Fangelsinu lokað og lögregluþjónum fjölgað Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2020 21:33 Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að fangelsishúsið, sem er sambyggt lögreglustöðinni, verði endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Vísir/Vilhelm Lögregluþjónum í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi Eystra verður fjölgað um fjögur stöðugildi í kjölfar þess að fangelsinu á Akureyri verður lokað. Ákvörðunin um lokun fangelsisins var opinberuð í sumar en lokuninni var frestað þar til ríkislögreglustjóri gerði tillögur að mótvægisaðgerðum. Þeirri vinnu er nú lokið. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að fangelsishúsið, sem er sambyggt lögreglustöðinni, verði endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Minnst tveir sérsveitarmenn verði með fasta búsetu á Akureyri, í stað eins, og að tryggt verði að lögreglan geti nýtt sér úrræði til gæsluvarðhaldsvistar þegar þörf verður á. Með því að loka fangelsinu á Akureyri stendur til að nýta betur fjármagn Fangelsismálastofnunnar. Ákvörðunin hefur þó verið harðlega gagnrýnd víða. Í yfirlýsingunni segir að mikilvægi fangelsisins hafi minnkað verulega á síðustu tveimur áratugum. Þá eigi allir fangar möguleika á framgangi í afplánun og eiga því ekki samkvæmt lögum að afplána stærsta hluta refsingar í lokuðu fangelsi en það sé fangelsið á Akureyri. Tvö opin fangelsi séu rekin, eitt á Suðurlandi og hitt á Vesturlandi. Þar að auki sé áfangaheimili sem taki við að lokinni vist í opnu fangelsi staðsett í Reykjavík. Útilokað sé fyrir fanga að afplána allan sinn tíma á Norðurlandi Eystra. Enn fremur segir að í stað tíu til 14 manna eininga séu nú rekin tvö öflug lokuð fangelsi sem samtals geti hýst 140 fanga, ef Fangelsismálastofnun hefði fjárhagslega burði til. Það sé hægt með lokun fangelsisins á Akureyri. Akureyri Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Lögregluþjónum í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi Eystra verður fjölgað um fjögur stöðugildi í kjölfar þess að fangelsinu á Akureyri verður lokað. Ákvörðunin um lokun fangelsisins var opinberuð í sumar en lokuninni var frestað þar til ríkislögreglustjóri gerði tillögur að mótvægisaðgerðum. Þeirri vinnu er nú lokið. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að fangelsishúsið, sem er sambyggt lögreglustöðinni, verði endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Minnst tveir sérsveitarmenn verði með fasta búsetu á Akureyri, í stað eins, og að tryggt verði að lögreglan geti nýtt sér úrræði til gæsluvarðhaldsvistar þegar þörf verður á. Með því að loka fangelsinu á Akureyri stendur til að nýta betur fjármagn Fangelsismálastofnunnar. Ákvörðunin hefur þó verið harðlega gagnrýnd víða. Í yfirlýsingunni segir að mikilvægi fangelsisins hafi minnkað verulega á síðustu tveimur áratugum. Þá eigi allir fangar möguleika á framgangi í afplánun og eiga því ekki samkvæmt lögum að afplána stærsta hluta refsingar í lokuðu fangelsi en það sé fangelsið á Akureyri. Tvö opin fangelsi séu rekin, eitt á Suðurlandi og hitt á Vesturlandi. Þar að auki sé áfangaheimili sem taki við að lokinni vist í opnu fangelsi staðsett í Reykjavík. Útilokað sé fyrir fanga að afplána allan sinn tíma á Norðurlandi Eystra. Enn fremur segir að í stað tíu til 14 manna eininga séu nú rekin tvö öflug lokuð fangelsi sem samtals geti hýst 140 fanga, ef Fangelsismálastofnun hefði fjárhagslega burði til. Það sé hægt með lokun fangelsisins á Akureyri.
Akureyri Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira