Segir kerfið hafa brugðist börnum með ADHD Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. september 2020 20:55 Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Jóhanna Gunnarsdóttir er móðir drengs í fjórða bekk. Þegar hann var að klára annan bekk í grunnskóla vöknuðu grunsemdir hjá foreldrum og kennurum um að eitthvað væri að hrjá hann. Allt skólaár þriðja bekkjar fór í að greina drenginn hjá skólasálfræðingi og var hann að lokum greindur með ADHD í vor. „Mér var rétt greiningin og sagt til hamingju nú er greining komin. Nú ferð þú bara til læknis og færð aðstoðina,“ segir Jóhanna. Hafði hún þá samband við heimilislækni sem tjáði henni að hann vissi ekki um neinn lækni sem tæki við nýjum sjúklingum. „Svo sagði hann ef þú finnur einhverja lækna, hafðu þá samband við mig og ég skal gefa þér beiðni þangað.“ Hún hafði þá sjálf samband við lækna en kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Alls staðar sem ég hringdi. Ég hringdi ekki á einn, tvo, þrjá staði. Ég hringdi á marga staði og eina svarið sem ég fékk var því miður við tökum ekki við nýjum krökkum,“ segir Jóhanna. Hún segir alvarlegt að geta ekki treyst á kerfið til að hjálpa börnum í vanda. „Það er enga hjálp að fá. Eina sem okkur var sagt að gera var að hafa samband við einhvern sem þekkir einhvern sem getur pínt einhvern til að taka hann að sér. Og ef þetta er staðan á Íslandi þá erum við í alvarlegum málum.“ Hún segir að þessu fylgir mikil vanlíðan fyrir drenginn. „Vöntunin er að heilsugæslan viti hvert á að leita og hvert á að beina manni. En það er auðvitað ekki hægt að beina manni neitt nema það séu læknar til.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Móðir drengs sem greindur er með ADHD segir kerfið hafa brugðist börnum með greiningar. Hún segir enga hjálp að fá þar sem mikil vöntun sé á læknum sem þjónusta börn með ADHD. Jóhanna Gunnarsdóttir er móðir drengs í fjórða bekk. Þegar hann var að klára annan bekk í grunnskóla vöknuðu grunsemdir hjá foreldrum og kennurum um að eitthvað væri að hrjá hann. Allt skólaár þriðja bekkjar fór í að greina drenginn hjá skólasálfræðingi og var hann að lokum greindur með ADHD í vor. „Mér var rétt greiningin og sagt til hamingju nú er greining komin. Nú ferð þú bara til læknis og færð aðstoðina,“ segir Jóhanna. Hafði hún þá samband við heimilislækni sem tjáði henni að hann vissi ekki um neinn lækni sem tæki við nýjum sjúklingum. „Svo sagði hann ef þú finnur einhverja lækna, hafðu þá samband við mig og ég skal gefa þér beiðni þangað.“ Hún hafði þá sjálf samband við lækna en kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Alls staðar sem ég hringdi. Ég hringdi ekki á einn, tvo, þrjá staði. Ég hringdi á marga staði og eina svarið sem ég fékk var því miður við tökum ekki við nýjum krökkum,“ segir Jóhanna. Hún segir alvarlegt að geta ekki treyst á kerfið til að hjálpa börnum í vanda. „Það er enga hjálp að fá. Eina sem okkur var sagt að gera var að hafa samband við einhvern sem þekkir einhvern sem getur pínt einhvern til að taka hann að sér. Og ef þetta er staðan á Íslandi þá erum við í alvarlegum málum.“ Hún segir að þessu fylgir mikil vanlíðan fyrir drenginn. „Vöntunin er að heilsugæslan viti hvert á að leita og hvert á að beina manni. En það er auðvitað ekki hægt að beina manni neitt nema það séu læknar til.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira