Austurland - heimsyfirráð eða dauði... Sigurður Ragnarsson skrifar 9. september 2020 16:00 Það standa fyrir dyrum kosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, en markmiðið er klárlega ekki heimsyfirráð og því síður dauði, fyrirsögnin er bara til að ná athygli. Því hefur oft verið haldið fram að sameiningar sveitarfélaga séu bara nauðvörn til að halda uppi lögbundinni þjónustu, en svo tel ég ekki vera um þessa sameiningu. Þetta er miklu meira og á að vera það. Það er ekki markmið okkar að standa vörð, heldur sækja fram. Við setjum okkur háleit og skýr markmið, um fólksfjölgun, fjölgun starfa og eflingu á alla lund. Við getum allt, en fyrsta kerfið er að átta okkur á því hvers við erum megnug. En það eru ljón í veginum, bæði kerfisleg og heimatilbúin. Skipulagsgerð hefur verið til alltof skamms tíma og ekki horft nema út kjörtímabilið eða rúmlega það. Þröng túlkun laga og reglugerða hefur ýtt undir þetta og sérfræðingar á þessu sviði ekki slegið hendinni móti sífelldri endurskoðun og breytingum.Slíkt er atvinnuskapandi, en afar illa farið með faglega framsýni , sköpunarkraft og fjármuni íbúa.Aðalskipulag á að túlka meginlínur til langs tíma og deiliskipulag að vera nákvæmari útfærsla og það er síðan sveitarfélagsins að ákveða hvenær deiliskipulag kallar á breytingu aðalskipulags, eða hvort breytingin er lítilháttar. Núna er aðalskipulag nánast eins og rándýr loftmynd af núverandi ástandi, en enginn hefur hugmynd um hvernig við ætlum að sjá sveitarfélagið til næstu 30-40 ára, sem ætti að vera markmiðið. Hvernig sem þessar kosningar fara þá vona ég að menn fari að hugsa miklu lengra og öll framboð komi sér saman um meginlínur aðalskipulags til næstu áratuga með þá framsýni að leiðarljósi að innan 30 ára verði fólksfjöldi í sveitarfélaginu ekki undir 15-20 þúsund manns, sem myndi gjörbreyta rekstri og þjónustustigi innan þess. Það eiga eftir að verða miklir þjóðflutningar á næstu árum og þá verðum við að vera tilbúin. Þetta skiptir SVO miklu máli því ef framtíðarsýnin er sterk og samstaðan góð um meginlínur, svo sem uppbyggingu vegakerfis, flugvalla, hafna og íbúða- og atvinnulóða, þá er miklu auðveldara að selja hugmyndina fyrir nýbúa, ríkisstjórn og alþingismenn, þeir myndu beinlínis missa vatn af hrifningu. Og hugsið ykkur alla möguleikana sem skapast með því að hugsa um sveitarfélagið sem eina heild, samvinna skóla, íþróttastarfs, menningar og lista, og svo framvegis.Fullkomið bíóhús á Seyðisfirði, afríkskan skemmtigarð í Kongó, októberfest á Borgarfirði og adrenalíngarð ofan Eyvindarár á Egilsstöðum, þar sem ferðin byrjar með mest óvekjandi göngubrú á norðurhveli jarðar. Hugsið ykkur bara, þetta eru ekki draumórar því allt þetta er mannanna verk, ekki náttúrulögmál. Byggðastofnun vinnur flott starf til uppbyggingar á landsbyggðinni, en á sama tíma er haldið úti algjörlega úreltum lögum sem beinlínis hamlar dreifbýlinu. Til dæmis borgar dreifbýlið sérstakan taxta á dreifingu rafmagns, nota bene, frá þéttbýlinu þar sem ekkert rafmagn er framleitt, og það hamlar allri atvinnustarfsemi í sveitum og jafnvel í útjaðri þéttbýla.Það er augljóst að slík lög voru hugsuð á meðan rafmagni væri komið á alla dreifbýlisstaði, en virkar nú letjandi fyrir Rarik og hæsta verðið greitt þar sem þjónustan er lökust. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fá framlög í samræmi við eitthvað landsmeðaltal, sem endurspeglar á engan hátt raunkostnað og eru því alltaf fjársvelt, sem aftur leiðir til óþarfa vísana á mun dýrari úrræði. Reyndar held ég að eitt stærsta vandamál stofnana séu excel-sérfræðingarnir sem trúa orðið svo stíft á líkönin sín að þeir eru hættir að nota skynsemina.Lesa ekki á milli lína og skilja ekki lengur hvað sparnaður í einum kassa getur þýtt meiri kostnað í þeim næsta.Alltof mikil og nákvæm deildarskipting er þáttur í þessu. Byggðastofnun með hjálp þingsins hlýtur að vilja stoppa ýmiskonar mismunum gagnvart landsbyggðinni,sem þrífst í skjóli úreltra laga og reglugerða, og þegar það tekst þá mætti afnema misvægi atkvæða í leiðinni. ALLIR þegnar landsins eiga að hafa sama rétt. Nóg að sinni, meira seinna, góðar stundir. Höfundur skipar 7. sæti fyrir Miðflokkinn í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi í kosningunum 19. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Það standa fyrir dyrum kosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, en markmiðið er klárlega ekki heimsyfirráð og því síður dauði, fyrirsögnin er bara til að ná athygli. Því hefur oft verið haldið fram að sameiningar sveitarfélaga séu bara nauðvörn til að halda uppi lögbundinni þjónustu, en svo tel ég ekki vera um þessa sameiningu. Þetta er miklu meira og á að vera það. Það er ekki markmið okkar að standa vörð, heldur sækja fram. Við setjum okkur háleit og skýr markmið, um fólksfjölgun, fjölgun starfa og eflingu á alla lund. Við getum allt, en fyrsta kerfið er að átta okkur á því hvers við erum megnug. En það eru ljón í veginum, bæði kerfisleg og heimatilbúin. Skipulagsgerð hefur verið til alltof skamms tíma og ekki horft nema út kjörtímabilið eða rúmlega það. Þröng túlkun laga og reglugerða hefur ýtt undir þetta og sérfræðingar á þessu sviði ekki slegið hendinni móti sífelldri endurskoðun og breytingum.Slíkt er atvinnuskapandi, en afar illa farið með faglega framsýni , sköpunarkraft og fjármuni íbúa.Aðalskipulag á að túlka meginlínur til langs tíma og deiliskipulag að vera nákvæmari útfærsla og það er síðan sveitarfélagsins að ákveða hvenær deiliskipulag kallar á breytingu aðalskipulags, eða hvort breytingin er lítilháttar. Núna er aðalskipulag nánast eins og rándýr loftmynd af núverandi ástandi, en enginn hefur hugmynd um hvernig við ætlum að sjá sveitarfélagið til næstu 30-40 ára, sem ætti að vera markmiðið. Hvernig sem þessar kosningar fara þá vona ég að menn fari að hugsa miklu lengra og öll framboð komi sér saman um meginlínur aðalskipulags til næstu áratuga með þá framsýni að leiðarljósi að innan 30 ára verði fólksfjöldi í sveitarfélaginu ekki undir 15-20 þúsund manns, sem myndi gjörbreyta rekstri og þjónustustigi innan þess. Það eiga eftir að verða miklir þjóðflutningar á næstu árum og þá verðum við að vera tilbúin. Þetta skiptir SVO miklu máli því ef framtíðarsýnin er sterk og samstaðan góð um meginlínur, svo sem uppbyggingu vegakerfis, flugvalla, hafna og íbúða- og atvinnulóða, þá er miklu auðveldara að selja hugmyndina fyrir nýbúa, ríkisstjórn og alþingismenn, þeir myndu beinlínis missa vatn af hrifningu. Og hugsið ykkur alla möguleikana sem skapast með því að hugsa um sveitarfélagið sem eina heild, samvinna skóla, íþróttastarfs, menningar og lista, og svo framvegis.Fullkomið bíóhús á Seyðisfirði, afríkskan skemmtigarð í Kongó, októberfest á Borgarfirði og adrenalíngarð ofan Eyvindarár á Egilsstöðum, þar sem ferðin byrjar með mest óvekjandi göngubrú á norðurhveli jarðar. Hugsið ykkur bara, þetta eru ekki draumórar því allt þetta er mannanna verk, ekki náttúrulögmál. Byggðastofnun vinnur flott starf til uppbyggingar á landsbyggðinni, en á sama tíma er haldið úti algjörlega úreltum lögum sem beinlínis hamlar dreifbýlinu. Til dæmis borgar dreifbýlið sérstakan taxta á dreifingu rafmagns, nota bene, frá þéttbýlinu þar sem ekkert rafmagn er framleitt, og það hamlar allri atvinnustarfsemi í sveitum og jafnvel í útjaðri þéttbýla.Það er augljóst að slík lög voru hugsuð á meðan rafmagni væri komið á alla dreifbýlisstaði, en virkar nú letjandi fyrir Rarik og hæsta verðið greitt þar sem þjónustan er lökust. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fá framlög í samræmi við eitthvað landsmeðaltal, sem endurspeglar á engan hátt raunkostnað og eru því alltaf fjársvelt, sem aftur leiðir til óþarfa vísana á mun dýrari úrræði. Reyndar held ég að eitt stærsta vandamál stofnana séu excel-sérfræðingarnir sem trúa orðið svo stíft á líkönin sín að þeir eru hættir að nota skynsemina.Lesa ekki á milli lína og skilja ekki lengur hvað sparnaður í einum kassa getur þýtt meiri kostnað í þeim næsta.Alltof mikil og nákvæm deildarskipting er þáttur í þessu. Byggðastofnun með hjálp þingsins hlýtur að vilja stoppa ýmiskonar mismunum gagnvart landsbyggðinni,sem þrífst í skjóli úreltra laga og reglugerða, og þegar það tekst þá mætti afnema misvægi atkvæða í leiðinni. ALLIR þegnar landsins eiga að hafa sama rétt. Nóg að sinni, meira seinna, góðar stundir. Höfundur skipar 7. sæti fyrir Miðflokkinn í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi í kosningunum 19. september næstkomandi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun