Adda Örnólfs látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2020 11:44 Adda Örnólfs söng lög sem flestum Íslendingum eru að góðu kunn. Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir söngkona, betur þekkt sem Adda Örnólfs, er látin. Adda lést á Landakotsspítala 2. september síðastliðinn, 85 ára að aldri. Greint er frá andláti Öddu í Morgunblaðinu í dag. Adda var ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar á árum áður og söng eftirminnileg lög á plötur, eins og Bella símamær, Nótt í Atlavík og Bjarni og nikkan. Adda fæddist á Suðureyri í Súgandafirði 4. maí árið 1935 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Örnólfur Valdimarsson útgerðarmaður og Ragnhildur Þorvarðardóttir, húsmóðir og organisti við Suðureyrarkirkju. Adda Örnólfs á sínum yngri árum. Tíu ára flutti Adda til Reykjavíkur og skaust upp á stjörnuhimininn í söngvarakeppni á vegum KK sextettsins árið 1953, ásamt Ellý Vilhjálms og fleiri söngvurum. Á árunum sem í hönd fóru kom hún víða fram en lengst var hún söngkona Aages Lorange og hljóðfæraleikara hans, sem voru með eins konar húshljómsveit í Tjarnarkaffi við Vonarstræti í Reykjavík. Á ferli Öddu voru hljóðrituð nærri 20 lög með henni sem komu út á hljómplötum. Adda hætti að mestu að syngja opinberlega 1959 en lögin hennar hafa komið út á safnplötum og eru enn reglulega spiluð í útvarpi. Eftirlifandi eiginmaður Öddu er Þórhallur Helgason. Börn þeirra eru Helgi, Þóra Björg og Ragnhildur Dóra. Arnbjörg og Þórhallur eiga sex barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Meðal þeirra sem minnast Öddu er Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík. Sorgarfrétt. Las í morgun að Adda væri dáin, en hún var barnapía hjá foreldrum mínum og hélt góðu sambandi við þau alla...Posted by Þórunn Sigurðardóttir on Monday, September 7, 2020 Ragnhildur Dóra er sópransöngkona og hefur fetað í fótspor móður sinnar. Hún ræddi um móður sína í viðtali í Fréttablaðinu árið 2014. „Mamma var uppgötvuð í söngprufum sem KK sextettinn hélt í Gúttó árið 1953. Þar var hún valin úr hópi annarra söngvara til þessa að syngja þar,“ segir Ragnhildur. Eftir það söng hún inn á plötur með tónlistarmönnum eins og Ólafi Briem og Smárakvartettinum, ásamt því að koma fram við hin ýmsu tækifæri. Lengst af var hún söngkona Aage Lorange og hljómsveitar sem spiluðu í Tjarnarkaffi í Reykjavík. Ragnhildur hætti að mestu að syngja opinberlega í kringum 1960 en óhætt er að segja að ferillinn hafi verið farsæll, þótt stuttur væri. „Það voru ekki margar konur að syngja þá. Ingibjörg Þorbergs, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Ellý Vilhjálms voru vinsælar, en það voru auðvitað miklu fleiri karlmenn í tónlistargeiranum þá. Það var erfiðara fyrir þær að sameina fjölskyldulíf og tónlistarferil en karlana,“ segir Ragnhildur Andlát Tónlist Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir söngkona, betur þekkt sem Adda Örnólfs, er látin. Adda lést á Landakotsspítala 2. september síðastliðinn, 85 ára að aldri. Greint er frá andláti Öddu í Morgunblaðinu í dag. Adda var ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar á árum áður og söng eftirminnileg lög á plötur, eins og Bella símamær, Nótt í Atlavík og Bjarni og nikkan. Adda fæddist á Suðureyri í Súgandafirði 4. maí árið 1935 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Örnólfur Valdimarsson útgerðarmaður og Ragnhildur Þorvarðardóttir, húsmóðir og organisti við Suðureyrarkirkju. Adda Örnólfs á sínum yngri árum. Tíu ára flutti Adda til Reykjavíkur og skaust upp á stjörnuhimininn í söngvarakeppni á vegum KK sextettsins árið 1953, ásamt Ellý Vilhjálms og fleiri söngvurum. Á árunum sem í hönd fóru kom hún víða fram en lengst var hún söngkona Aages Lorange og hljóðfæraleikara hans, sem voru með eins konar húshljómsveit í Tjarnarkaffi við Vonarstræti í Reykjavík. Á ferli Öddu voru hljóðrituð nærri 20 lög með henni sem komu út á hljómplötum. Adda hætti að mestu að syngja opinberlega 1959 en lögin hennar hafa komið út á safnplötum og eru enn reglulega spiluð í útvarpi. Eftirlifandi eiginmaður Öddu er Þórhallur Helgason. Börn þeirra eru Helgi, Þóra Björg og Ragnhildur Dóra. Arnbjörg og Þórhallur eiga sex barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Meðal þeirra sem minnast Öddu er Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík. Sorgarfrétt. Las í morgun að Adda væri dáin, en hún var barnapía hjá foreldrum mínum og hélt góðu sambandi við þau alla...Posted by Þórunn Sigurðardóttir on Monday, September 7, 2020 Ragnhildur Dóra er sópransöngkona og hefur fetað í fótspor móður sinnar. Hún ræddi um móður sína í viðtali í Fréttablaðinu árið 2014. „Mamma var uppgötvuð í söngprufum sem KK sextettinn hélt í Gúttó árið 1953. Þar var hún valin úr hópi annarra söngvara til þessa að syngja þar,“ segir Ragnhildur. Eftir það söng hún inn á plötur með tónlistarmönnum eins og Ólafi Briem og Smárakvartettinum, ásamt því að koma fram við hin ýmsu tækifæri. Lengst af var hún söngkona Aage Lorange og hljómsveitar sem spiluðu í Tjarnarkaffi í Reykjavík. Ragnhildur hætti að mestu að syngja opinberlega í kringum 1960 en óhætt er að segja að ferillinn hafi verið farsæll, þótt stuttur væri. „Það voru ekki margar konur að syngja þá. Ingibjörg Þorbergs, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Ellý Vilhjálms voru vinsælar, en það voru auðvitað miklu fleiri karlmenn í tónlistargeiranum þá. Það var erfiðara fyrir þær að sameina fjölskyldulíf og tónlistarferil en karlana,“ segir Ragnhildur
Andlát Tónlist Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira