Mircosoft opinberaði í dag hvað nýjustu leikjatölvur fyrirtækisins mun kosta og að þær muni rata í hillur verslana þann 10. nóvember. Nýjasta leikjatölvan, Xbox, verður gefin út í tveimur útgáfum. Xbox Series X er stærri og dýrari útgáfan og stendur til að selja hana vestanhafs á 499 dali. Minni útgáfan, Xbox Series S, er ekki jafn öflug og hin útgáfan, með minna geymslupláss og ekkert geisladrif en kostar eingöngu 299 dali.
Hægt verður að spila næstu kynslóð leikja í tölvunni en þeir munu án efa ekki líta jafn vel út.
Ekki liggur fyrir hvað tölvurnar munu kosta hérna á Íslandi en gróflega reiknað eru 499 dalir um 70 þúsund krónur. 299 dalir eru um það bil 42 þúsund krónur.
Upplýsingum um Series S hafði verið lekið á netið fyrr í dag, áður en Microsoft staðfesti fregnirnar. Þetta ku vera minnsta leikjatölva sem Microsoft hefur framleitt.
Í tístum frá Xbox segir að frekari upplýsingar verið veittar fljótlega.
Sony hefur enn ekki gefið út hvað Playstation 5 mun kosta eða hvenær hún verður gefin út. Í rauninni hafa bæði fyrirtækin stigið mjög varlega til jarðar í þessum málum og má leiða líkur að því að lekar síðustu daga hafi þvingað starfsmenn Microsoft til að opinbera upplýsingar sem ekki stóð til að opinbera strax.
Xbox Series S
— Xbox (@Xbox) September 8, 2020
All-digital next-gen console
Faster load times
Higher frame rates
Richer, more dynamic worlds
Next generation gaming performance
In our smallest Xbox ever#PowerYourDreams pic.twitter.com/5GxCBiSVtO
Xbox Series S means next-gen performance
— Xbox (@Xbox) September 8, 2020
All-digital gaming experience
1440P at up to 120FPS
4K upscaling for games
DirectX Raytracing
Variable Rate Shading
Variable Refresh Rate#PowerYourDreams pic.twitter.com/hw7K11kADV