Arnar: Of margir okkar sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2020 22:22 Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkinga. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. segir sumarið einfaldlega vonbrigði hjá liðinu. „Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann,“ sagði Arnar eftir 2-0 tap gegn Val í kvöld. Víkingar eru aðeins með 14 stig eftir 12 leiki, nú þegar 17 stigum á eftir toppliði Vals. Þeir hafa ekki fagnað sigri síðan gegn ÍA 19. júlí, en síðan hefur liðið spilað fimm leiki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Fyrri hálfleikur í kvöld var mjög sterkur. Við vorum með tögl og hagldir og áttum fína spretti. Ég man ekki hversu mörg horn við fengum í þessum leik, en náðum ekki að nýta þau nægilega vel. Davíð fór út af í hálfleik og það kom eitthvað ójafnvægi í þetta hjá okkur. Við urðum „soft“, Valur gekk á lagið og Aron skoraði mjög flott mark. Ég á eftir að sjá hvort við hefðum getað varist því betur. En síðustu 20 mínúturnar fannst mér við komast aftur inn í leikinn, fá hornspyrnur og fyrirgjafir, en svo var þetta klaufaskapur í seinna markinu og þá var þetta „game over“,“ sagði Arnar. Hálffyndið að sjá dæmt á Kára í skallaeinvígi núna en ekki gegn Kane Valsmenn gerðu út um leikinn eftir að Sölvi Geir Ottesen missti boltann klaufalega til þeirra þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta er bara saga okkar í sumar. Það hefur ekkert með „fitness“ eða fótboltalega getu að gera hvort við komumst upp á næsta stig í þessari íþrótt. Það sjá allir að við getum gert það mjög vel, en fókusinn er að fara mjög illa með okkur. Það er það erfiðasta við fótbolta, til að komast upp á elítulevel. Það eru of margir hjá okkur sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum, og það hefur reynst okkur dýrt í sumar,“ sagði Arnar. Hann segir að hvað fótboltahæfileika snerti þá standi Víkingar Valsmönnum á sporði. „Þetta voru tvö mjög sterk lið, „physical“ leikur, og dómarinn hefði mátt leyfa leiknum að ganga aðeins betur. Það er hálffyndið að sjá Kára vera að fara í skallaeinvígi við Harry Kane, og koma svo hér tveimur vikum seinna og fara í skallaeinvígi og þá er dæmd aukaspyrna. Ekki svo að skilja að þess vegna höfum við tapað leiknum. En það þarf að lesa leikinn. Áhorfendur vilja sjá okkur sem nútíma skylmingaþræla. Þeir vilja sjá okkur berjast; blóð, svita og tár. Dómarinn verður að átta sig á þessu og leyfa meiri hörku.“ Búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum „Fyrir mér var þetta hörkuleikur en Valur er með þetta „know how“. Þeir eru með meiri vöðva á miðjunni, við erum með unga miðju, og við kannski töpum fulloft einn gegn einum. Fótboltalega séð erum við alveg á pari við Valsmenn,“ sagði Arnar. Víkingar virðast ekki lengur hafa að miklu að keppa, nema mikið breytist í deildinni. Þeir eru níu stigum frá Evrópusæti og sitja í 8. sæti. „Ef við náum góðum spretti þá eigum við kannski möguleika á 4. sæti og það er það sem við ætlum að stefna á, og vona að eitthvað af efstu þremur liðunum vinni bikarinn. Það er okkar markmið og á meðan það er ekki stærðfræðilega ómögulegt þá höldum við í vonina. En þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Valur hefur yfirburðastöðu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. september 2020 21:49 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. segir sumarið einfaldlega vonbrigði hjá liðinu. „Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann,“ sagði Arnar eftir 2-0 tap gegn Val í kvöld. Víkingar eru aðeins með 14 stig eftir 12 leiki, nú þegar 17 stigum á eftir toppliði Vals. Þeir hafa ekki fagnað sigri síðan gegn ÍA 19. júlí, en síðan hefur liðið spilað fimm leiki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Fyrri hálfleikur í kvöld var mjög sterkur. Við vorum með tögl og hagldir og áttum fína spretti. Ég man ekki hversu mörg horn við fengum í þessum leik, en náðum ekki að nýta þau nægilega vel. Davíð fór út af í hálfleik og það kom eitthvað ójafnvægi í þetta hjá okkur. Við urðum „soft“, Valur gekk á lagið og Aron skoraði mjög flott mark. Ég á eftir að sjá hvort við hefðum getað varist því betur. En síðustu 20 mínúturnar fannst mér við komast aftur inn í leikinn, fá hornspyrnur og fyrirgjafir, en svo var þetta klaufaskapur í seinna markinu og þá var þetta „game over“,“ sagði Arnar. Hálffyndið að sjá dæmt á Kára í skallaeinvígi núna en ekki gegn Kane Valsmenn gerðu út um leikinn eftir að Sölvi Geir Ottesen missti boltann klaufalega til þeirra þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta er bara saga okkar í sumar. Það hefur ekkert með „fitness“ eða fótboltalega getu að gera hvort við komumst upp á næsta stig í þessari íþrótt. Það sjá allir að við getum gert það mjög vel, en fókusinn er að fara mjög illa með okkur. Það er það erfiðasta við fótbolta, til að komast upp á elítulevel. Það eru of margir hjá okkur sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum, og það hefur reynst okkur dýrt í sumar,“ sagði Arnar. Hann segir að hvað fótboltahæfileika snerti þá standi Víkingar Valsmönnum á sporði. „Þetta voru tvö mjög sterk lið, „physical“ leikur, og dómarinn hefði mátt leyfa leiknum að ganga aðeins betur. Það er hálffyndið að sjá Kára vera að fara í skallaeinvígi við Harry Kane, og koma svo hér tveimur vikum seinna og fara í skallaeinvígi og þá er dæmd aukaspyrna. Ekki svo að skilja að þess vegna höfum við tapað leiknum. En það þarf að lesa leikinn. Áhorfendur vilja sjá okkur sem nútíma skylmingaþræla. Þeir vilja sjá okkur berjast; blóð, svita og tár. Dómarinn verður að átta sig á þessu og leyfa meiri hörku.“ Búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum „Fyrir mér var þetta hörkuleikur en Valur er með þetta „know how“. Þeir eru með meiri vöðva á miðjunni, við erum með unga miðju, og við kannski töpum fulloft einn gegn einum. Fótboltalega séð erum við alveg á pari við Valsmenn,“ sagði Arnar. Víkingar virðast ekki lengur hafa að miklu að keppa, nema mikið breytist í deildinni. Þeir eru níu stigum frá Evrópusæti og sitja í 8. sæti. „Ef við náum góðum spretti þá eigum við kannski möguleika á 4. sæti og það er það sem við ætlum að stefna á, og vona að eitthvað af efstu þremur liðunum vinni bikarinn. Það er okkar markmið og á meðan það er ekki stærðfræðilega ómögulegt þá höldum við í vonina. En þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Valur hefur yfirburðastöðu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. september 2020 21:49 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Valur hefur yfirburðastöðu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. september 2020 21:49