Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. september 2020 20:30 Lögreglan fylgist grannt með vefsíðum sem sýna íslenskt klámfengið efni. Dreifing kláms er ólögleg. Getty Netglæpadeild lögreglunnar hefur til skoðunar nokkrar vefsíður sem innihalda erótískt myndefni af íslenskum konum. Lögregla þarf reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms en hefur ekki fengið upplýsingar um ólöglegt athæfi á samfélagsmiðlinum Only Fans. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji aðgang kynferðislegu myndefni í gegnum samfélagsmiðilinn Only Fans. Miðillinn hefur rutt sér hratt til rúms hér á landi undanfarin misseri en þar greiðir fólk fyrir efni sem þar birtist, hvort sem um er að ræða saklaust efni eða kynferðislegt, og getur óskað sérstaklega eftir efni gegn hærri greiðslu. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá netglæpadeild, segir að ekki leiki grunur á að um að Íslendingar stundi þar vændi. „Við höfum verið að fá fregnir undanfarið um þessa síðu og við höfum í sjálfu sér ekki skoðað hana mikið meira en það. Það þarf að fara inn og sækja upplýsingarnar nema við fáum upplýsingar annars staðar frá, s ef einhver hefur grun um að það sé vændisstarfsemi þarna, að það sé dreifing á klámi. Þá er hægt að koma upplýsingum til okkar.“ Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar.Friðrik Þór Hann segir að nokkrar vefsíður á borð við Only Fans séu til skoðunar. „Það er alls konar efni í gangi sem við erum að fylgjast mjög reglulega með, þar sem hefur verið grunur um barnaníðsefni sem hefur verið fjarlægt að okkar beiðni. Það hafa verið dæmi stafrænt kynferðisofbeldis, þar sem verið er að senda myndir sem hafa verið sendar í góðri trú og fleira.“ Þá segir hann að vændi geti vissulega þrifist í gegnum tölvuskjá. „Ef þetta væri kaup á vændi í gegnum netið, þar sem kynlíf væri stundað, þá myndi ég ekki telja það löglegt – það væri eiginlega prófmál,“ segir Daði og nefnir dæmi frá Bandaríkjunum. „Þar höfum við séð dæmt í málum tilraun til nauðgunar án þess að viðkomandi hafi hist, aðeins í gegnum netið. Þannig að það eru fordæmi fyrir því að það sé verið að dæma án þess að hafa hist físískt. Þá er það kaup á vændi þrátt fyrir að hafa ekki hitt viðkomandi, heldur var kynlífið bara stundað í gegnum netið.“ Samfélagsmiðlar Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Netglæpadeild lögreglunnar hefur til skoðunar nokkrar vefsíður sem innihalda erótískt myndefni af íslenskum konum. Lögregla þarf reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms en hefur ekki fengið upplýsingar um ólöglegt athæfi á samfélagsmiðlinum Only Fans. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji aðgang kynferðislegu myndefni í gegnum samfélagsmiðilinn Only Fans. Miðillinn hefur rutt sér hratt til rúms hér á landi undanfarin misseri en þar greiðir fólk fyrir efni sem þar birtist, hvort sem um er að ræða saklaust efni eða kynferðislegt, og getur óskað sérstaklega eftir efni gegn hærri greiðslu. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá netglæpadeild, segir að ekki leiki grunur á að um að Íslendingar stundi þar vændi. „Við höfum verið að fá fregnir undanfarið um þessa síðu og við höfum í sjálfu sér ekki skoðað hana mikið meira en það. Það þarf að fara inn og sækja upplýsingarnar nema við fáum upplýsingar annars staðar frá, s ef einhver hefur grun um að það sé vændisstarfsemi þarna, að það sé dreifing á klámi. Þá er hægt að koma upplýsingum til okkar.“ Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar.Friðrik Þór Hann segir að nokkrar vefsíður á borð við Only Fans séu til skoðunar. „Það er alls konar efni í gangi sem við erum að fylgjast mjög reglulega með, þar sem hefur verið grunur um barnaníðsefni sem hefur verið fjarlægt að okkar beiðni. Það hafa verið dæmi stafrænt kynferðisofbeldis, þar sem verið er að senda myndir sem hafa verið sendar í góðri trú og fleira.“ Þá segir hann að vændi geti vissulega þrifist í gegnum tölvuskjá. „Ef þetta væri kaup á vændi í gegnum netið, þar sem kynlíf væri stundað, þá myndi ég ekki telja það löglegt – það væri eiginlega prófmál,“ segir Daði og nefnir dæmi frá Bandaríkjunum. „Þar höfum við séð dæmt í málum tilraun til nauðgunar án þess að viðkomandi hafi hist, aðeins í gegnum netið. Þannig að það eru fordæmi fyrir því að það sé verið að dæma án þess að hafa hist físískt. Þá er það kaup á vændi þrátt fyrir að hafa ekki hitt viðkomandi, heldur var kynlífið bara stundað í gegnum netið.“
Samfélagsmiðlar Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira