Næsta tímabil í NBA-deildinni byrjar í fyrsta lagi á jóladag Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. september 2020 18:32 Úrslitakeppnin er í fullum gangi og ekki ljóst hvenær næsta leiktíð hefst. VÍSIR/GETTY Þrátt fyrir að úrslitakeppnin í NBA standi sem hæst um þessar mundir eru stjórnendur deildarinnar farnir að huga að næsta leiktímabili. Á fundi stjórnar deildarinnar í dag var ákveðið að byrja næsta tímabil ekki fyrr en í fyrsta lagi á jóladag 2020. Þessu greindi Shams Charania, blaðamaður á The Athletic, frá fyrr í dag. NBA s league office informed Board of Governors today that the 2020-21 season won t begin earlier than Christmas Day, sources tell @TheAthleticNBA @Stadium. Nov. 18 Draft date, 20-21 start date remain fluid.— Shams Charania (@ShamsCharania) September 10, 2020 Einhverjir blaðamenn eru þó svartsýnni og telja að nýtt tímabil fari ekki af stað fyrr en í mars 2021. Þá væri líklegra að áhorfendur kæmust í hallir NBA-liðanna og að hið fjárhagslega högg sem fylgir áhorfendaleysinu væri mildað. Don't be shocked if the 2020-21 season doesn't start until February. Maybe March, at the latest. It's all TBD, but the longer the league pushes the start, the higher the likelihood of better testing or even a vaccine. And that'd mean better odds of getting fans back in arenas. https://t.co/Zwc9FPT31f— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) September 10, 2020 NBA-leikir á jóladag eru löngu orðnir að hefð í Bandaríkjunum, en allt frá 1947 hefur tíðkast að stærstu lið deildarinnar leiki á þessum hátíðisdegi. Fimm leikir fara gjarnan fram þennan dag og er einn af þeim yfirleitt á milli liðanna sem enduðu í úrslitunum vorið áður. Ljóst er að stjórnendur NBA-deildarinnar muni reyna að halda í þessa hefð, enda hljótast miklar sjónvarpstekjur af þessum leikjum, því áhorfið á þá er gjarnan mjög gott. En stóru fréttir dagsins eru þær að keppnistímabilið næsta mun ekki verða með hefðbundnu sniði. Reyndar hefur mikil umræða átt sér stað á meðal stjórnarmanna sumra NBA-liða, auk framámanna innan deildarinnar, um hvort færa eigi keppnistímabilið varanlega. Sú umræða hófst áður en menn höfðu minnstu vitund um að heimsfaraldur myndi setja allt íþróttalíf - og aðra þætti dagslegs lífs - í uppnám. Flestir sem vilja breytt keppnistímabil tala fyrir því að byrja á jóladag og enda á haustin, í september helst; að NBA klárist áður en tímabilið í ameríska fótboltanum, NFL-deildinni, hefst. Rökin fyrir því eru að NBA-deildin myndi þá eiga stærri sess í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. Helstu rökin gegn breytingunni eru þau að sumarið þykir ekki ákjósanlegur tími til að ná miklu áhorfi á íþróttadeildir, að meginþorri fólks sé þá í fríi og að færri muni því sjá leikina. Mögulega verður næsta leiktímabil einskonar próf og jafnvel verður leiktímabilið breytt til frambúðar og yrði það þá stærsta breytingin á deildinni síðan NBA og ABA-deildirnar sameinuðust 1976. NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Sjá meira
Þrátt fyrir að úrslitakeppnin í NBA standi sem hæst um þessar mundir eru stjórnendur deildarinnar farnir að huga að næsta leiktímabili. Á fundi stjórnar deildarinnar í dag var ákveðið að byrja næsta tímabil ekki fyrr en í fyrsta lagi á jóladag 2020. Þessu greindi Shams Charania, blaðamaður á The Athletic, frá fyrr í dag. NBA s league office informed Board of Governors today that the 2020-21 season won t begin earlier than Christmas Day, sources tell @TheAthleticNBA @Stadium. Nov. 18 Draft date, 20-21 start date remain fluid.— Shams Charania (@ShamsCharania) September 10, 2020 Einhverjir blaðamenn eru þó svartsýnni og telja að nýtt tímabil fari ekki af stað fyrr en í mars 2021. Þá væri líklegra að áhorfendur kæmust í hallir NBA-liðanna og að hið fjárhagslega högg sem fylgir áhorfendaleysinu væri mildað. Don't be shocked if the 2020-21 season doesn't start until February. Maybe March, at the latest. It's all TBD, but the longer the league pushes the start, the higher the likelihood of better testing or even a vaccine. And that'd mean better odds of getting fans back in arenas. https://t.co/Zwc9FPT31f— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) September 10, 2020 NBA-leikir á jóladag eru löngu orðnir að hefð í Bandaríkjunum, en allt frá 1947 hefur tíðkast að stærstu lið deildarinnar leiki á þessum hátíðisdegi. Fimm leikir fara gjarnan fram þennan dag og er einn af þeim yfirleitt á milli liðanna sem enduðu í úrslitunum vorið áður. Ljóst er að stjórnendur NBA-deildarinnar muni reyna að halda í þessa hefð, enda hljótast miklar sjónvarpstekjur af þessum leikjum, því áhorfið á þá er gjarnan mjög gott. En stóru fréttir dagsins eru þær að keppnistímabilið næsta mun ekki verða með hefðbundnu sniði. Reyndar hefur mikil umræða átt sér stað á meðal stjórnarmanna sumra NBA-liða, auk framámanna innan deildarinnar, um hvort færa eigi keppnistímabilið varanlega. Sú umræða hófst áður en menn höfðu minnstu vitund um að heimsfaraldur myndi setja allt íþróttalíf - og aðra þætti dagslegs lífs - í uppnám. Flestir sem vilja breytt keppnistímabil tala fyrir því að byrja á jóladag og enda á haustin, í september helst; að NBA klárist áður en tímabilið í ameríska fótboltanum, NFL-deildinni, hefst. Rökin fyrir því eru að NBA-deildin myndi þá eiga stærri sess í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. Helstu rökin gegn breytingunni eru þau að sumarið þykir ekki ákjósanlegur tími til að ná miklu áhorfi á íþróttadeildir, að meginþorri fólks sé þá í fríi og að færri muni því sjá leikina. Mögulega verður næsta leiktímabil einskonar próf og jafnvel verður leiktímabilið breytt til frambúðar og yrði það þá stærsta breytingin á deildinni síðan NBA og ABA-deildirnar sameinuðust 1976.
NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Sjá meira