Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 19:24 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu. Þau mistök sem hafi átt sér stað við skimanir hjá Krabbameinsfélaginu séu grafalvarleg og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur greint frá fengu á fimmta tug kvenna ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Svandís segir að verið sé að vinna að því að greina mistökin og að tillögum til úrbóta verði skilað í mjög náinni framtíð. „Ég ræddi við landlækni í dag og hún hafði þá verið að funda og fara yfir stöðuna og er búin að vera með fólk í vinnu alla helgina við að fara yfir margar hliðar þessa máls. Þetta snýst náttúrulega um gæði og öryggi en líka bara grafalvarleg mistök sem þarna hafa verið gerð,“ segir Svandís. Krabbameinsfélagið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það greindi frá því að óskað hafi verið eftir gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem vísað var til í viðtali á fimmtudag, þar sem fram hafi komið að gæðakerfi í Leitarstöðinni hafi ekki uppfyllt viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segist aldrei hafa verið upplýst um þær niðurstöður, hvorki af heilbrigðisráðuneytinu né Sjúkratryggingum. Svandís segist heldur ekki hafa fengið þessar upplýsingar á sitt borð. „Það hefur ekki komið á borð ráðuneytisins og þetta er bara eitthvað sem við þurfum að grafast betur fyrir um hvað er þarna um að ræða,“ segir hún. Heilbrigðisráðuneytið harmi þessi alvarlegu mistök en að fyrirhugað sé að skimanir færist til heilsugæslustöðva um áramót. Umhugsunarefni sé að heilbrigðisþjónusta sé í höndum félagastofnana. „Það er auðvitað umhugsunarefni. En það skiptir líka öllu máli að eftirlit sé gott, að skilmálar séu klárir. Það er mín persónulega og pólitíska afstaða að lykilþjónusta á að vera eins mikið og hægt er hjá opinberum aðilum.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu. Þau mistök sem hafi átt sér stað við skimanir hjá Krabbameinsfélaginu séu grafalvarleg og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur greint frá fengu á fimmta tug kvenna ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Svandís segir að verið sé að vinna að því að greina mistökin og að tillögum til úrbóta verði skilað í mjög náinni framtíð. „Ég ræddi við landlækni í dag og hún hafði þá verið að funda og fara yfir stöðuna og er búin að vera með fólk í vinnu alla helgina við að fara yfir margar hliðar þessa máls. Þetta snýst náttúrulega um gæði og öryggi en líka bara grafalvarleg mistök sem þarna hafa verið gerð,“ segir Svandís. Krabbameinsfélagið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það greindi frá því að óskað hafi verið eftir gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem vísað var til í viðtali á fimmtudag, þar sem fram hafi komið að gæðakerfi í Leitarstöðinni hafi ekki uppfyllt viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segist aldrei hafa verið upplýst um þær niðurstöður, hvorki af heilbrigðisráðuneytinu né Sjúkratryggingum. Svandís segist heldur ekki hafa fengið þessar upplýsingar á sitt borð. „Það hefur ekki komið á borð ráðuneytisins og þetta er bara eitthvað sem við þurfum að grafast betur fyrir um hvað er þarna um að ræða,“ segir hún. Heilbrigðisráðuneytið harmi þessi alvarlegu mistök en að fyrirhugað sé að skimanir færist til heilsugæslustöðva um áramót. Umhugsunarefni sé að heilbrigðisþjónusta sé í höndum félagastofnana. „Það er auðvitað umhugsunarefni. En það skiptir líka öllu máli að eftirlit sé gott, að skilmálar séu klárir. Það er mín persónulega og pólitíska afstaða að lykilþjónusta á að vera eins mikið og hægt er hjá opinberum aðilum.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira