Fúlt að ná ekki að dekka allt landið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. september 2020 15:00 Eva Laufey segir að það hafi verið magnað að skoða matvælaframleiðsluna hér á landi. Mynd/Eva Laufey Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir ferðaðist í sumar um landið með matarvagn og kynntist í leiðinni matarmenningu Íslendinga. Sýnt verður frá ævintýrinu í þáttunum Matarbíll Evu sem fara af stað á Stöð 2 í kvöld. Samkomubannið hafði áhrif á tökurnar fyrir þættina og Eva náði ekki að klára heimsóknirnar. „Við heimsóttum nokkur bæjarfélög, kynntumst hráefninu á hverjum stað og bjuggum til samloku með því hráefni, sem við buðum upp á í matarvagninum. Hugmyndin kom bara til mín einn daginn þegar ég var fyrir austan að taka upp innslag fyrir Ísland í dag, þá var ég að skoða matvælaframleiðslu á Djúpavogi og ég hugsaði að ég ætti að gera meira af þessu, að skoða hvað það er mikil nýsköpun og gróska í matvælaframleiðslu um allt land.“ Eva náði að heimsækja Þorlákshöfn, Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir og Húsavík áður en heimsfaraldurinn breytti þeirra tökuáætlun. „Ég var heppin að fá frábært tökulið með mér, framleiðandi þáttanna, tökumaður, hljóðmaður og svo vinkona mín hún Sandra sem var mér til halds og trausts. Við skiptum ferðinni upp, tókum okkur frí í júlí og ætluðum svo að leggja í hann í byrjun ágúst en þá skall seinni bylgjan af kórónuveirunni á og samkomutakmarkanir í leiðinni. Þetta setti strik í reikninginn þar sem okkar markmið var að búa til matarhátíð á hverjum stað og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur. Því var ljóst að við gætum ekki farið af stað með sama hætti í byrjun ágúst og þá áttum við eftir Vestfirði og Vesturland. Það var fúlt að ná ekki að dekka allt landið en svona er þetta bara.“ Eva naut sín á ferðalaginu í sumar.Mynd/Eva Laufey Eva segir að tökurnar hafi annars gengið mjög vel, þetta hafi verið mikil keyrsla en vel þess virði. „Við vorum í tvo daga á hverjum stað, hittum ótrúlega skemmtilegt fólk og svo var undirbúningurinn fyrir matarhátíðina og matarhátíðin sjálf. Við höfðum ekki marga klukkutíma en við náðum að skipuleggja okkur vel og þetta heppnaðist sem betur fer. Við fengum ótrúlega viðtökur, bæði voru allir tilbúnir að hjálpa okkur og svo voru heimamenn mjög duglegir að mæta. Ég hélt í alvörunni í smá stund, bara smá ,að ég myndi standa ein í vagninum og enginn myndi mæta en blessunarlega hafði ég rangt fyrir mér og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur á hverjum stað og þetta fór fram úr mínum björtustu vonum.“ Skemmtilegast fannst Evu að hitta framleiðendur um allt land. Tökurnar fóru fram víða um landið í sumar.Mynd/Eva Laufey „Það er svo margt spennandi í gangi, að fá tækifæri til þess að kynnast landinu betur og prófa allskyns skemmtilega afþreyingu og fá að skapa matarhátíð sem var alveg geggjað.“ Eva segir að fjölbreytnin og framleiðslan í landinu hafi komið á óvart og hversu mikið er lagt í matvælaframleiðsluna hjá öllu duglega fólkinu sem þar starfar. „Það er ekkert grín að fara út í rekstur og framleiðslu en ég hitti fólk sem er með svo mikla ástríðu fyrir því sem þau eru að gera og það er magnað hvað þau ná að skapa. Ég ber mikla virðingu fyrir viðmælendunum mínum og vörunum þeirra. Algjör snillingar,“ segir Eva að lokum. Matur Eva Laufey Matvælaframleiðsla Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir ferðaðist í sumar um landið með matarvagn og kynntist í leiðinni matarmenningu Íslendinga. Sýnt verður frá ævintýrinu í þáttunum Matarbíll Evu sem fara af stað á Stöð 2 í kvöld. Samkomubannið hafði áhrif á tökurnar fyrir þættina og Eva náði ekki að klára heimsóknirnar. „Við heimsóttum nokkur bæjarfélög, kynntumst hráefninu á hverjum stað og bjuggum til samloku með því hráefni, sem við buðum upp á í matarvagninum. Hugmyndin kom bara til mín einn daginn þegar ég var fyrir austan að taka upp innslag fyrir Ísland í dag, þá var ég að skoða matvælaframleiðslu á Djúpavogi og ég hugsaði að ég ætti að gera meira af þessu, að skoða hvað það er mikil nýsköpun og gróska í matvælaframleiðslu um allt land.“ Eva náði að heimsækja Þorlákshöfn, Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir og Húsavík áður en heimsfaraldurinn breytti þeirra tökuáætlun. „Ég var heppin að fá frábært tökulið með mér, framleiðandi þáttanna, tökumaður, hljóðmaður og svo vinkona mín hún Sandra sem var mér til halds og trausts. Við skiptum ferðinni upp, tókum okkur frí í júlí og ætluðum svo að leggja í hann í byrjun ágúst en þá skall seinni bylgjan af kórónuveirunni á og samkomutakmarkanir í leiðinni. Þetta setti strik í reikninginn þar sem okkar markmið var að búa til matarhátíð á hverjum stað og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur. Því var ljóst að við gætum ekki farið af stað með sama hætti í byrjun ágúst og þá áttum við eftir Vestfirði og Vesturland. Það var fúlt að ná ekki að dekka allt landið en svona er þetta bara.“ Eva naut sín á ferðalaginu í sumar.Mynd/Eva Laufey Eva segir að tökurnar hafi annars gengið mjög vel, þetta hafi verið mikil keyrsla en vel þess virði. „Við vorum í tvo daga á hverjum stað, hittum ótrúlega skemmtilegt fólk og svo var undirbúningurinn fyrir matarhátíðina og matarhátíðin sjálf. Við höfðum ekki marga klukkutíma en við náðum að skipuleggja okkur vel og þetta heppnaðist sem betur fer. Við fengum ótrúlega viðtökur, bæði voru allir tilbúnir að hjálpa okkur og svo voru heimamenn mjög duglegir að mæta. Ég hélt í alvörunni í smá stund, bara smá ,að ég myndi standa ein í vagninum og enginn myndi mæta en blessunarlega hafði ég rangt fyrir mér og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur á hverjum stað og þetta fór fram úr mínum björtustu vonum.“ Skemmtilegast fannst Evu að hitta framleiðendur um allt land. Tökurnar fóru fram víða um landið í sumar.Mynd/Eva Laufey „Það er svo margt spennandi í gangi, að fá tækifæri til þess að kynnast landinu betur og prófa allskyns skemmtilega afþreyingu og fá að skapa matarhátíð sem var alveg geggjað.“ Eva segir að fjölbreytnin og framleiðslan í landinu hafi komið á óvart og hversu mikið er lagt í matvælaframleiðsluna hjá öllu duglega fólkinu sem þar starfar. „Það er ekkert grín að fara út í rekstur og framleiðslu en ég hitti fólk sem er með svo mikla ástríðu fyrir því sem þau eru að gera og það er magnað hvað þau ná að skapa. Ég ber mikla virðingu fyrir viðmælendunum mínum og vörunum þeirra. Algjör snillingar,“ segir Eva að lokum.
Matur Eva Laufey Matvælaframleiðsla Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira