Stórsöngkonan Rihanna er blá og marin eftir að hafa lent í slysi á svokallaðri rafskútu.
Þetta hefur afþreyingarvefurinn People eftir talsmanni söngkonunnar. Á vef TMZ eru birtar myndir af henni þar sem sjá má áverka á andliti hennar.
Í skriflegu svari talsmannsins við fyrirspurn People um ástand söngkonunnar segir að allt sé í góðu lagi með hana.
„Rihanna hefur það gott núna en féll fram fyrir sig á rafmagnshlaupahjóli og fékk mar á enni og andlit. Sem betur fer meiddist hún ekki alvarlega og henni batnar fljótt.“