Skrifuðu undir nýjan þriggja ára samning um handboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 13:15 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, skrifuðu undir nýja samninginn á Kynningarfundi deildanna í dag. Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson Handknattleikssamband Íslands, Olís og Sýn hafa framlengt samning sína um handboltann til næstu þriggja ára. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu því áfram heita Olís deildirnar og Sýn verður áfram með sjónvarpsréttinn frá báðum deildunum. Þriggja ára samningur á milli sömu aðila var undirritaður fyrir 2017-18 tímabilið og nú er annar þriggja ára samningur í höfn sem mun gilda út 2022-23 tímabilið. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, skrifuðu undir nýja samninginn á Kynningarfundi deildanna í dag. Henry Birgir Gunnarsson stjórnaði Kynningarfundi Olís deildanna í dag en hann stýrir Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport í vetur.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson „Ég er afskaplega stoltur af því að við semjum áfram við Sýn og Olís um áframhaldandi samstarf varðandi handboltann. Við erum búnir að vera í samstarfi í nokkur ár sem hefur gengið mjög vel og það hefur verið mikill uppgangur í handboltanum og þeirri umfjöllun sem þar hefur verið með útsendingunum hjá Sýn og með Olís sem bakhjarl. Við eigum fyllilega von á því að svo verði áfram og að við setjum handboltann á hærra skör en verið hefur með þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir undirritun samningsins. „Ég vil bara ítreka það sem er búið að segja hérna. Við fórum í þetta samstarf fyrir þremur árum síðan og það hefur gengið vonum framar. Þetta er dæmi um gagnkvæman ávinning þar sem bæði, við sem efnisveita og framleiðandi efnis, okkar viðskiptavinir og svo handboltaíþróttin sem heild, vinnum öll saman. Ef við horfum til þess núna hvað er hægt að gera meira í þessu þá eru alls konar hlutir sem við getum unnið saman í að efla íþróttina sem heild. Við munum svo sannarlega leggja okkur öll fram um þetta. Svo skiptir ekki síður máli að hafa sterkan aðila með eins og Olís. Núna er búið að vera mikill metnaður í kringum dagskrárgerðina og við ætlum bara að bæta enn frekar í það og erum mjög spennt fyrir komandi vetri. Ég er sérstaklega ánægður með þessa samninga sem við vorum að undirrita hérna,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, eftir undirritun samningsins. „Ég vil taka undir það sem hér hefur komið fram. Það er frábært að vera aðili að þessu aftur því þetta er einstaklega skemmtilegt verkefni. Við í Olís leggjum alla jafna mikla áherslu á samfélagsverkefni af ýmsum toga. Þetta er eitt það verkefni sem við höfum verið hvað stoltust af undanfarin ár. Ég vil taka undir með mínum félögum hér að samstarfið hafi verið einstaklega skemmtilegt og gefandi. Ég vil hrósa Sýn fyrir mikla fagmennsku í kringum handboltann og HSÍ mönnum fyrir frábært skipulag á mótinu. Ég óska ykkur öllum góðs gengis á komandi vetri,“ sagði Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, eftir undirritun samningsins. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir frá samningnum í dag.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson Olís-deild karla Olís-deild kvenna Bensín og olía Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, Olís og Sýn hafa framlengt samning sína um handboltann til næstu þriggja ára. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu því áfram heita Olís deildirnar og Sýn verður áfram með sjónvarpsréttinn frá báðum deildunum. Þriggja ára samningur á milli sömu aðila var undirritaður fyrir 2017-18 tímabilið og nú er annar þriggja ára samningur í höfn sem mun gilda út 2022-23 tímabilið. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, skrifuðu undir nýja samninginn á Kynningarfundi deildanna í dag. Henry Birgir Gunnarsson stjórnaði Kynningarfundi Olís deildanna í dag en hann stýrir Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport í vetur.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson „Ég er afskaplega stoltur af því að við semjum áfram við Sýn og Olís um áframhaldandi samstarf varðandi handboltann. Við erum búnir að vera í samstarfi í nokkur ár sem hefur gengið mjög vel og það hefur verið mikill uppgangur í handboltanum og þeirri umfjöllun sem þar hefur verið með útsendingunum hjá Sýn og með Olís sem bakhjarl. Við eigum fyllilega von á því að svo verði áfram og að við setjum handboltann á hærra skör en verið hefur með þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir undirritun samningsins. „Ég vil bara ítreka það sem er búið að segja hérna. Við fórum í þetta samstarf fyrir þremur árum síðan og það hefur gengið vonum framar. Þetta er dæmi um gagnkvæman ávinning þar sem bæði, við sem efnisveita og framleiðandi efnis, okkar viðskiptavinir og svo handboltaíþróttin sem heild, vinnum öll saman. Ef við horfum til þess núna hvað er hægt að gera meira í þessu þá eru alls konar hlutir sem við getum unnið saman í að efla íþróttina sem heild. Við munum svo sannarlega leggja okkur öll fram um þetta. Svo skiptir ekki síður máli að hafa sterkan aðila með eins og Olís. Núna er búið að vera mikill metnaður í kringum dagskrárgerðina og við ætlum bara að bæta enn frekar í það og erum mjög spennt fyrir komandi vetri. Ég er sérstaklega ánægður með þessa samninga sem við vorum að undirrita hérna,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, eftir undirritun samningsins. „Ég vil taka undir það sem hér hefur komið fram. Það er frábært að vera aðili að þessu aftur því þetta er einstaklega skemmtilegt verkefni. Við í Olís leggjum alla jafna mikla áherslu á samfélagsverkefni af ýmsum toga. Þetta er eitt það verkefni sem við höfum verið hvað stoltust af undanfarin ár. Ég vil taka undir með mínum félögum hér að samstarfið hafi verið einstaklega skemmtilegt og gefandi. Ég vil hrósa Sýn fyrir mikla fagmennsku í kringum handboltann og HSÍ mönnum fyrir frábært skipulag á mótinu. Ég óska ykkur öllum góðs gengis á komandi vetri,“ sagði Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, eftir undirritun samningsins. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir frá samningnum í dag.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Bensín og olía Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira