Segir ábyrgð á lánalínu varpað óbeint á almenning í gegnum lífeyrissjóði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2020 12:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skeptísk á ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Hún segir nálgun ríkisstjórnarinnar valda sér vonbrigðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddu þau um ríkisábyrgð á rekstri Icelandair í þættinum Sprengisandi í morgun. Nálgunin veldur vonbrigðum Formaður Viðreisnar segir nálgun ríkisstjórnarinnar í málinu valda sér vonbrigðum. „Mér finnst bara að ríkisstjórnin eigi eins og aðrar stjórnir í t.d. Danmörku og Svíþjóð að ganga hreint til verks. Ekki alltaf að láta bankana taka þungar og erfiðar ákvarðanir, eins og til að mynda við sjáum í þessu tilfelli í gegnum brúarlánin og núna sölutrygginguna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segir siðferðislega rétt að ríkisvaldið beri endanlega ábyrgð en ekki launþegar. „Á endanum finnst mér það heilbrigðara, mér finnst það meira siðferðislega rétt að fyrst að ríkisstjórnin vill fara þessa leið að það sé þá ríkisvaldið sem á endanum ber ábyrgðina en ekki setja hana óbeint á lífeyrisþega framtíðarinnar sem standa hugsanlega frammi fyrir því að skerða þurfi lífeyri,“ sagði Þorgerður Katrín. Óboðleg nálgun „Við erum ekki að segja lífeyrissjóðunum að fjárfesta. Það er að vísu rétt að þeir eru líklegustu fjárfestarnir en ég meina þetta er auðvitað ekki boðleg nálgun sem Þorgerður kemur hér með að segja að ef lífeyrissjóðir fjárfesta í Icelandair sé verið að gera ráð fyrir að þá verði það á kostnað lífeyrisþega framtíðarinnar. Þetta er ekki boðleg nálgun.“ „Stjórnir taka ekki ákvörðun bara út frá ástandinu í þjóðfélaginu. Menn hafa að lögum skyldu til að uppfylla ákveðnar kröfur þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar og þeir gera það örugglega í þessu tilviki til að hafa af því ávöxtun í þágu lífeyrisþeganna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hér að neðan er hægt að hlusta á umræðuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Sprengisandur Lífeyrissjóðir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skeptísk á ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Hún segir nálgun ríkisstjórnarinnar valda sér vonbrigðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddu þau um ríkisábyrgð á rekstri Icelandair í þættinum Sprengisandi í morgun. Nálgunin veldur vonbrigðum Formaður Viðreisnar segir nálgun ríkisstjórnarinnar í málinu valda sér vonbrigðum. „Mér finnst bara að ríkisstjórnin eigi eins og aðrar stjórnir í t.d. Danmörku og Svíþjóð að ganga hreint til verks. Ekki alltaf að láta bankana taka þungar og erfiðar ákvarðanir, eins og til að mynda við sjáum í þessu tilfelli í gegnum brúarlánin og núna sölutrygginguna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segir siðferðislega rétt að ríkisvaldið beri endanlega ábyrgð en ekki launþegar. „Á endanum finnst mér það heilbrigðara, mér finnst það meira siðferðislega rétt að fyrst að ríkisstjórnin vill fara þessa leið að það sé þá ríkisvaldið sem á endanum ber ábyrgðina en ekki setja hana óbeint á lífeyrisþega framtíðarinnar sem standa hugsanlega frammi fyrir því að skerða þurfi lífeyri,“ sagði Þorgerður Katrín. Óboðleg nálgun „Við erum ekki að segja lífeyrissjóðunum að fjárfesta. Það er að vísu rétt að þeir eru líklegustu fjárfestarnir en ég meina þetta er auðvitað ekki boðleg nálgun sem Þorgerður kemur hér með að segja að ef lífeyrissjóðir fjárfesta í Icelandair sé verið að gera ráð fyrir að þá verði það á kostnað lífeyrisþega framtíðarinnar. Þetta er ekki boðleg nálgun.“ „Stjórnir taka ekki ákvörðun bara út frá ástandinu í þjóðfélaginu. Menn hafa að lögum skyldu til að uppfylla ákveðnar kröfur þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar og þeir gera það örugglega í þessu tilviki til að hafa af því ávöxtun í þágu lífeyrisþeganna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hér að neðan er hægt að hlusta á umræðuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Sprengisandur Lífeyrissjóðir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira