Besti árangur Íslands frá upphafi á EM í golfi Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2020 09:25 Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir. mynd/gsí Íslenska kvennalandsliðið í golfi lenti í 8. sæti á Evrópumóti áhugakylfinga sem fór fram Svíþjóð, nánar tiltekið Upsala, fyrr í vikunni. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir skipuðu lið Íslands. Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ var svo liðsstjóri. Íslenska liðið endaði í 8. sæti í forkeppninni þar sem að liðið lék á 221 höggi samtals eða +5. Ísland lék því um sæti eitt til átta en kvennalandsliðið tapaði 3-0 gegn Spánverjum í leiknum um 7. sætið í dag í Svíþjóð. Ísland endaði því í 8. sæti sem er langbesti árangur Íslands frá upphafi en heimamenn stóðu uppi sem sigurvegarar. Karlalandsliðið keppti á sama móti en þeir léku hins vegar á Hilversumsche Golf Club í Hollandi. Mótinu lauk í dag með sigri Þjóðverja en Ísland endaði í 9. sæti. Þeir tryggðu sér með öruggum hætti keppnisrétt í A-deild á næsta EM. Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson og Dagbjartur Sigurbrandssson skipuðu lið Íslands. Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri GSÍ, er liðsstjóri. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í golfi lenti í 8. sæti á Evrópumóti áhugakylfinga sem fór fram Svíþjóð, nánar tiltekið Upsala, fyrr í vikunni. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir skipuðu lið Íslands. Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ var svo liðsstjóri. Íslenska liðið endaði í 8. sæti í forkeppninni þar sem að liðið lék á 221 höggi samtals eða +5. Ísland lék því um sæti eitt til átta en kvennalandsliðið tapaði 3-0 gegn Spánverjum í leiknum um 7. sætið í dag í Svíþjóð. Ísland endaði því í 8. sæti sem er langbesti árangur Íslands frá upphafi en heimamenn stóðu uppi sem sigurvegarar. Karlalandsliðið keppti á sama móti en þeir léku hins vegar á Hilversumsche Golf Club í Hollandi. Mótinu lauk í dag með sigri Þjóðverja en Ísland endaði í 9. sæti. Þeir tryggðu sér með öruggum hætti keppnisrétt í A-deild á næsta EM. Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson og Dagbjartur Sigurbrandssson skipuðu lið Íslands. Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri GSÍ, er liðsstjóri.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira