Var vakandi alla nóttina fyrir slysið við Tjarnarvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 18:28 Frá vettvangi slyssins. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Reykjanesbraut í október 2018 hafði verið vakandi alla nóttina áður en slysið varð og sennilegt er að hann hafi sofnað við aksturinn. Farþegi bílsins sem lést í slysinu var ekki spenntur í öryggisbelti og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa að hann hefði líklega lifað slysið af, hefði hann verið spenntur í belti. Skýrsla Rannsóknarnefndar um slysið, sem varð undir morgun þann 28. október 2018, var birt undir lok vikunnar. Ökumaðurinn ók bifreiðinni, sem var af gerðinni Peugeot, yfir á rangan vegarhelming við Tjarnarvelli þar sem hún lenti í hörðum árekstri við Kia-bifreið úr gagnstæðri átt. Enginn farþegi var í Kia-bifreiðinni en ökumaður hennar hlaut talsverða áverka. Farþeginn í Peugeot-bílnum var ekki í öryggisbelti og kastaðist fram á mælaborðið við áreksturinn. Við það hlaut hann banvæna höfuðáverka. Ökumaður bílsins var spenntur í belti og hlaut áverka á hné og brjóstkassa. Hann kvaðst ekki muna eftir að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming og telur nefndin líklegt að hann hafi sofnað undir stýri. Hann sagðist hafa vakað alla nóttina áður. Rannsóknarnefndin telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti. Þá sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir vina og ættingja ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Reykjanesbraut í október 2018 hafði verið vakandi alla nóttina áður en slysið varð og sennilegt er að hann hafi sofnað við aksturinn. Farþegi bílsins sem lést í slysinu var ekki spenntur í öryggisbelti og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa að hann hefði líklega lifað slysið af, hefði hann verið spenntur í belti. Skýrsla Rannsóknarnefndar um slysið, sem varð undir morgun þann 28. október 2018, var birt undir lok vikunnar. Ökumaðurinn ók bifreiðinni, sem var af gerðinni Peugeot, yfir á rangan vegarhelming við Tjarnarvelli þar sem hún lenti í hörðum árekstri við Kia-bifreið úr gagnstæðri átt. Enginn farþegi var í Kia-bifreiðinni en ökumaður hennar hlaut talsverða áverka. Farþeginn í Peugeot-bílnum var ekki í öryggisbelti og kastaðist fram á mælaborðið við áreksturinn. Við það hlaut hann banvæna höfuðáverka. Ökumaður bílsins var spenntur í belti og hlaut áverka á hné og brjóstkassa. Hann kvaðst ekki muna eftir að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming og telur nefndin líklegt að hann hafi sofnað undir stýri. Hann sagðist hafa vakað alla nóttina áður. Rannsóknarnefndin telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti. Þá sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir vina og ættingja ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í skýrslu nefndarinnar.
Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira