Blake segist stöðugt verkjaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 20:21 Jacob Blake segist stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. Hann liggur enn á sjúkrahúsi og segir fjölskylda hans hann vera lamaðan fyrir neðan mitti. Twitter/skjáskot Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. Fjölskylda Blake segir hann lamaðan fyrir neðan mitti en hann segir einnig í myndbandinu að þrátt fyrir erfiðar aðstæður eigi hann enn eftir að lifa löngu lífi. Blake er 29 ára gamall þriggja barna faðir en hann var skotinn í bakið við handtöku. #JacobBlake released this powerful video message from his hospital bed today, reminding everyone just how precious life is. #JusticeForJacobBlake pic.twitter.com/87CYlgPDBj— Ben Crump (@AttorneyCrump) September 6, 2020 Í kjölfar atviksins hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum að nýju vegna kynþáttamismununar og lögregluofbeldis en mótmælaalda vegna þessa hefur riðið yfir Bandaríkin eftir að George Floyd var drepinn af lögreglumönnum. „Það er vont að anda“ Mótmælin í Kenosha, borginni sem Blake var skotinn í, urðu ofbeldisfull og létust tveir í mótmælunum. Rannsókn á máli Blake stendur enn yfir en Blake hefur þegar mætt fyrir dóm og lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru sem var færð til bókar áður en hann var skotinn. Í myndbandinu sem birt var á Twitter-síðu lögmanns Blake, sem enn liggur á spítala, talar hann um hve illa haldinn hann sé. „Alla klukkutíma sólarhringsins finn ég fyrir sársauka. Það er vont að anda, það er vont að sofa, mig verkjar þegar ég hreyfi mig og það er vont að borða,“ segir hann. „Líf þitt, og ekki bara líf þitt, fæturnir þínir, sem þú þarft til að geta hreyft þig og haldið áfram lífinu, geta verið hrifsaðir af þér svona,“ segir hann og smellir fingrum. Kynþáttafordómar Bandaríkin Tengdar fréttir Hneyksli skekur félag Gunnhildar: „Þessi ummæli eru viðbjóðsleg“ Eigandi Utah Royals, knattspyrnufélagsins sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á mála hjá, hefur sett félagið á sölu eftir ásakanir um kynþáttaníð. Viðskiptastjóri þess er farinn í ótímabundið leyfi vegna óviðeigandi hegðunar í garð kvenna. 3. september 2020 13:30 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. Fjölskylda Blake segir hann lamaðan fyrir neðan mitti en hann segir einnig í myndbandinu að þrátt fyrir erfiðar aðstæður eigi hann enn eftir að lifa löngu lífi. Blake er 29 ára gamall þriggja barna faðir en hann var skotinn í bakið við handtöku. #JacobBlake released this powerful video message from his hospital bed today, reminding everyone just how precious life is. #JusticeForJacobBlake pic.twitter.com/87CYlgPDBj— Ben Crump (@AttorneyCrump) September 6, 2020 Í kjölfar atviksins hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum að nýju vegna kynþáttamismununar og lögregluofbeldis en mótmælaalda vegna þessa hefur riðið yfir Bandaríkin eftir að George Floyd var drepinn af lögreglumönnum. „Það er vont að anda“ Mótmælin í Kenosha, borginni sem Blake var skotinn í, urðu ofbeldisfull og létust tveir í mótmælunum. Rannsókn á máli Blake stendur enn yfir en Blake hefur þegar mætt fyrir dóm og lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru sem var færð til bókar áður en hann var skotinn. Í myndbandinu sem birt var á Twitter-síðu lögmanns Blake, sem enn liggur á spítala, talar hann um hve illa haldinn hann sé. „Alla klukkutíma sólarhringsins finn ég fyrir sársauka. Það er vont að anda, það er vont að sofa, mig verkjar þegar ég hreyfi mig og það er vont að borða,“ segir hann. „Líf þitt, og ekki bara líf þitt, fæturnir þínir, sem þú þarft til að geta hreyft þig og haldið áfram lífinu, geta verið hrifsaðir af þér svona,“ segir hann og smellir fingrum.
Kynþáttafordómar Bandaríkin Tengdar fréttir Hneyksli skekur félag Gunnhildar: „Þessi ummæli eru viðbjóðsleg“ Eigandi Utah Royals, knattspyrnufélagsins sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á mála hjá, hefur sett félagið á sölu eftir ásakanir um kynþáttaníð. Viðskiptastjóri þess er farinn í ótímabundið leyfi vegna óviðeigandi hegðunar í garð kvenna. 3. september 2020 13:30 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Hneyksli skekur félag Gunnhildar: „Þessi ummæli eru viðbjóðsleg“ Eigandi Utah Royals, knattspyrnufélagsins sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á mála hjá, hefur sett félagið á sölu eftir ásakanir um kynþáttaníð. Viðskiptastjóri þess er farinn í ótímabundið leyfi vegna óviðeigandi hegðunar í garð kvenna. 3. september 2020 13:30
Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29
Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00