Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2020 22:14 Menn ganga um rústir hjólhýsahverfis í Phoenix í Oregon. Stór hluti bæjarins brann til kaldra kola, eða um 600 heimili. AP/Scott Stoddard Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. Í morgun loguðu minnst 39 gróðureldar í Oregon og hefur fjöldinn og umfang eldanna komið embættismönnum í opna skjöldu. Á einungis þremur dögum hafa um 364 þúsund hektarar brunnið í Oregon. Það er nærri því tvöfalt það landflæmi sem brennur á hefðbundnu ári. Um 40 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. „Við höfum aldrei áður séð sambærilegt magn elda í ríkinu,“ sagði Kate Brown, ríkisstjóri, á blaðamannafundi í dag. Hún sagði óljóst hve margir hefðu dáið en samkvæmt Oregonian eru þeir minnst þrír. Brown hefur óskað eftir aðstoð frá öðrum ríkjum vegna ástandsins. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni, þar sem hinar miklu skemmdir í Phoenix eru sýndar og rætt er við nokkra íbúa. Sambærilega sögu er að segja frá Kaliforníu og Washington þar sem fjölmargir eldar loga einnig. Minnst þrír hafa dáið í Kaliforníu þar sem eldarnir hafa dreift hratt úr sér í dag vegna þurra vinda. Á meðal hinna látnu eru ungur drengur og amma hans. Vitað er að eins árs barn dó í Washington, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar búast við hagstæðari vindum á næstu dögum. Today's view of the large smoke layer along the U.S. Pacific Coast. pic.twitter.com/MfdFgymrFL— CIRA (@CIRA_CSU) September 10, 2020 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sjá meira
Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. Í morgun loguðu minnst 39 gróðureldar í Oregon og hefur fjöldinn og umfang eldanna komið embættismönnum í opna skjöldu. Á einungis þremur dögum hafa um 364 þúsund hektarar brunnið í Oregon. Það er nærri því tvöfalt það landflæmi sem brennur á hefðbundnu ári. Um 40 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. „Við höfum aldrei áður séð sambærilegt magn elda í ríkinu,“ sagði Kate Brown, ríkisstjóri, á blaðamannafundi í dag. Hún sagði óljóst hve margir hefðu dáið en samkvæmt Oregonian eru þeir minnst þrír. Brown hefur óskað eftir aðstoð frá öðrum ríkjum vegna ástandsins. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni, þar sem hinar miklu skemmdir í Phoenix eru sýndar og rætt er við nokkra íbúa. Sambærilega sögu er að segja frá Kaliforníu og Washington þar sem fjölmargir eldar loga einnig. Minnst þrír hafa dáið í Kaliforníu þar sem eldarnir hafa dreift hratt úr sér í dag vegna þurra vinda. Á meðal hinna látnu eru ungur drengur og amma hans. Vitað er að eins árs barn dó í Washington, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar búast við hagstæðari vindum á næstu dögum. Today's view of the large smoke layer along the U.S. Pacific Coast. pic.twitter.com/MfdFgymrFL— CIRA (@CIRA_CSU) September 10, 2020
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sjá meira
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45
Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51
Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24
Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33