Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2020 08:11 Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Oregon, og víðar, vegna eldanna. Kevin Jantzer/AP Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna ástandsins. Andrew Phelps, yfirmaður almannavarna í Oregon segir stofnunina hafa búið sig undir að eldarnir gætu orðið mörgum að bana. Minnst fernt hefur látist í Oregon og ellefu annars staðar. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Kate Brown, ríkisstjóra Oregon, að í gær hafi lögregla haft á borði sínu tilkynningar um tugi fólks sem væri saknað vegna eldanna, þá sérstaklega í þremur sýslum, Jackson, Lane og Marion. Þá sagði hún frá því að 40.000 íbúum ríkisins hefði verið gert að yfirgefa heimili sín. Eins og staðan er telja yfirvöld að eldarnir hafi áhrif á um hálfa milljón íbúa Oregon, en þar búa hátt í tvær og hálf milljón manna. Veðrið hjálpar til Doug Grafe, yfirmaður hjá slökkviliðinu í Oregon, sagði í gær að slökkviliðsmenn í ríkinu berðust við 16 stóra, aðskilda elda. Hann bætti þó við að lækkandi hitastig og aukinn raki í lofti hjálpaði til við að ráða niðurlögum eldanna. Minnst eitt bál í ríkinu, sem valdið hefur hvað mestum skaða, í Almeida-sýslu er rannsakað sem íkveikja. Tvennt er talið hafa látist og hundruð heimila skemmst vegna eldsins. Í gær var 41 árs maður handtekinn vegna gruns um að hafa kveikt eld. Hann er þó ekki talinn hafa kveikt eldinn í Almeida. Reykmengun vegna eldanna hefur gert það að verkum að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði allra borga heims. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforníu og Seattle í Washington. Bandaríkin Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna ástandsins. Andrew Phelps, yfirmaður almannavarna í Oregon segir stofnunina hafa búið sig undir að eldarnir gætu orðið mörgum að bana. Minnst fernt hefur látist í Oregon og ellefu annars staðar. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Kate Brown, ríkisstjóra Oregon, að í gær hafi lögregla haft á borði sínu tilkynningar um tugi fólks sem væri saknað vegna eldanna, þá sérstaklega í þremur sýslum, Jackson, Lane og Marion. Þá sagði hún frá því að 40.000 íbúum ríkisins hefði verið gert að yfirgefa heimili sín. Eins og staðan er telja yfirvöld að eldarnir hafi áhrif á um hálfa milljón íbúa Oregon, en þar búa hátt í tvær og hálf milljón manna. Veðrið hjálpar til Doug Grafe, yfirmaður hjá slökkviliðinu í Oregon, sagði í gær að slökkviliðsmenn í ríkinu berðust við 16 stóra, aðskilda elda. Hann bætti þó við að lækkandi hitastig og aukinn raki í lofti hjálpaði til við að ráða niðurlögum eldanna. Minnst eitt bál í ríkinu, sem valdið hefur hvað mestum skaða, í Almeida-sýslu er rannsakað sem íkveikja. Tvennt er talið hafa látist og hundruð heimila skemmst vegna eldsins. Í gær var 41 árs maður handtekinn vegna gruns um að hafa kveikt eld. Hann er þó ekki talinn hafa kveikt eldinn í Almeida. Reykmengun vegna eldanna hefur gert það að verkum að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði allra borga heims. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforníu og Seattle í Washington.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17
Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45