Næsta tímabil í NBA-deildinni byrjar í fyrsta lagi á jóladag Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. september 2020 18:32 Úrslitakeppnin er í fullum gangi og ekki ljóst hvenær næsta leiktíð hefst. VÍSIR/GETTY Þrátt fyrir að úrslitakeppnin í NBA standi sem hæst um þessar mundir eru stjórnendur deildarinnar farnir að huga að næsta leiktímabili. Á fundi stjórnar deildarinnar í dag var ákveðið að byrja næsta tímabil ekki fyrr en í fyrsta lagi á jóladag 2020. Þessu greindi Shams Charania, blaðamaður á The Athletic, frá fyrr í dag. NBA s league office informed Board of Governors today that the 2020-21 season won t begin earlier than Christmas Day, sources tell @TheAthleticNBA @Stadium. Nov. 18 Draft date, 20-21 start date remain fluid.— Shams Charania (@ShamsCharania) September 10, 2020 Einhverjir blaðamenn eru þó svartsýnni og telja að nýtt tímabil fari ekki af stað fyrr en í mars 2021. Þá væri líklegra að áhorfendur kæmust í hallir NBA-liðanna og að hið fjárhagslega högg sem fylgir áhorfendaleysinu væri mildað. Don't be shocked if the 2020-21 season doesn't start until February. Maybe March, at the latest. It's all TBD, but the longer the league pushes the start, the higher the likelihood of better testing or even a vaccine. And that'd mean better odds of getting fans back in arenas. https://t.co/Zwc9FPT31f— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) September 10, 2020 NBA-leikir á jóladag eru löngu orðnir að hefð í Bandaríkjunum, en allt frá 1947 hefur tíðkast að stærstu lið deildarinnar leiki á þessum hátíðisdegi. Fimm leikir fara gjarnan fram þennan dag og er einn af þeim yfirleitt á milli liðanna sem enduðu í úrslitunum vorið áður. Ljóst er að stjórnendur NBA-deildarinnar muni reyna að halda í þessa hefð, enda hljótast miklar sjónvarpstekjur af þessum leikjum, því áhorfið á þá er gjarnan mjög gott. En stóru fréttir dagsins eru þær að keppnistímabilið næsta mun ekki verða með hefðbundnu sniði. Reyndar hefur mikil umræða átt sér stað á meðal stjórnarmanna sumra NBA-liða, auk framámanna innan deildarinnar, um hvort færa eigi keppnistímabilið varanlega. Sú umræða hófst áður en menn höfðu minnstu vitund um að heimsfaraldur myndi setja allt íþróttalíf - og aðra þætti dagslegs lífs - í uppnám. Flestir sem vilja breytt keppnistímabil tala fyrir því að byrja á jóladag og enda á haustin, í september helst; að NBA klárist áður en tímabilið í ameríska fótboltanum, NFL-deildinni, hefst. Rökin fyrir því eru að NBA-deildin myndi þá eiga stærri sess í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. Helstu rökin gegn breytingunni eru þau að sumarið þykir ekki ákjósanlegur tími til að ná miklu áhorfi á íþróttadeildir, að meginþorri fólks sé þá í fríi og að færri muni því sjá leikina. Mögulega verður næsta leiktímabil einskonar próf og jafnvel verður leiktímabilið breytt til frambúðar og yrði það þá stærsta breytingin á deildinni síðan NBA og ABA-deildirnar sameinuðust 1976. NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Þrátt fyrir að úrslitakeppnin í NBA standi sem hæst um þessar mundir eru stjórnendur deildarinnar farnir að huga að næsta leiktímabili. Á fundi stjórnar deildarinnar í dag var ákveðið að byrja næsta tímabil ekki fyrr en í fyrsta lagi á jóladag 2020. Þessu greindi Shams Charania, blaðamaður á The Athletic, frá fyrr í dag. NBA s league office informed Board of Governors today that the 2020-21 season won t begin earlier than Christmas Day, sources tell @TheAthleticNBA @Stadium. Nov. 18 Draft date, 20-21 start date remain fluid.— Shams Charania (@ShamsCharania) September 10, 2020 Einhverjir blaðamenn eru þó svartsýnni og telja að nýtt tímabil fari ekki af stað fyrr en í mars 2021. Þá væri líklegra að áhorfendur kæmust í hallir NBA-liðanna og að hið fjárhagslega högg sem fylgir áhorfendaleysinu væri mildað. Don't be shocked if the 2020-21 season doesn't start until February. Maybe March, at the latest. It's all TBD, but the longer the league pushes the start, the higher the likelihood of better testing or even a vaccine. And that'd mean better odds of getting fans back in arenas. https://t.co/Zwc9FPT31f— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) September 10, 2020 NBA-leikir á jóladag eru löngu orðnir að hefð í Bandaríkjunum, en allt frá 1947 hefur tíðkast að stærstu lið deildarinnar leiki á þessum hátíðisdegi. Fimm leikir fara gjarnan fram þennan dag og er einn af þeim yfirleitt á milli liðanna sem enduðu í úrslitunum vorið áður. Ljóst er að stjórnendur NBA-deildarinnar muni reyna að halda í þessa hefð, enda hljótast miklar sjónvarpstekjur af þessum leikjum, því áhorfið á þá er gjarnan mjög gott. En stóru fréttir dagsins eru þær að keppnistímabilið næsta mun ekki verða með hefðbundnu sniði. Reyndar hefur mikil umræða átt sér stað á meðal stjórnarmanna sumra NBA-liða, auk framámanna innan deildarinnar, um hvort færa eigi keppnistímabilið varanlega. Sú umræða hófst áður en menn höfðu minnstu vitund um að heimsfaraldur myndi setja allt íþróttalíf - og aðra þætti dagslegs lífs - í uppnám. Flestir sem vilja breytt keppnistímabil tala fyrir því að byrja á jóladag og enda á haustin, í september helst; að NBA klárist áður en tímabilið í ameríska fótboltanum, NFL-deildinni, hefst. Rökin fyrir því eru að NBA-deildin myndi þá eiga stærri sess í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. Helstu rökin gegn breytingunni eru þau að sumarið þykir ekki ákjósanlegur tími til að ná miklu áhorfi á íþróttadeildir, að meginþorri fólks sé þá í fríi og að færri muni því sjá leikina. Mögulega verður næsta leiktímabil einskonar próf og jafnvel verður leiktímabilið breytt til frambúðar og yrði það þá stærsta breytingin á deildinni síðan NBA og ABA-deildirnar sameinuðust 1976.
NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira