Ganga enn út frá því að mótefni dofni ekki innan fjögurra mánaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2020 12:11 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fréttir af niðurstöðum erlendra rannsókna, sem benda til þess að mótefni við kórónuveirunni hjá einstaklingum sem hafa veikst dofni eftir nokkra mánuði, ekki breyta afstöðu sóttvarnayfirvalda hér á landi. Niðurstöðu tveggja rannsókna, frá Bretlandi annars vegar og Kína hins vegar, benda til þess að mótefni við kórónuveirunni geti dofnað á um einum mánuði. Það er á skjön við niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birtu í New England Journal of Medicine fyrr í september. Þórólfur segir ýmislegt geta útskýrt þennan mun á niðurstöðum rannsóknanna. „Það er nú kannski ekki gott að gefa einhlíta skýringu á því en aðferðafræði milli rannsókna er alltaf eitthvað breytileg og svo kann að vera einhver munur á milli hvernig rannsóknir eru gerðar og svo náttúrulega einstaklingarnir sem taka þátt. Þannig að það getur verið margt sem skýrir það.“ Hann segir niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ánægjulega og að niðurstöður erlendu rannsóknanna bendi ekki endilega til þess að einstaklingar geti sýkst aftur. „Það hefur ekki reynst vera svo, almennt séð, það er ekki mikið um slíkar tilkynningar. Þannig að ég held að það sé óþarfi að leggja of mikið upp úr þessu,“ segir Þórólfur. Breyta ekki afstöðu yfirvalda Þá segir Þórólfur að afstaða íslenskra heilbrigðisyfirvalda miðist við að mótefni dofni ekki innan fjögurra mánaða, líkt og niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til. „Það er alveg óbreytt. Auðvitað lækka mótefni alltaf með tímanum, alltaf í öllum sýkingum. Eftir bólusetningu og annað slíkt. En það er annars konar mótefnasvar eða ónæmi sem myndast, þetta svokallaða frumubundna ónæmi. Í niðurstöðum íslensku rannsóknarinnar kemur fram að 91 prósent þeirra sem höfðu sýkst mynduðu mótefni við veirunni í blóði. Verið sé að kanna hvort hin níu prósentin kunni að hafa myndað frumubundið ónæmi við kórónuveirunni „Nú hinir, þessi 9 prósent, það er verið að kanna hvort þeir hafi myndað frumubundið ónæmi. Það er líka verndandi, þannig að þetta er dálítið flókið mál, svona þegar maður fer að kafa ofan í það,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fréttir af niðurstöðum erlendra rannsókna, sem benda til þess að mótefni við kórónuveirunni hjá einstaklingum sem hafa veikst dofni eftir nokkra mánuði, ekki breyta afstöðu sóttvarnayfirvalda hér á landi. Niðurstöðu tveggja rannsókna, frá Bretlandi annars vegar og Kína hins vegar, benda til þess að mótefni við kórónuveirunni geti dofnað á um einum mánuði. Það er á skjön við niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birtu í New England Journal of Medicine fyrr í september. Þórólfur segir ýmislegt geta útskýrt þennan mun á niðurstöðum rannsóknanna. „Það er nú kannski ekki gott að gefa einhlíta skýringu á því en aðferðafræði milli rannsókna er alltaf eitthvað breytileg og svo kann að vera einhver munur á milli hvernig rannsóknir eru gerðar og svo náttúrulega einstaklingarnir sem taka þátt. Þannig að það getur verið margt sem skýrir það.“ Hann segir niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ánægjulega og að niðurstöður erlendu rannsóknanna bendi ekki endilega til þess að einstaklingar geti sýkst aftur. „Það hefur ekki reynst vera svo, almennt séð, það er ekki mikið um slíkar tilkynningar. Þannig að ég held að það sé óþarfi að leggja of mikið upp úr þessu,“ segir Þórólfur. Breyta ekki afstöðu yfirvalda Þá segir Þórólfur að afstaða íslenskra heilbrigðisyfirvalda miðist við að mótefni dofni ekki innan fjögurra mánaða, líkt og niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til. „Það er alveg óbreytt. Auðvitað lækka mótefni alltaf með tímanum, alltaf í öllum sýkingum. Eftir bólusetningu og annað slíkt. En það er annars konar mótefnasvar eða ónæmi sem myndast, þetta svokallaða frumubundna ónæmi. Í niðurstöðum íslensku rannsóknarinnar kemur fram að 91 prósent þeirra sem höfðu sýkst mynduðu mótefni við veirunni í blóði. Verið sé að kanna hvort hin níu prósentin kunni að hafa myndað frumubundið ónæmi við kórónuveirunni „Nú hinir, þessi 9 prósent, það er verið að kanna hvort þeir hafi myndað frumubundið ónæmi. Það er líka verndandi, þannig að þetta er dálítið flókið mál, svona þegar maður fer að kafa ofan í það,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira