Ætla að kæra niðurrif hússins við Skólavörðustíg Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 10. september 2020 15:30 Borgin hyggst kæra til lögreglu niðurrif 98 ára gamals húss við Skólavörðustíg 36 sem var verndað. Vísir/Egill Reykjavíkurborg hefur ákveðið að kæra niðurrif hússins við Skólavörðustíg 36 til lögreglu. Þetta segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs, borgarinnar í viðtali við fréttastofu. „Borgin hefur ákveðið, eftir að hafa skoðað málið með lögfræðingum að byggingarfulltrúi og Reykjavíkurborg muni kæra þetta mál til þartilbærra yfirvalda, sem sagt lögreglu, og skoða þá í kjölfarið hvort lög hafa verið brotin eða ekki,“ segir Pawel. Greint var frá því í morgun að húsið að Skólavörðustíg 36, sem reist var árið 1922, hafi verið rifið í óleyfi í gær. Byggingarfulltrúi sagði að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs. Eigandinn hafi aðeins haft leyfi til að byggja hæð ofan á húsið. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs, er hér fyrir miðri mynd.Vísir/Vilhelm Birgir Örn Arnarson einn eigenda hússins að Skólavörðustíg 36 sagði í samtali við Vísi í dag að ekki hafi staðið til að rífa húsið þegar framkvæmdir hófust. Um óhapp hafi verið að ræða þar sem húsið hafi verið talsvert verr farið en reiknað var með. Þegar reynt var að fjarlægja fúið tréverk í milligólfi hafi framhliðin hrunið. Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. Aðspurður hvort eftirsjá væri að húsinu segir Pawel svo vera. „Það var allavega skoðun á Reykjavíkurborgar á öllum stundum að rífa ekki húsið heldur byggja ofan á það. Það naut ákveðinnar verndar vegna þeirrar götumyndar sem hér er. Mig langar þó að segja, því það eru auðvitað gefin út yfir 1000 byggingarleyfi á hverju ári, að það er ekki algengt að annað hvort slys eða einhvers konar ásetningsbrot, ef svo reynist vera, eigi sér stað þannig að þetta er algjör undantekning,“ segir Pawel en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Húsavernd Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir“ Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. 10. september 2020 11:59 Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að kæra niðurrif hússins við Skólavörðustíg 36 til lögreglu. Þetta segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs, borgarinnar í viðtali við fréttastofu. „Borgin hefur ákveðið, eftir að hafa skoðað málið með lögfræðingum að byggingarfulltrúi og Reykjavíkurborg muni kæra þetta mál til þartilbærra yfirvalda, sem sagt lögreglu, og skoða þá í kjölfarið hvort lög hafa verið brotin eða ekki,“ segir Pawel. Greint var frá því í morgun að húsið að Skólavörðustíg 36, sem reist var árið 1922, hafi verið rifið í óleyfi í gær. Byggingarfulltrúi sagði að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs. Eigandinn hafi aðeins haft leyfi til að byggja hæð ofan á húsið. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs, er hér fyrir miðri mynd.Vísir/Vilhelm Birgir Örn Arnarson einn eigenda hússins að Skólavörðustíg 36 sagði í samtali við Vísi í dag að ekki hafi staðið til að rífa húsið þegar framkvæmdir hófust. Um óhapp hafi verið að ræða þar sem húsið hafi verið talsvert verr farið en reiknað var með. Þegar reynt var að fjarlægja fúið tréverk í milligólfi hafi framhliðin hrunið. Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. Aðspurður hvort eftirsjá væri að húsinu segir Pawel svo vera. „Það var allavega skoðun á Reykjavíkurborgar á öllum stundum að rífa ekki húsið heldur byggja ofan á það. Það naut ákveðinnar verndar vegna þeirrar götumyndar sem hér er. Mig langar þó að segja, því það eru auðvitað gefin út yfir 1000 byggingarleyfi á hverju ári, að það er ekki algengt að annað hvort slys eða einhvers konar ásetningsbrot, ef svo reynist vera, eigi sér stað þannig að þetta er algjör undantekning,“ segir Pawel en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Húsavernd Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir“ Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. 10. september 2020 11:59 Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
„Þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir“ Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. 10. september 2020 11:59
Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23
Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22