Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 5. september 2020 22:15 Frá gatnamótum Vestfjarðavegar og Bíldudalsvegar á Dynjandisheiði. Hluti endurbóta vegarins í fyrsta áfanga er um Pennusneiðing og langleiðina að gatnamótunum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Uppbygging Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er risavaxið verkefni en Vegagerðin bauð út fyrsta áfangann í sumar, 5,7 kílómetra kafla í Arnarfirði, um Meðalnes nyrst við Dynjandisvog, og einnig 4,3 kílómetra kafla syðst ofan Flókalundar, um Þverdalsá og Pennusneiðing. Vegagerðin hefur núna ákveðið að hafna lægsta tilboðinu, sem var frá Borgarverki í Borgarnesi, upp á rúmar sautjánhundruð millónir króna, eða þrettán prósentum yfir liðlega fimmtánhundruð milljóna króna kostnaðaráætlun, og þess í stað ákveðið að semja við Íslenska aðalverktaka, sem buðu 25 milljónum hærra og áttu næstlægsta boð af fjórum. Fjögur tilboð bárust í verkið. Því lægsta, frá Borgarverki, hefur núna verið hafnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Samkvæmt upplýsingum Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, er ástæðan sú að Borgarverk stóðst ekki kröfur útboðsins um reynslu af stórum verkum. Kveðst Óskar reikna með að samningar við Íslenska aðalverkaka verði kláraðir í næstu viku. Borgarverk fékk hins vegar í sárabætur sjö kílómetra kafla í Gufufirði, átti þar lægsta og raunar eina tilboðið, upp á 305 milljónir króna, og þótti því hafa næga reynslu til að takast á við fyrsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Alla þessa vegarkafla á að vinna rösklega, framkvæmdir fara á fullt í haust, og eiga þeir vera tilbúnir innan árs með bundnu slitlagi. Með því bætast við 17 kílómetrar af malbiki á suðurleiðinni til Ísafjarðar, ofan á 27 kílómetra styttingu sem fæst í haust með opnun Dýrafjarðarganga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Teigsskógur Tengdar fréttir Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Uppbygging Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er risavaxið verkefni en Vegagerðin bauð út fyrsta áfangann í sumar, 5,7 kílómetra kafla í Arnarfirði, um Meðalnes nyrst við Dynjandisvog, og einnig 4,3 kílómetra kafla syðst ofan Flókalundar, um Þverdalsá og Pennusneiðing. Vegagerðin hefur núna ákveðið að hafna lægsta tilboðinu, sem var frá Borgarverki í Borgarnesi, upp á rúmar sautjánhundruð millónir króna, eða þrettán prósentum yfir liðlega fimmtánhundruð milljóna króna kostnaðaráætlun, og þess í stað ákveðið að semja við Íslenska aðalverktaka, sem buðu 25 milljónum hærra og áttu næstlægsta boð af fjórum. Fjögur tilboð bárust í verkið. Því lægsta, frá Borgarverki, hefur núna verið hafnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Samkvæmt upplýsingum Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, er ástæðan sú að Borgarverk stóðst ekki kröfur útboðsins um reynslu af stórum verkum. Kveðst Óskar reikna með að samningar við Íslenska aðalverkaka verði kláraðir í næstu viku. Borgarverk fékk hins vegar í sárabætur sjö kílómetra kafla í Gufufirði, átti þar lægsta og raunar eina tilboðið, upp á 305 milljónir króna, og þótti því hafa næga reynslu til að takast á við fyrsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Alla þessa vegarkafla á að vinna rösklega, framkvæmdir fara á fullt í haust, og eiga þeir vera tilbúnir innan árs með bundnu slitlagi. Með því bætast við 17 kílómetrar af malbiki á suðurleiðinni til Ísafjarðar, ofan á 27 kílómetra styttingu sem fæst í haust með opnun Dýrafjarðarganga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Teigsskógur Tengdar fréttir Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58