Lögmaður Nelsons Mandela látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 22:47 Bizos og Mandela árið 2008. Denis Farrell/AP George Bizos, sem var meðal annars lögfræðingur Nelsons Mandela og annarra baráttumanna fyrir kynþáttajafnrétti í Suður-Afríku á sjöunda áratugnum, er látinn. Hann var 92 ára gamall. Fjölskylda Bizos segir þá að hann hafi farið í friði á heimili sínu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins en þar er haft eftir Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, að Bizos hafi lagt mikið af mörkum í uppbyggingu lýðræðis í landinu. Bizos var fæddur í Grikklandi árið 1927. Þegar hann var 13 ára flúði hann með fjölskyldu sinni til Suður-Afríku vegna seinni hemsstyrjaldarinnar. Hann settist að í Jóhannesarborg þar sem hann lærði síðar lögfræði. Bizos er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið með Nelson Mandela, sem var forseti Suður-Afríku á árunum 1994 til 1999. Mandela var fyrsti svarti leiðtogi Suður-Afríku og sá fyrsti til að vera kjörinn lýðræðislega. Árið 1956 var Mandela ákærður fyrir landráð en þá hafði hann staðið í baráttu fyrir auknum réttindum svartra í Suður-Afríku og afnámi aðskilnaðarstefnunnar sem var þar við lýði. Bizos varði hann í þeim réttarhöldum, sem lauk með sýknu. Mandela var aftur ákærður árið 1964, þá fyrir að hafa ætlað að steypa af stóli þáverandi stjórnvöldum landsins. Bizos varði hann einnig í þeim réttarhöldum en svo fór að Mandela var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann var þó látinn laus árið 1990. Eins og áður sagði varð hann forseti árið 1995. „Vinskapur hans [Bizos] og Mandela náði yfir meira en sjö áratugi og var sögulegur,“ segir í yfirlýsingu frá minningarsjóði Nelson Mandela vegna dauða Bizos. Eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku tók Bizos stóran þátt í gerð nýrrar stjórnarskrár landsins og tók að sé mál fyrir fjölskyldur fólks sem var drepið á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Í einu af síðustu málunum sem Bizos tók að sér vann hann bætur fyrir fjölskyldur 34 námuverkamanna sem voru drepnir af suðurafrísku lögreglunni árið 2012. Suður-Afríka Andlát Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
George Bizos, sem var meðal annars lögfræðingur Nelsons Mandela og annarra baráttumanna fyrir kynþáttajafnrétti í Suður-Afríku á sjöunda áratugnum, er látinn. Hann var 92 ára gamall. Fjölskylda Bizos segir þá að hann hafi farið í friði á heimili sínu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins en þar er haft eftir Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, að Bizos hafi lagt mikið af mörkum í uppbyggingu lýðræðis í landinu. Bizos var fæddur í Grikklandi árið 1927. Þegar hann var 13 ára flúði hann með fjölskyldu sinni til Suður-Afríku vegna seinni hemsstyrjaldarinnar. Hann settist að í Jóhannesarborg þar sem hann lærði síðar lögfræði. Bizos er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið með Nelson Mandela, sem var forseti Suður-Afríku á árunum 1994 til 1999. Mandela var fyrsti svarti leiðtogi Suður-Afríku og sá fyrsti til að vera kjörinn lýðræðislega. Árið 1956 var Mandela ákærður fyrir landráð en þá hafði hann staðið í baráttu fyrir auknum réttindum svartra í Suður-Afríku og afnámi aðskilnaðarstefnunnar sem var þar við lýði. Bizos varði hann í þeim réttarhöldum, sem lauk með sýknu. Mandela var aftur ákærður árið 1964, þá fyrir að hafa ætlað að steypa af stóli þáverandi stjórnvöldum landsins. Bizos varði hann einnig í þeim réttarhöldum en svo fór að Mandela var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann var þó látinn laus árið 1990. Eins og áður sagði varð hann forseti árið 1995. „Vinskapur hans [Bizos] og Mandela náði yfir meira en sjö áratugi og var sögulegur,“ segir í yfirlýsingu frá minningarsjóði Nelson Mandela vegna dauða Bizos. Eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku tók Bizos stóran þátt í gerð nýrrar stjórnarskrár landsins og tók að sé mál fyrir fjölskyldur fólks sem var drepið á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Í einu af síðustu málunum sem Bizos tók að sér vann hann bætur fyrir fjölskyldur 34 námuverkamanna sem voru drepnir af suðurafrísku lögreglunni árið 2012.
Suður-Afríka Andlát Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira