Morgunsjónvarpið snýr aftur: Bítið byrjar í beinni í fyrramálið Sylvía Hall skrifar 15. mars 2020 16:28 Gulli Helga og Heimir Karls munu vakna með þjóðinni í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Vísir/Sýn Frá og með mánudagsmorgni verður Ísland í bítið morgunsjónvarp frá kl. 6.50 til kl. 9.00 og verður það sent út í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum og leggja áherslu á beinar útsendingar varðandi öll mál sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar á Íslandi. Þannig verður blaðamannafundum yfirvalda sjónvarpað á vefnum og Stöð 3 líkt og undanfarnar vikur. Heimir Karlsson, annar stjórnenda Bítisins, segist vera spenntur fyrir þessum breytingum. Hann vonar að landsmenn fagni þessum breytingum þar sem þetta sé fyrst og fremst hugsað fyrir hlustendur – já og nú áhorfendur. „Þetta leggst nokkuð vel í mig, að rifja upp gamla tíma. Við hættum þessu 2006 ef ég man rétt svo þetta er spennandi,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Það sé þó óhjákvæmilegt að Bítið breytist eitthvað þegar það færist yfir í sjónvarp, enda annar miðill, en dagskráin miði að því að höfða til sem flestra. „Við vitum að það eru svo margir núna í þessu ástandi, sem er hálfgert stríðsástand, fastir heima við. Að vinna heima eða eru heima hjá börnum. Kannski gæti morgunsjónvarpið verið félagsskapur fyrir þetta fólk, bæði verið upplýsandi og létt fólkinu lífið.“ Bítið verður því sýnt í sjónvarpi fram að páskum eða á meðan samkomubannið varir. Eftir það verður svo framhaldið skoðað. Aðspurður segist Heimir búast við því að þurfa að haga undirbúningi öðruvísi og mögulega vakna aðeins fyrr en vanalega. „Það þarf náttúrulega að gera við andlitið þegar maður er í sjónvarpi,“ segir hann og hlær. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum. Þá verða morgunfréttir sagðar í sjónvarpi sem og á Bylgjunni.Vísir/Vilhelm Aukið framboð á öllum miðlum Með fram fréttaflutningi mun Vísir miðla nýju og áhugaverðu efni sem verið er að framleiða. Til dæmis mun líkamsræktarþjáfarinn Gurrý kenna leikfimiæfingar og hugrækt. Þá verður öllum landsmönnum boðið upp á ókeypis aðgang að Bíóstöðinni, Krakkastöðinni og Stöð 3. Stöð 2 býður upp á vikuáskrift að Stöð 2 Maraþon á 990 kr. Þar má finna mikið úrval sjónvarpsefnis og bíómynda, bæði innlent sem erlent. Stefnt er að því að bæta við efni á streymisveituna á næstu dögum. Þar er einnig að finna barnaveituna Hopster þar sem er boðið upp á barnaefni á íslensku. Stöð 2 Sport mun hefja beinar útsendingar frá Íslandsmótinu í rafsporti frá og með næsta föstudegi en frá og með deginum í dag er Stöð 2 Sport og Vísir heimili íslenska rafsportsins. Einnig eru fyrirhugaðir nýir íþróttaþættir sem hefja göngu sína í vikunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Frá og með mánudagsmorgni verður Ísland í bítið morgunsjónvarp frá kl. 6.50 til kl. 9.00 og verður það sent út í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum og leggja áherslu á beinar útsendingar varðandi öll mál sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar á Íslandi. Þannig verður blaðamannafundum yfirvalda sjónvarpað á vefnum og Stöð 3 líkt og undanfarnar vikur. Heimir Karlsson, annar stjórnenda Bítisins, segist vera spenntur fyrir þessum breytingum. Hann vonar að landsmenn fagni þessum breytingum þar sem þetta sé fyrst og fremst hugsað fyrir hlustendur – já og nú áhorfendur. „Þetta leggst nokkuð vel í mig, að rifja upp gamla tíma. Við hættum þessu 2006 ef ég man rétt svo þetta er spennandi,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Það sé þó óhjákvæmilegt að Bítið breytist eitthvað þegar það færist yfir í sjónvarp, enda annar miðill, en dagskráin miði að því að höfða til sem flestra. „Við vitum að það eru svo margir núna í þessu ástandi, sem er hálfgert stríðsástand, fastir heima við. Að vinna heima eða eru heima hjá börnum. Kannski gæti morgunsjónvarpið verið félagsskapur fyrir þetta fólk, bæði verið upplýsandi og létt fólkinu lífið.“ Bítið verður því sýnt í sjónvarpi fram að páskum eða á meðan samkomubannið varir. Eftir það verður svo framhaldið skoðað. Aðspurður segist Heimir búast við því að þurfa að haga undirbúningi öðruvísi og mögulega vakna aðeins fyrr en vanalega. „Það þarf náttúrulega að gera við andlitið þegar maður er í sjónvarpi,“ segir hann og hlær. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum. Þá verða morgunfréttir sagðar í sjónvarpi sem og á Bylgjunni.Vísir/Vilhelm Aukið framboð á öllum miðlum Með fram fréttaflutningi mun Vísir miðla nýju og áhugaverðu efni sem verið er að framleiða. Til dæmis mun líkamsræktarþjáfarinn Gurrý kenna leikfimiæfingar og hugrækt. Þá verður öllum landsmönnum boðið upp á ókeypis aðgang að Bíóstöðinni, Krakkastöðinni og Stöð 3. Stöð 2 býður upp á vikuáskrift að Stöð 2 Maraþon á 990 kr. Þar má finna mikið úrval sjónvarpsefnis og bíómynda, bæði innlent sem erlent. Stefnt er að því að bæta við efni á streymisveituna á næstu dögum. Þar er einnig að finna barnaveituna Hopster þar sem er boðið upp á barnaefni á íslensku. Stöð 2 Sport mun hefja beinar útsendingar frá Íslandsmótinu í rafsporti frá og með næsta föstudegi en frá og með deginum í dag er Stöð 2 Sport og Vísir heimili íslenska rafsportsins. Einnig eru fyrirhugaðir nýir íþróttaþættir sem hefja göngu sína í vikunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira