Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 11:13 Cheng Lei fæddist í Kína en er ástralskur ríkisborgari. Hún hvarf skyndilega af sjónvarpsskjánum um virtist hafa slitið samskiptum við vini og fjölskyldu um miðjan ágúst. Síðar kom í ljós að kínversk stjórnvöld héldu henni fanginni. AP/Ng Han Guan Stjórnvöld í Beijing halda því fram að áströlsk fréttakona sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. Samskipti Ástralía og Kína hafa farið stirðnandi og tengdu sumir handtöku Cheng við deilurnar. Cheng Lei er viðskiptafréttaritari enskumælandi sjónvarpsstöðvarinnar CGTN í Beijing. Hún var tekin höndum 14. ágúst en engar skýringar hafa verið gefnar á handtökunni fyrr en nú. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði að Cheng hefði verið handtekin af þjóðaröryggisástæðum og að rannsókn væri í gangi. Hann veitti engar upplýsingar um hvers kyns glæpi Cheng á að hafa framið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ástralskir fréttamenn hafa yfirgefið Kína undanfarið eftir handtökuna að ráðum erindreka stjórnvalda í Canberra. Kínversk stjórnvöld yfirheyrðu þá síðustu áður þeir fóru úr landi. ABC-sjónvarpsstöðin í Ástralíu segir að Bill Birtles, fréttamaður hennar, hafi ekki verið spurður um sín eigin störf eða hegðun í Kína heldur um Cheng. Sjö kínverskir lögreglumenn mættu í íbúð hans þegar hann hélt kveðjuhóf með vinum sínum. Þeir sögðu Birtles að hann gæti ekki farið úr landi og þyrfti að gefa skýrslu um „þjóðaröryggismál“. Áströlsk stjórnvöld hafa sakað kínversk um afskipti af samfélagsmálum þar. Samskipti ríkjanna versnuðu til muna eftir að ástralska ríkisstjórnin lýsti stuðningi við alþjóðlega rannsókn á upptökum kórónuveiruheimsfaraldursins. Veiran blossaði fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í vetur. Stjórnvöld í Beijing brugðust við með því að leggja tolla á innfluttar vörur frá Ástralíu, þar á meðal nautakjöt, bygg og vín. Vöruðu þau einnig kínverska ferða- og námsmenn við kynþáttahyggju í Ástralíu. Kína Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Stjórnvöld í Beijing halda því fram að áströlsk fréttakona sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. Samskipti Ástralía og Kína hafa farið stirðnandi og tengdu sumir handtöku Cheng við deilurnar. Cheng Lei er viðskiptafréttaritari enskumælandi sjónvarpsstöðvarinnar CGTN í Beijing. Hún var tekin höndum 14. ágúst en engar skýringar hafa verið gefnar á handtökunni fyrr en nú. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði að Cheng hefði verið handtekin af þjóðaröryggisástæðum og að rannsókn væri í gangi. Hann veitti engar upplýsingar um hvers kyns glæpi Cheng á að hafa framið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ástralskir fréttamenn hafa yfirgefið Kína undanfarið eftir handtökuna að ráðum erindreka stjórnvalda í Canberra. Kínversk stjórnvöld yfirheyrðu þá síðustu áður þeir fóru úr landi. ABC-sjónvarpsstöðin í Ástralíu segir að Bill Birtles, fréttamaður hennar, hafi ekki verið spurður um sín eigin störf eða hegðun í Kína heldur um Cheng. Sjö kínverskir lögreglumenn mættu í íbúð hans þegar hann hélt kveðjuhóf með vinum sínum. Þeir sögðu Birtles að hann gæti ekki farið úr landi og þyrfti að gefa skýrslu um „þjóðaröryggismál“. Áströlsk stjórnvöld hafa sakað kínversk um afskipti af samfélagsmálum þar. Samskipti ríkjanna versnuðu til muna eftir að ástralska ríkisstjórnin lýsti stuðningi við alþjóðlega rannsókn á upptökum kórónuveiruheimsfaraldursins. Veiran blossaði fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í vetur. Stjórnvöld í Beijing brugðust við með því að leggja tolla á innfluttar vörur frá Ástralíu, þar á meðal nautakjöt, bygg og vín. Vöruðu þau einnig kínverska ferða- og námsmenn við kynþáttahyggju í Ástralíu.
Kína Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira