Messi verður áfram hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 16:20 Lionel Messi hefur ekki spilað sinn síðasta leik fyrir Barcelona. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Lionel Messi hefur ákveðið að spila með Barcelona á komandi tímabili þrátt fyrir að hafa tilkynnti félaginu fyrir aðeins tíu dögum að hann væri á förum. Lionel Messi sendi fax til Barcelona á þriðjudaginn í síðustu viku um að hann ætlaði að notfæra sér klásúlu í sínum samningi sem leyfði honum að fara á frjálsri sölu. Barcelona stóð fast á sínu og ætlaði ekki að verða við ósk hans. Jorge Messi, faðir Leo og umboðsmaður hans, fór til fundar við forráðamenn Barcelona og eftir hann var ljóst að ef Messi ætlaði að komast í burtu þá yrði það að gerast í réttarsalnum. Confirmed: Lionel Messi is staying at Barcelona — Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Mikið var skrifað um að Messi væri á leiðinni til Manchester City en honum hefur nú snúist hugur og ætlar að klára síðasta árið í samningi sínum. Barcelona hélt því fram að til að fá Messi yrði viðkomandi félag að kaupa upp samning hans fyrir 700 milljónir evra. Spænska deildin stóð með Barcelona í þessu máli. Það er aftur á móti ljóst á orðum Lionel Messi að hann er allt annað en sáttur. Það kemur líka fram að hann hafi verið fyrir löngu búinn að segja Josep Maria Bartomeu forseta Barcelona að hann væri á förum. Forsetinn vissi af því löngu áður en Barcelona tapaði 8-2 á móti Bayern München í Meistaradeildinni. „Ég var ekki ánægður og vildi fara. Ég fæ ekki leyfi til þess frá félaginu og verð því áfram hjá félaginu svo að þetta mál endi ekki fyrir dómstólum. Það skelfilegt hvernig Bartomeu stjórnar félaginu,“ sagði Lionel Messi í viðtali við Goal.com sem sagði fyrst frá þessu. Lionel Messi: 'I wasn t happy and wanted to leave. I have not been allowed this in any way and I will stay at the club so as not to get into a legal dispute. The management of the club led by Bartomeu is a disaster' https://t.co/CgGRy1VCgx pic.twitter.com/bjzR8eYcrV— Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Lionel Messi er langmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi og hefur unnið fleiri titla með félaginu en nokkur annar leikmaður. Hann hefur spilað allan sinn feril hjá félaginu en Messi kom til Barcelona aðeins þrettán ára gamall. Lionel Messi hefur unnið 33 titla með Barcelona og skorað 634 mörk fyrir félagið og það í aðeins 731 leik. Lionel Messi heldur því fram að Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hafi lofað honum að hann mætti fara eftir tímabilið og þegar möguleikinn á að losa sig rann út þann 10. júní þá var Barcelona enn að klára tímabilið vegna kórónuveirunnar. "The president always said that at the end of the season I could decide if I stayed or not." Lionel Messi has confirmed he's going nowhere.More: https://t.co/Y1eTmjRvac pic.twitter.com/XNQhZa9WBF— BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2020 Spænski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Lionel Messi hefur ákveðið að spila með Barcelona á komandi tímabili þrátt fyrir að hafa tilkynnti félaginu fyrir aðeins tíu dögum að hann væri á förum. Lionel Messi sendi fax til Barcelona á þriðjudaginn í síðustu viku um að hann ætlaði að notfæra sér klásúlu í sínum samningi sem leyfði honum að fara á frjálsri sölu. Barcelona stóð fast á sínu og ætlaði ekki að verða við ósk hans. Jorge Messi, faðir Leo og umboðsmaður hans, fór til fundar við forráðamenn Barcelona og eftir hann var ljóst að ef Messi ætlaði að komast í burtu þá yrði það að gerast í réttarsalnum. Confirmed: Lionel Messi is staying at Barcelona — Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Mikið var skrifað um að Messi væri á leiðinni til Manchester City en honum hefur nú snúist hugur og ætlar að klára síðasta árið í samningi sínum. Barcelona hélt því fram að til að fá Messi yrði viðkomandi félag að kaupa upp samning hans fyrir 700 milljónir evra. Spænska deildin stóð með Barcelona í þessu máli. Það er aftur á móti ljóst á orðum Lionel Messi að hann er allt annað en sáttur. Það kemur líka fram að hann hafi verið fyrir löngu búinn að segja Josep Maria Bartomeu forseta Barcelona að hann væri á förum. Forsetinn vissi af því löngu áður en Barcelona tapaði 8-2 á móti Bayern München í Meistaradeildinni. „Ég var ekki ánægður og vildi fara. Ég fæ ekki leyfi til þess frá félaginu og verð því áfram hjá félaginu svo að þetta mál endi ekki fyrir dómstólum. Það skelfilegt hvernig Bartomeu stjórnar félaginu,“ sagði Lionel Messi í viðtali við Goal.com sem sagði fyrst frá þessu. Lionel Messi: 'I wasn t happy and wanted to leave. I have not been allowed this in any way and I will stay at the club so as not to get into a legal dispute. The management of the club led by Bartomeu is a disaster' https://t.co/CgGRy1VCgx pic.twitter.com/bjzR8eYcrV— Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 Lionel Messi er langmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi og hefur unnið fleiri titla með félaginu en nokkur annar leikmaður. Hann hefur spilað allan sinn feril hjá félaginu en Messi kom til Barcelona aðeins þrettán ára gamall. Lionel Messi hefur unnið 33 titla með Barcelona og skorað 634 mörk fyrir félagið og það í aðeins 731 leik. Lionel Messi heldur því fram að Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hafi lofað honum að hann mætti fara eftir tímabilið og þegar möguleikinn á að losa sig rann út þann 10. júní þá var Barcelona enn að klára tímabilið vegna kórónuveirunnar. "The president always said that at the end of the season I could decide if I stayed or not." Lionel Messi has confirmed he's going nowhere.More: https://t.co/Y1eTmjRvac pic.twitter.com/XNQhZa9WBF— BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2020
Spænski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira