Skrifuðu undir nýjan þriggja ára samning um handboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 13:15 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, skrifuðu undir nýja samninginn á Kynningarfundi deildanna í dag. Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson Handknattleikssamband Íslands, Olís og Sýn hafa framlengt samning sína um handboltann til næstu þriggja ára. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu því áfram heita Olís deildirnar og Sýn verður áfram með sjónvarpsréttinn frá báðum deildunum. Þriggja ára samningur á milli sömu aðila var undirritaður fyrir 2017-18 tímabilið og nú er annar þriggja ára samningur í höfn sem mun gilda út 2022-23 tímabilið. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, skrifuðu undir nýja samninginn á Kynningarfundi deildanna í dag. Henry Birgir Gunnarsson stjórnaði Kynningarfundi Olís deildanna í dag en hann stýrir Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport í vetur.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson „Ég er afskaplega stoltur af því að við semjum áfram við Sýn og Olís um áframhaldandi samstarf varðandi handboltann. Við erum búnir að vera í samstarfi í nokkur ár sem hefur gengið mjög vel og það hefur verið mikill uppgangur í handboltanum og þeirri umfjöllun sem þar hefur verið með útsendingunum hjá Sýn og með Olís sem bakhjarl. Við eigum fyllilega von á því að svo verði áfram og að við setjum handboltann á hærra skör en verið hefur með þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir undirritun samningsins. „Ég vil bara ítreka það sem er búið að segja hérna. Við fórum í þetta samstarf fyrir þremur árum síðan og það hefur gengið vonum framar. Þetta er dæmi um gagnkvæman ávinning þar sem bæði, við sem efnisveita og framleiðandi efnis, okkar viðskiptavinir og svo handboltaíþróttin sem heild, vinnum öll saman. Ef við horfum til þess núna hvað er hægt að gera meira í þessu þá eru alls konar hlutir sem við getum unnið saman í að efla íþróttina sem heild. Við munum svo sannarlega leggja okkur öll fram um þetta. Svo skiptir ekki síður máli að hafa sterkan aðila með eins og Olís. Núna er búið að vera mikill metnaður í kringum dagskrárgerðina og við ætlum bara að bæta enn frekar í það og erum mjög spennt fyrir komandi vetri. Ég er sérstaklega ánægður með þessa samninga sem við vorum að undirrita hérna,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, eftir undirritun samningsins. „Ég vil taka undir það sem hér hefur komið fram. Það er frábært að vera aðili að þessu aftur því þetta er einstaklega skemmtilegt verkefni. Við í Olís leggjum alla jafna mikla áherslu á samfélagsverkefni af ýmsum toga. Þetta er eitt það verkefni sem við höfum verið hvað stoltust af undanfarin ár. Ég vil taka undir með mínum félögum hér að samstarfið hafi verið einstaklega skemmtilegt og gefandi. Ég vil hrósa Sýn fyrir mikla fagmennsku í kringum handboltann og HSÍ mönnum fyrir frábært skipulag á mótinu. Ég óska ykkur öllum góðs gengis á komandi vetri,“ sagði Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, eftir undirritun samningsins. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir frá samningnum í dag.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson Olís-deild karla Olís-deild kvenna Bensín og olía Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, Olís og Sýn hafa framlengt samning sína um handboltann til næstu þriggja ára. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu því áfram heita Olís deildirnar og Sýn verður áfram með sjónvarpsréttinn frá báðum deildunum. Þriggja ára samningur á milli sömu aðila var undirritaður fyrir 2017-18 tímabilið og nú er annar þriggja ára samningur í höfn sem mun gilda út 2022-23 tímabilið. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, skrifuðu undir nýja samninginn á Kynningarfundi deildanna í dag. Henry Birgir Gunnarsson stjórnaði Kynningarfundi Olís deildanna í dag en hann stýrir Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport í vetur.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson „Ég er afskaplega stoltur af því að við semjum áfram við Sýn og Olís um áframhaldandi samstarf varðandi handboltann. Við erum búnir að vera í samstarfi í nokkur ár sem hefur gengið mjög vel og það hefur verið mikill uppgangur í handboltanum og þeirri umfjöllun sem þar hefur verið með útsendingunum hjá Sýn og með Olís sem bakhjarl. Við eigum fyllilega von á því að svo verði áfram og að við setjum handboltann á hærra skör en verið hefur með þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir undirritun samningsins. „Ég vil bara ítreka það sem er búið að segja hérna. Við fórum í þetta samstarf fyrir þremur árum síðan og það hefur gengið vonum framar. Þetta er dæmi um gagnkvæman ávinning þar sem bæði, við sem efnisveita og framleiðandi efnis, okkar viðskiptavinir og svo handboltaíþróttin sem heild, vinnum öll saman. Ef við horfum til þess núna hvað er hægt að gera meira í þessu þá eru alls konar hlutir sem við getum unnið saman í að efla íþróttina sem heild. Við munum svo sannarlega leggja okkur öll fram um þetta. Svo skiptir ekki síður máli að hafa sterkan aðila með eins og Olís. Núna er búið að vera mikill metnaður í kringum dagskrárgerðina og við ætlum bara að bæta enn frekar í það og erum mjög spennt fyrir komandi vetri. Ég er sérstaklega ánægður með þessa samninga sem við vorum að undirrita hérna,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, eftir undirritun samningsins. „Ég vil taka undir það sem hér hefur komið fram. Það er frábært að vera aðili að þessu aftur því þetta er einstaklega skemmtilegt verkefni. Við í Olís leggjum alla jafna mikla áherslu á samfélagsverkefni af ýmsum toga. Þetta er eitt það verkefni sem við höfum verið hvað stoltust af undanfarin ár. Ég vil taka undir með mínum félögum hér að samstarfið hafi verið einstaklega skemmtilegt og gefandi. Ég vil hrósa Sýn fyrir mikla fagmennsku í kringum handboltann og HSÍ mönnum fyrir frábært skipulag á mótinu. Ég óska ykkur öllum góðs gengis á komandi vetri,“ sagði Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, eftir undirritun samningsins. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir frá samningnum í dag.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Bensín og olía Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira