Fellibylurinn Haishen dynur á Suður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 10:21 Öldurót við strandlengjun við Busan, aðra stærstu borg Suður-Kóreu. Haishen skemmdi byggingar, vatn flæddi yfir götur og inn í hús og rafmagni sló út þegar fellibylurinn gekk á land þar í nótt. AP/Son Hyung-ju Fleiri en þrjú hundruð flugferðir voru felldar niður og lestarsamgöngur liggja sums staðar niðri vegna fellibyljarins Haishen sem gekk á land í Suður-Kóreu í dag. Hundruð þúsunda heimila er án rafmagns í Japan eftir að bylurinn gekk þar yfir um helgina en átta milljónir manna voru beðnir um að yfirgefa heimili sín þar. Haishen gekk á land rétt norður af Busan, annarri stærstu borg Suður-Kóreu. Fellibyljarviðvörun hefur verið gefin út fyrir eyjuna Jeju, sem er vinsæll sumardvalarstaður á syðsta odda Kóreuskagans, og fleiri svæði í sunnanverðu landinu. Efsta mögulega viðbúnaðarstig er vegna skriðuhættu. Um 5.000 manns eru þegar án rafmagns vegna skemmda af völdum veðurofsa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um hundrað íbúðarhús þegar eyðilagst eða vatn flætt inn á þau. Eins er saknað eftir að vatn flæddi upp úr niðurfalli í kalksteinsnámu í strandbænum Samcheok á austurströndinni. Einn fannst látinn í Busan en ekki er ljóst hvort að dauða hans megi rekja til fellibyljarins. Um áttatíu fiskiskip hafa sokkið í atganginum og túrbínur tveggja kjarnorkuvera í Gyeongju í sunnanverðri Suður-Kóreu stöðvuðust sjálfkrafa. Ekki hefur orðið vart við að geislavirkt efni leki vegna þess. Talið er að dragi úr afli fellibyljarins þegar hann gengur yfir Suður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hann verði að hitabeltisstormi fljótlega. Haishen fylgir fast á hæla Maysak sem gekk yfir Kóreuskaga og Japan í síðustu viku. Það var öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir svæðið um árabil. Svo virðist sem að Haishen hafi valdið minni skemmdum í Japan en óttast var í fyrstu. Um 430.000 heimili voru enn án rafmagns í nótt. Verksmiðjum, skólum og fyrirtækjum var lokað um vestanvert Japan og samgöngur lömuðust. Þrjátíu og tveir slösuðust í hamförunum, þar á meðal fjórir sem hlutu skurði þegar rúða í neyðarskýli sprakk. Leit að áhöfn skips sem sökk vegna Maysak var frestað vegna aðstæðna. Um borð voru 43 manna áhöfn og 6.000 kýr. Þremur sjómönnum var bjargað en einn þeirra lést. Suður-Kórea Japan Tengdar fréttir Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen. 6. september 2020 08:41 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Fleiri en þrjú hundruð flugferðir voru felldar niður og lestarsamgöngur liggja sums staðar niðri vegna fellibyljarins Haishen sem gekk á land í Suður-Kóreu í dag. Hundruð þúsunda heimila er án rafmagns í Japan eftir að bylurinn gekk þar yfir um helgina en átta milljónir manna voru beðnir um að yfirgefa heimili sín þar. Haishen gekk á land rétt norður af Busan, annarri stærstu borg Suður-Kóreu. Fellibyljarviðvörun hefur verið gefin út fyrir eyjuna Jeju, sem er vinsæll sumardvalarstaður á syðsta odda Kóreuskagans, og fleiri svæði í sunnanverðu landinu. Efsta mögulega viðbúnaðarstig er vegna skriðuhættu. Um 5.000 manns eru þegar án rafmagns vegna skemmda af völdum veðurofsa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um hundrað íbúðarhús þegar eyðilagst eða vatn flætt inn á þau. Eins er saknað eftir að vatn flæddi upp úr niðurfalli í kalksteinsnámu í strandbænum Samcheok á austurströndinni. Einn fannst látinn í Busan en ekki er ljóst hvort að dauða hans megi rekja til fellibyljarins. Um áttatíu fiskiskip hafa sokkið í atganginum og túrbínur tveggja kjarnorkuvera í Gyeongju í sunnanverðri Suður-Kóreu stöðvuðust sjálfkrafa. Ekki hefur orðið vart við að geislavirkt efni leki vegna þess. Talið er að dragi úr afli fellibyljarins þegar hann gengur yfir Suður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hann verði að hitabeltisstormi fljótlega. Haishen fylgir fast á hæla Maysak sem gekk yfir Kóreuskaga og Japan í síðustu viku. Það var öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir svæðið um árabil. Svo virðist sem að Haishen hafi valdið minni skemmdum í Japan en óttast var í fyrstu. Um 430.000 heimili voru enn án rafmagns í nótt. Verksmiðjum, skólum og fyrirtækjum var lokað um vestanvert Japan og samgöngur lömuðust. Þrjátíu og tveir slösuðust í hamförunum, þar á meðal fjórir sem hlutu skurði þegar rúða í neyðarskýli sprakk. Leit að áhöfn skips sem sökk vegna Maysak var frestað vegna aðstæðna. Um borð voru 43 manna áhöfn og 6.000 kýr. Þremur sjómönnum var bjargað en einn þeirra lést.
Suður-Kórea Japan Tengdar fréttir Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen. 6. september 2020 08:41 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Um 800 þúsund gert að flýja heimili sín í Japan Japönsk yfirvöld hafa beint því til 810 þúsund manna í fjórum héruðum í suðvesturhluta landsins að yfirgefa heimili sín og leita skjóls þegar í stað vegna yfirvofandi komu fellibylsins Haishen. 6. september 2020 08:41