Einvígi á milli launahæstu leikmanna NFL-deildarinnar í fyrsta leik í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 15:00 Patrick Mahomes og Deshaun Watson eftir leik liða þeirra í úrslitakeppnini í ársbyrjun. Getty/Tom Pennington NFL-meistarar Kansas City Chiefs taka á móti Houston Texans í kvöld í opnunarleik NFL-deildarinnar 2020 og í fyrsta sinn fá íslenskir sjónvarpsáhorfendur að sjá fyrsta leik tímabilsins í beinni. Augu allra verða á nýju milljarðarmæringunum í NFL-deildinni því leikstjórnendur liðanna skrifuðu báðir undir nýja risasamninga fyrir tímabilið. Patrick Mahomes hefur slegið alls konar met inn á vellinum en hann sló annars konar met í sumar þegar hann skrifaði undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti á endanum skilað honum yfir fimm hundruð milljónir Bandaríkjadala eða næstum því sjötíu milljörðum íslenskra króna. "We're going to have to steal their thunder, because we sure as hell can't take their money - they've got a whole lot of that between the two of them."J.J. Watt is looking forward to tonight's QB matchup as much as we are!— Sky Sports NFL (@SkySportsNFL) September 10, 2020 Málið er að leikstjórnandinn í hinu liðinu var líka að fá alvöru launahækkun. Deshaun Watson gekk nýverið frá sínum samningi og fór þá mun hefðbundnari leið en Patrick Mahomes. Deshaun Watson fær allt að 160 milljónum dollara fyrir næstu fjögur tímabil sín með Houston Texans liðinu eða yfir 22 milljarða íslenskra króna. Með þessum samningum eru þeir Patrick Mahomes og Deshaun Watson ekki bara orðnir milljarðamæringar heldur eru þeir tveir launahæstu leikmenn deildarinnar. Week 1 of the 2020 NFL season is here. the @PennLive crew has its picks as football makes its return with #Chiefs vs. #Texans tonight https://t.co/2zLCD18Jfl— Daniel Gallen (@danieljtgallen) September 10, 2020 Patrick Mahomes var valinn í nýliðavalinu 2017 en spilaði bara einn leik á fyrsta tímabilinu sínu. Mahomes sló hins vegar rækilega í gegn á 2018 tímabilinu og var þá kosinn besti leikmaður deildarinnar. Mahomes fylgdi síðan eftir með því að leiða Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl á síðustu leiktíð. Deshaun Watson var valinn í nýliðavalinu 2017 og er að fara byrja sitt fjórða tímabil. Hann gat 26 snertimarkssendingar á síðustu leiktíð og skora sjö snertimörk sjálfur en Houston Texans vann 10 af 16 deildarleikjum sínum. Báðir voru enn að klára nýliðasamninginn sinn en fá nú hærri laun en allir hinir leikmenn deildarinnar. Það er því þeirra að standa undir því í leiknum í kvöld og um leið mun Deshaun Watson og félagar örugglega reyna að hefna tapsins í úrslitakeppninni 2019. .@realrclark25 says Deshaun Watson is about to be Patrick Mahomes biggest rival, not Lamar Jackson, similar to Brady/Manning back in the day. pic.twitter.com/mLMZynB805— First Take (@FirstTake) September 7, 2020 Kansas City Chiefs vann 51-31 sigur á Houston Texans í úrslitakeppninni á síðasta tímabili eftir að Deshaun Watson og félagar höfðu komist í 24-0 í leiknum. Það er hins vegar alltof á von á snilld frá Patrick Mahomes og hann sýndi það enn á ný með því að leiða endurkomuna þar sem hann gaf fimm snertimarkssendingar. Leikur Kansas City Chiefs og Houston Texans verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin rétt eftir miðnætti í kvöld. NFL Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sjá meira
NFL-meistarar Kansas City Chiefs taka á móti Houston Texans í kvöld í opnunarleik NFL-deildarinnar 2020 og í fyrsta sinn fá íslenskir sjónvarpsáhorfendur að sjá fyrsta leik tímabilsins í beinni. Augu allra verða á nýju milljarðarmæringunum í NFL-deildinni því leikstjórnendur liðanna skrifuðu báðir undir nýja risasamninga fyrir tímabilið. Patrick Mahomes hefur slegið alls konar met inn á vellinum en hann sló annars konar met í sumar þegar hann skrifaði undir tíu ára framlengingu á samningi sínum við Kansas City Chiefs sem gæti á endanum skilað honum yfir fimm hundruð milljónir Bandaríkjadala eða næstum því sjötíu milljörðum íslenskra króna. "We're going to have to steal their thunder, because we sure as hell can't take their money - they've got a whole lot of that between the two of them."J.J. Watt is looking forward to tonight's QB matchup as much as we are!— Sky Sports NFL (@SkySportsNFL) September 10, 2020 Málið er að leikstjórnandinn í hinu liðinu var líka að fá alvöru launahækkun. Deshaun Watson gekk nýverið frá sínum samningi og fór þá mun hefðbundnari leið en Patrick Mahomes. Deshaun Watson fær allt að 160 milljónum dollara fyrir næstu fjögur tímabil sín með Houston Texans liðinu eða yfir 22 milljarða íslenskra króna. Með þessum samningum eru þeir Patrick Mahomes og Deshaun Watson ekki bara orðnir milljarðamæringar heldur eru þeir tveir launahæstu leikmenn deildarinnar. Week 1 of the 2020 NFL season is here. the @PennLive crew has its picks as football makes its return with #Chiefs vs. #Texans tonight https://t.co/2zLCD18Jfl— Daniel Gallen (@danieljtgallen) September 10, 2020 Patrick Mahomes var valinn í nýliðavalinu 2017 en spilaði bara einn leik á fyrsta tímabilinu sínu. Mahomes sló hins vegar rækilega í gegn á 2018 tímabilinu og var þá kosinn besti leikmaður deildarinnar. Mahomes fylgdi síðan eftir með því að leiða Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl á síðustu leiktíð. Deshaun Watson var valinn í nýliðavalinu 2017 og er að fara byrja sitt fjórða tímabil. Hann gat 26 snertimarkssendingar á síðustu leiktíð og skora sjö snertimörk sjálfur en Houston Texans vann 10 af 16 deildarleikjum sínum. Báðir voru enn að klára nýliðasamninginn sinn en fá nú hærri laun en allir hinir leikmenn deildarinnar. Það er því þeirra að standa undir því í leiknum í kvöld og um leið mun Deshaun Watson og félagar örugglega reyna að hefna tapsins í úrslitakeppninni 2019. .@realrclark25 says Deshaun Watson is about to be Patrick Mahomes biggest rival, not Lamar Jackson, similar to Brady/Manning back in the day. pic.twitter.com/mLMZynB805— First Take (@FirstTake) September 7, 2020 Kansas City Chiefs vann 51-31 sigur á Houston Texans í úrslitakeppninni á síðasta tímabili eftir að Deshaun Watson og félagar höfðu komist í 24-0 í leiknum. Það er hins vegar alltof á von á snilld frá Patrick Mahomes og hann sýndi það enn á ný með því að leiða endurkomuna þar sem hann gaf fimm snertimarkssendingar. Leikur Kansas City Chiefs og Houston Texans verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin rétt eftir miðnætti í kvöld.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sjá meira