Bráðahjúkrun og leikfangabílar á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2020 20:00 Leikfangabílar í hlutverkum sjúkrabíla, lögreglubíla og slökkviliðsbíla voru meðal annars notaðir á námskeiðinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Öndunarerfiðleikar barna, kynferðislegt ofbeldi, sálræn áföll, heimilisofbeldi og bráðaflokkun við hópslysi voru meðal viðfangsefna um fimmtíu hjúkrunarfræðinga, sem eru að læra bráðahjúkrun á þriggja daga námskeiði, sem haldið var á Laugarvatni í vikunni. Leikfangabílar komu líka við sögu á námskeiðinu. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands, sem hafði yfirumsjón með námskeiðinu á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Námskeiðið sem fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni var bæði bóklegt og verklegt. Ítrustu sóttvarna var gætt. Nemendurnir eru í tveggja ára framhaldsnámi í bráðahjúkrun og komu af öllu landinu. „Við fjölluðum meðal annars um ofbeldi og hvernig bráðahjúkrunarfræðingar taka á móti fólki sem hefur lent í ofbeldi og bráðhjúkrunar barna með öndunarerfiðleika, sálræn áföll, hjúkrunar aðstandenda og svona má lengi telja,“ segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands. Námskeiðið fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar fyrir námskeið, sem þetta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þórdís segir mikið álag á bráðadeildum sjúkrahúsanna, ekki síst úti á landi, það þekki yfirmaður bráðadeildarinnar á Selfossi á eigin skinni. Birna Gestsdóttir, deildarstjóri bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, það er mjög mikið álag, flest hópslys hafa verið í okkar umdæmi en við erum orðin því miður en kannski gott, orðin mjög þjálfuð í móttöku slasaðra í hópslysum,“ segir Birna Gestsdóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar á Selfossi. Á einni kennslustöðinni var verið að æfa og þjálfa viðbrögð undan sjúkrahúsi en þá var m.a. notast við leikfanga bíla sem voru í hlutverki sjúkrabíla, lögreglubíla og slökkviliðsbíla. Þátttakendur námskeiðsins voru mjög ánægðir með að fá að vera á Laugarvatni á námskeiðinu. „Það er náttúrulega frábært að komast út og góðar aðstæður hér til að kenna og taka þátt, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrunar. Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrun, sem var mjög ánægður með námskeiðið á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjúkrunarfræðingarnir voru allir með andlitsgrímur á námskeiðinu, sem stóð yfir í þrjá daga á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Öndunarerfiðleikar barna, kynferðislegt ofbeldi, sálræn áföll, heimilisofbeldi og bráðaflokkun við hópslysi voru meðal viðfangsefna um fimmtíu hjúkrunarfræðinga, sem eru að læra bráðahjúkrun á þriggja daga námskeiði, sem haldið var á Laugarvatni í vikunni. Leikfangabílar komu líka við sögu á námskeiðinu. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands, sem hafði yfirumsjón með námskeiðinu á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Námskeiðið sem fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni var bæði bóklegt og verklegt. Ítrustu sóttvarna var gætt. Nemendurnir eru í tveggja ára framhaldsnámi í bráðahjúkrun og komu af öllu landinu. „Við fjölluðum meðal annars um ofbeldi og hvernig bráðahjúkrunarfræðingar taka á móti fólki sem hefur lent í ofbeldi og bráðhjúkrunar barna með öndunarerfiðleika, sálræn áföll, hjúkrunar aðstandenda og svona má lengi telja,“ segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands. Námskeiðið fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar fyrir námskeið, sem þetta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þórdís segir mikið álag á bráðadeildum sjúkrahúsanna, ekki síst úti á landi, það þekki yfirmaður bráðadeildarinnar á Selfossi á eigin skinni. Birna Gestsdóttir, deildarstjóri bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, það er mjög mikið álag, flest hópslys hafa verið í okkar umdæmi en við erum orðin því miður en kannski gott, orðin mjög þjálfuð í móttöku slasaðra í hópslysum,“ segir Birna Gestsdóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar á Selfossi. Á einni kennslustöðinni var verið að æfa og þjálfa viðbrögð undan sjúkrahúsi en þá var m.a. notast við leikfanga bíla sem voru í hlutverki sjúkrabíla, lögreglubíla og slökkviliðsbíla. Þátttakendur námskeiðsins voru mjög ánægðir með að fá að vera á Laugarvatni á námskeiðinu. „Það er náttúrulega frábært að komast út og góðar aðstæður hér til að kenna og taka þátt, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrunar. Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrun, sem var mjög ánægður með námskeiðið á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjúkrunarfræðingarnir voru allir með andlitsgrímur á námskeiðinu, sem stóð yfir í þrjá daga á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira