikmenn Denver liðsins skoruðu fyrir liðið á þeim kafla. Denver vann seinni hálfleikinn á endanum 64-35. „Þetta er einn sá besti á mínum ferli. Þetta er sá besti á mínum ferli,“ sagði Mike Malone, þjálfari Denver Nuggets eftir leikinn. „Ég er að vera búinn að lýsingarorðin þegar ég er að tala um liðið mitt. Þetta er harðgerður og úrræðagóður hópur. Ég elska okkar lið,“ sagði Malone. Overcame 3-1 series deficit to win 1st round Back-to-back huge comebacks in West Semis 5-0 in elimination games the BEST of @nuggets in elimination games this postseason ahead of GAME 7 on Tuesday at 9pm/et on ESPN! pic.twitter.com/yOO1uO8N81— NBA (@NBA) September 13, 2020
NBA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Sjá meira