Kenna hver öðrum um dauða Floyd Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2020 23:59 Derek Chauvin er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd. EPA/Fógetinn í Hennepinsýslu Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. Þá ber þeim ekki saman um hver fór með stjórn á vettvangi. Floyd dó þann 25. maí. Myndbönd sýna lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Hann og fjórir aðrir lögregluþjónar voru svo handteknir og ákærðir. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu og hinir þrír, Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao, fyrir að hafa aðstoðað við eða stuðlað að morðinu á Floyd. Yngri lögregluþjónarnir, þeir Kuen og Lane, segjast hafa verið að hlýða reynslumeiri og hærri settum lögregluþjónum. Chauvin og Thao sem komu á vettvang eftir að Kuen og Lane reyndu að handtaka Floyd, segjast eingöngu hafa verið að aðstoða við handtöku. Tou Thao, Thomas Lane og Alexander Kueng.EPA/Fógetinn í Hennepinsýslu Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thao á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði Lane hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Samkvæmt frétt Washington Post vilja lögmenn lögregluþjónanna að réttað verði yfir þeim í sitthvoru lagi. Vegna mismunandi afstöðu þeirra sé annað ekki hægt. Taka á ákvörðun um það á morgun, föstudag. Dauði Floyd hefur leitt til mikillar mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim. Yfirvöld í Minneapolis hafa látið girða af svæðið í kringum dómshúsið og setja hlera á glugga hússins, þar sem búist er við miklum mótmælum. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Chauvin ákærður fyrir skattsvik Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. 23. júlí 2020 20:45 Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. 16. júlí 2020 08:24 „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Sjá meira
Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. Þá ber þeim ekki saman um hver fór með stjórn á vettvangi. Floyd dó þann 25. maí. Myndbönd sýna lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Hann og fjórir aðrir lögregluþjónar voru svo handteknir og ákærðir. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu og hinir þrír, Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao, fyrir að hafa aðstoðað við eða stuðlað að morðinu á Floyd. Yngri lögregluþjónarnir, þeir Kuen og Lane, segjast hafa verið að hlýða reynslumeiri og hærri settum lögregluþjónum. Chauvin og Thao sem komu á vettvang eftir að Kuen og Lane reyndu að handtaka Floyd, segjast eingöngu hafa verið að aðstoða við handtöku. Tou Thao, Thomas Lane og Alexander Kueng.EPA/Fógetinn í Hennepinsýslu Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thao á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði Lane hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Samkvæmt frétt Washington Post vilja lögmenn lögregluþjónanna að réttað verði yfir þeim í sitthvoru lagi. Vegna mismunandi afstöðu þeirra sé annað ekki hægt. Taka á ákvörðun um það á morgun, föstudag. Dauði Floyd hefur leitt til mikillar mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim. Yfirvöld í Minneapolis hafa látið girða af svæðið í kringum dómshúsið og setja hlera á glugga hússins, þar sem búist er við miklum mótmælum.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Chauvin ákærður fyrir skattsvik Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. 23. júlí 2020 20:45 Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. 16. júlí 2020 08:24 „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Sjá meira
Chauvin ákærður fyrir skattsvik Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot. 23. júlí 2020 20:45
Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. 16. júlí 2020 08:24
„Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27