Morgunsjónvarpið snýr aftur: Bítið byrjar í beinni í fyrramálið Sylvía Hall skrifar 15. mars 2020 16:28 Gulli Helga og Heimir Karls munu vakna með þjóðinni í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Vísir/Sýn Frá og með mánudagsmorgni verður Ísland í bítið morgunsjónvarp frá kl. 6.50 til kl. 9.00 og verður það sent út í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum og leggja áherslu á beinar útsendingar varðandi öll mál sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar á Íslandi. Þannig verður blaðamannafundum yfirvalda sjónvarpað á vefnum og Stöð 3 líkt og undanfarnar vikur. Heimir Karlsson, annar stjórnenda Bítisins, segist vera spenntur fyrir þessum breytingum. Hann vonar að landsmenn fagni þessum breytingum þar sem þetta sé fyrst og fremst hugsað fyrir hlustendur – já og nú áhorfendur. „Þetta leggst nokkuð vel í mig, að rifja upp gamla tíma. Við hættum þessu 2006 ef ég man rétt svo þetta er spennandi,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Það sé þó óhjákvæmilegt að Bítið breytist eitthvað þegar það færist yfir í sjónvarp, enda annar miðill, en dagskráin miði að því að höfða til sem flestra. „Við vitum að það eru svo margir núna í þessu ástandi, sem er hálfgert stríðsástand, fastir heima við. Að vinna heima eða eru heima hjá börnum. Kannski gæti morgunsjónvarpið verið félagsskapur fyrir þetta fólk, bæði verið upplýsandi og létt fólkinu lífið.“ Bítið verður því sýnt í sjónvarpi fram að páskum eða á meðan samkomubannið varir. Eftir það verður svo framhaldið skoðað. Aðspurður segist Heimir búast við því að þurfa að haga undirbúningi öðruvísi og mögulega vakna aðeins fyrr en vanalega. „Það þarf náttúrulega að gera við andlitið þegar maður er í sjónvarpi,“ segir hann og hlær. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum. Þá verða morgunfréttir sagðar í sjónvarpi sem og á Bylgjunni.Vísir/Vilhelm Aukið framboð á öllum miðlum Með fram fréttaflutningi mun Vísir miðla nýju og áhugaverðu efni sem verið er að framleiða. Til dæmis mun líkamsræktarþjáfarinn Gurrý kenna leikfimiæfingar og hugrækt. Þá verður öllum landsmönnum boðið upp á ókeypis aðgang að Bíóstöðinni, Krakkastöðinni og Stöð 3. Stöð 2 býður upp á vikuáskrift að Stöð 2 Maraþon á 990 kr. Þar má finna mikið úrval sjónvarpsefnis og bíómynda, bæði innlent sem erlent. Stefnt er að því að bæta við efni á streymisveituna á næstu dögum. Þar er einnig að finna barnaveituna Hopster þar sem er boðið upp á barnaefni á íslensku. Stöð 2 Sport mun hefja beinar útsendingar frá Íslandsmótinu í rafsporti frá og með næsta föstudegi en frá og með deginum í dag er Stöð 2 Sport og Vísir heimili íslenska rafsportsins. Einnig eru fyrirhugaðir nýir íþróttaþættir sem hefja göngu sína í vikunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Frá og með mánudagsmorgni verður Ísland í bítið morgunsjónvarp frá kl. 6.50 til kl. 9.00 og verður það sent út í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum og leggja áherslu á beinar útsendingar varðandi öll mál sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar á Íslandi. Þannig verður blaðamannafundum yfirvalda sjónvarpað á vefnum og Stöð 3 líkt og undanfarnar vikur. Heimir Karlsson, annar stjórnenda Bítisins, segist vera spenntur fyrir þessum breytingum. Hann vonar að landsmenn fagni þessum breytingum þar sem þetta sé fyrst og fremst hugsað fyrir hlustendur – já og nú áhorfendur. „Þetta leggst nokkuð vel í mig, að rifja upp gamla tíma. Við hættum þessu 2006 ef ég man rétt svo þetta er spennandi,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Það sé þó óhjákvæmilegt að Bítið breytist eitthvað þegar það færist yfir í sjónvarp, enda annar miðill, en dagskráin miði að því að höfða til sem flestra. „Við vitum að það eru svo margir núna í þessu ástandi, sem er hálfgert stríðsástand, fastir heima við. Að vinna heima eða eru heima hjá börnum. Kannski gæti morgunsjónvarpið verið félagsskapur fyrir þetta fólk, bæði verið upplýsandi og létt fólkinu lífið.“ Bítið verður því sýnt í sjónvarpi fram að páskum eða á meðan samkomubannið varir. Eftir það verður svo framhaldið skoðað. Aðspurður segist Heimir búast við því að þurfa að haga undirbúningi öðruvísi og mögulega vakna aðeins fyrr en vanalega. „Það þarf náttúrulega að gera við andlitið þegar maður er í sjónvarpi,“ segir hann og hlær. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum. Þá verða morgunfréttir sagðar í sjónvarpi sem og á Bylgjunni.Vísir/Vilhelm Aukið framboð á öllum miðlum Með fram fréttaflutningi mun Vísir miðla nýju og áhugaverðu efni sem verið er að framleiða. Til dæmis mun líkamsræktarþjáfarinn Gurrý kenna leikfimiæfingar og hugrækt. Þá verður öllum landsmönnum boðið upp á ókeypis aðgang að Bíóstöðinni, Krakkastöðinni og Stöð 3. Stöð 2 býður upp á vikuáskrift að Stöð 2 Maraþon á 990 kr. Þar má finna mikið úrval sjónvarpsefnis og bíómynda, bæði innlent sem erlent. Stefnt er að því að bæta við efni á streymisveituna á næstu dögum. Þar er einnig að finna barnaveituna Hopster þar sem er boðið upp á barnaefni á íslensku. Stöð 2 Sport mun hefja beinar útsendingar frá Íslandsmótinu í rafsporti frá og með næsta föstudegi en frá og með deginum í dag er Stöð 2 Sport og Vísir heimili íslenska rafsportsins. Einnig eru fyrirhugaðir nýir íþróttaþættir sem hefja göngu sína í vikunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira