Guðrún Brá spilaði betur en Ólafía Þórunn í Sviss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 15:22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir sést hér á Íslandsmótinu á dögunum sem hún vann eftir góðan lokahring. Mynd/GSÍmyndir/SETH Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir og GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafa lokið fyrsta hringnum á VP Bank Swiss Ladies Open mótinu á evrópsku mótaröðinni. Mótið fer fram í Golfpark Holzhäusern við Zugervatn í Sviss. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 55. sæti eftir að hafa klárað á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Guðrún Brá er þó bara þremur höggum frá þriðja sætinu en efst er Svisslendingurinn Kim Metraux á sex höggum undir pari. Guðrún Brá lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari eftir tvo skolla en byrjaði síðan seinni níu á tveimur fuglum eða á þeirri tíundu og þeirri elleftu. Það voru einu fuglar dagsins hjá Guðrúnu sem tapaði höggi á tólftu en paraði síðan sex síðustu holur hringsins. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 70. sæti eftir að hafa klárað á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Ólafía Þórunn fékk fleiri fugla en Guðrún Brá eða þrjá á móti tveimur en Ólafía fékk aftur á móti tvo fleiri skolla en Guðrún. Ólafía Þórunn fékk alls fimm skolla á hringnum þar af á þremur holum í röð á fyrri níu. Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir og GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafa lokið fyrsta hringnum á VP Bank Swiss Ladies Open mótinu á evrópsku mótaröðinni. Mótið fer fram í Golfpark Holzhäusern við Zugervatn í Sviss. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 55. sæti eftir að hafa klárað á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Guðrún Brá er þó bara þremur höggum frá þriðja sætinu en efst er Svisslendingurinn Kim Metraux á sex höggum undir pari. Guðrún Brá lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari eftir tvo skolla en byrjaði síðan seinni níu á tveimur fuglum eða á þeirri tíundu og þeirri elleftu. Það voru einu fuglar dagsins hjá Guðrúnu sem tapaði höggi á tólftu en paraði síðan sex síðustu holur hringsins. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 70. sæti eftir að hafa klárað á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Ólafía Þórunn fékk fleiri fugla en Guðrún Brá eða þrjá á móti tveimur en Ólafía fékk aftur á móti tvo fleiri skolla en Guðrún. Ólafía Þórunn fékk alls fimm skolla á hringnum þar af á þremur holum í röð á fyrri níu.
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira