Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 29-21 | Öruggt hjá Garðbæingum í upphafsleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2020 20:00 Hin síunga Hanna G. Stefánsdóttir skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna. vísir/vilhelm Stjarnan vann öruggan sigur á nýliðum FH, 29-21, í upphafsleik tímabilsins í Olís-deild kvenna í dag. FH-ingar, sem voru að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í fjögur ár, byrjuðu vel og komust í 2-5. Stjörnukonur virkuðu ryðgaðar í byrjun en náðu sér fljótt á strik og um miðjan fyrri hálfleik tóku þær fram úr. Hin 41 árs Hanna G. Stefánsdóttir fór fyrir Stjörnuliðinu í fyrri hálfleik og skoraði þá öll níu mörk sín, þar af sex úr hraðaupphlaupum. Þá varði Heiðrún Dís Magnúsdóttir virkilega vel í marki Stjörnunnar sem var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-11. FH var tveimur leikmönnum færri í upphafi seinni hálfleiks og það nýtti Stjarnan sér til að ná sex marka forskoti, 17-11. FH-ingar, eða öllu heldur Britney Cots, átti frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks, skoraði fjögur mörk í röð og munurinn skyndilega orðinn þrjú mörk, 20-17. Nær komst FH ekki. Stjarnan skoraði þrjú mörk í röð og náði undirtökunum á nýjan leik. Bilið milli liðanna breikkaði og þegar uppi var staðið munaði átta mörkum á þeim, 29-21. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnukonur byrjuðu illa og misstu dampinn um miðjan seinni hálfleik en voru annars mun sterkari aðilinn. Vörnin var góð og markverðirnir, Heiðrún Dís og Hildur Öder Einarsdóttir, vörðu vel. Stjarnan skoraði ellefu mörk úr hraðaupphlaupum gegn aðeins tveimur hjá FH. Gestirnir hefðu þurft fleiri slík því sóknarleikurinn var mjög einhæfur. Hverjar stóðu upp úr? Hanna byrjaði sitt 26. tímabil í meistaraflokki af gríðarlegum krafti og skoraði níu mörk úr tíu skotum í fyrri hálfleik en spilaði lítið í þeim seinni. Markverðirnir voru góðir og Anna Karen Hansdóttir lék vel í vinstra horninu og nýtti öll fimm skotin sín. Britney var allt í öllu í sóknarleik FH og skoraði ellefu mörk. Franska skyttan tók nokkur skrítin skot undir lok fyrri hálfleik en annars var allt inni hjá henni. Þá átti Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir fínasta leik í marki FH og varði sextán skot (38 prósent). Hvað gekk illa? Britney skoraði ellefu af 21 marki FH og liðið vantaði sárlega framlag frá fleiri leikmönnum. Sóknarleikur FH-inga var stirður og það háir liðinu mikið að vera ekki með örvhenta skyttu. Helena Rut Örvarsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna eftir komuna úr atvinnumennsku í dag. Stórskyttan var ekki alveg með miðið rétt stillt og þurfti fimmtán skot til að skora mörkin sín sex. Hvað gerist næst? Næsti leikur beggja liða er á laugardaginn eftir viku. Þá sækir Stjarnan KA/Þór á meðan FH mætir Haukum í grannaslag á Ásvöllum. Rakel Dögg: Héldum vel í leikplanið Rakel Dögg Bragadóttir tók við Stjörnunni fyrir tímabilið.vísir/bára Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, var ánægð eftiir sigurinn á FH í upphafsleik tímabilsins í Olís-deild kvenna. „Í heildina er ég rosalega sátt. Það var smá hökt á okkur í byrjun og bil á milli okkar í vörninni. En svo unnum við okkur þétt inn í leikinn. Ég er virkilega ánægð með þennan sigur,“ sagði Rakel. Fyrir utan upphafsmínútur leiksins var vörn Stjörnunnar góð og skapaði ellefu mörk úr hraðaupphlaupum. „Við héldum vel í leikplanið og svo þéttum við vörnina sem var svolítið opin í upphafi leiks. Við náðum líka að keyra hraðann upp og fengum framlag frá öllum leikmönnum,“ sagði Rakel. Stjarnan fékk heldur betur gott framlag frá aldursforsetanum í hópnum, Hönnu G. Stefánsdóttur, sem skoraði níu mörk í fyrri hálfleik. „Hún er magnaður karakter og magnaður leikmaður. Hún var besti maður vallarins í fyrri hálfleik og algjörlega frábær. Hún gæti spilað í tíu ár í viðbót,“ sagði Rakel að lokum. Jakob: Þurfum að finna fleiri möguleika í sókninni „Þetta var stærra tap en ég vonaðist eftir. Mér fannst við spila vel á stórum köflum í leiknum, bæði í vörn og sókn,“ sagði Jakob Lárusson, þjálfari FH, eftir tapið fyrir Stjörnunni. Þrátt fyrir átta marka tap var Jakob ekki alls kostar ósáttur við frammistöðu FH í leiknum. „Þegar maður spilar á fáum leikmönnum, og það mæddi mikið á Britney í leiknum, gerirðu kannski fleiri mistök og við köstuðum boltanum frá okkur í sókninni. Við ætluðum að reyna því í lágmarki og ég er kannski hvað svekktastur með það hversu oft við töpuðum boltanum,“ sagði Jakob. „En að sama skapi fannst mér stelpurnar duglegur. Þær hlupu vel til baka og náðu að standa fína vörn á löngum köflum. Britney skoraði rúmlega helming marka FH í leiknum en vantaði meiri hjálp. „Það tekur mikið á Britney að sækja í nánast öllum sóknum. Það er klárlega mitt hlutverk núna að setjast niður og reyna að finna lausnir á þessu og fleiri möguleika í sókninni,“ sagði Jakob að lokum. Olís-deild kvenna
Stjarnan vann öruggan sigur á nýliðum FH, 29-21, í upphafsleik tímabilsins í Olís-deild kvenna í dag. FH-ingar, sem voru að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í fjögur ár, byrjuðu vel og komust í 2-5. Stjörnukonur virkuðu ryðgaðar í byrjun en náðu sér fljótt á strik og um miðjan fyrri hálfleik tóku þær fram úr. Hin 41 árs Hanna G. Stefánsdóttir fór fyrir Stjörnuliðinu í fyrri hálfleik og skoraði þá öll níu mörk sín, þar af sex úr hraðaupphlaupum. Þá varði Heiðrún Dís Magnúsdóttir virkilega vel í marki Stjörnunnar sem var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-11. FH var tveimur leikmönnum færri í upphafi seinni hálfleiks og það nýtti Stjarnan sér til að ná sex marka forskoti, 17-11. FH-ingar, eða öllu heldur Britney Cots, átti frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks, skoraði fjögur mörk í röð og munurinn skyndilega orðinn þrjú mörk, 20-17. Nær komst FH ekki. Stjarnan skoraði þrjú mörk í röð og náði undirtökunum á nýjan leik. Bilið milli liðanna breikkaði og þegar uppi var staðið munaði átta mörkum á þeim, 29-21. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnukonur byrjuðu illa og misstu dampinn um miðjan seinni hálfleik en voru annars mun sterkari aðilinn. Vörnin var góð og markverðirnir, Heiðrún Dís og Hildur Öder Einarsdóttir, vörðu vel. Stjarnan skoraði ellefu mörk úr hraðaupphlaupum gegn aðeins tveimur hjá FH. Gestirnir hefðu þurft fleiri slík því sóknarleikurinn var mjög einhæfur. Hverjar stóðu upp úr? Hanna byrjaði sitt 26. tímabil í meistaraflokki af gríðarlegum krafti og skoraði níu mörk úr tíu skotum í fyrri hálfleik en spilaði lítið í þeim seinni. Markverðirnir voru góðir og Anna Karen Hansdóttir lék vel í vinstra horninu og nýtti öll fimm skotin sín. Britney var allt í öllu í sóknarleik FH og skoraði ellefu mörk. Franska skyttan tók nokkur skrítin skot undir lok fyrri hálfleik en annars var allt inni hjá henni. Þá átti Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir fínasta leik í marki FH og varði sextán skot (38 prósent). Hvað gekk illa? Britney skoraði ellefu af 21 marki FH og liðið vantaði sárlega framlag frá fleiri leikmönnum. Sóknarleikur FH-inga var stirður og það háir liðinu mikið að vera ekki með örvhenta skyttu. Helena Rut Örvarsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna eftir komuna úr atvinnumennsku í dag. Stórskyttan var ekki alveg með miðið rétt stillt og þurfti fimmtán skot til að skora mörkin sín sex. Hvað gerist næst? Næsti leikur beggja liða er á laugardaginn eftir viku. Þá sækir Stjarnan KA/Þór á meðan FH mætir Haukum í grannaslag á Ásvöllum. Rakel Dögg: Héldum vel í leikplanið Rakel Dögg Bragadóttir tók við Stjörnunni fyrir tímabilið.vísir/bára Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, var ánægð eftiir sigurinn á FH í upphafsleik tímabilsins í Olís-deild kvenna. „Í heildina er ég rosalega sátt. Það var smá hökt á okkur í byrjun og bil á milli okkar í vörninni. En svo unnum við okkur þétt inn í leikinn. Ég er virkilega ánægð með þennan sigur,“ sagði Rakel. Fyrir utan upphafsmínútur leiksins var vörn Stjörnunnar góð og skapaði ellefu mörk úr hraðaupphlaupum. „Við héldum vel í leikplanið og svo þéttum við vörnina sem var svolítið opin í upphafi leiks. Við náðum líka að keyra hraðann upp og fengum framlag frá öllum leikmönnum,“ sagði Rakel. Stjarnan fékk heldur betur gott framlag frá aldursforsetanum í hópnum, Hönnu G. Stefánsdóttur, sem skoraði níu mörk í fyrri hálfleik. „Hún er magnaður karakter og magnaður leikmaður. Hún var besti maður vallarins í fyrri hálfleik og algjörlega frábær. Hún gæti spilað í tíu ár í viðbót,“ sagði Rakel að lokum. Jakob: Þurfum að finna fleiri möguleika í sókninni „Þetta var stærra tap en ég vonaðist eftir. Mér fannst við spila vel á stórum köflum í leiknum, bæði í vörn og sókn,“ sagði Jakob Lárusson, þjálfari FH, eftir tapið fyrir Stjörnunni. Þrátt fyrir átta marka tap var Jakob ekki alls kostar ósáttur við frammistöðu FH í leiknum. „Þegar maður spilar á fáum leikmönnum, og það mæddi mikið á Britney í leiknum, gerirðu kannski fleiri mistök og við köstuðum boltanum frá okkur í sókninni. Við ætluðum að reyna því í lágmarki og ég er kannski hvað svekktastur með það hversu oft við töpuðum boltanum,“ sagði Jakob. „En að sama skapi fannst mér stelpurnar duglegur. Þær hlupu vel til baka og náðu að standa fína vörn á löngum köflum. Britney skoraði rúmlega helming marka FH í leiknum en vantaði meiri hjálp. „Það tekur mikið á Britney að sækja í nánast öllum sóknum. Það er klárlega mitt hlutverk núna að setjast niður og reyna að finna lausnir á þessu og fleiri möguleika í sókninni,“ sagði Jakob að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti