Í stað þeirra hundrað sem fóru bættust sex hundruð í hópinn Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2020 15:16 Pálína ásamt kærustu sinni Maríu Kristínu í réttunum. Þær hrósa nú happi. Hundrað sem ætla má að séu þjakaðir af fordómum farnir en sex hundruð nýjir mættir til að fylgjast með hvernig lífið gengur fyrir sig í sveitinni. Pálína Axelsdóttir Njarðvík Veruleg vending varð í fylgjendahópi á Instagram-síðunni FarmliveIceland í gær. „Heyrðu, já! Heldur betur,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, bóndi, sálfræðingur og samfélagsmiðlastjarna með meiru. Í gær bættust við um 600 áskrifendur, eða fylgjendur eins og það heitir í netheimum, á Instagramsíðu hennar. Sem eru sviptingar því í vikunni höfðu tugir manna látið sig hverfa þar af slóðum. Þegar þetta er skrifað eru tæplega 44 þúsund fylgjendur á síðunni. Á mánudaginn birti Pálína mynd af sér með kærustu sinni á afar vinsælli Instagramsíðu sinni en þar hafa verið rúmlega 40 þúsund fylgjendur. Við myndbirtinguna hrukku hinsvegar af lista áskrifenda um hundrað manns. Án þess að hægt sé að fullyrða nokkuð um tilteknar manngerðir eða það hvernig þær eru innréttaðar er engin önnur skýring var tiltæk en sú að myndin hafi reynst skellur fyrir einhverja sem gert höfðu sér aðrar hugmyndir um lífið og tilveruna. Eðlileg ályktun að draga er sú að um hafi verið að ræða annað hvort þá sem eru þjakaðir af fordómum gagnvart samkynhneigðum og/eða hugsanlega einhverjir sem hafa látið sig dreyma um villtar ástir í íslenskri náttúru. Instagramsíðan umrædd. Meginviðfangsefni umfjöllunar Pálínu á Instagramreikningi sínum eru kindur og lífið á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Pálína útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að kindur séu athyglisverðar skepnur og vanmetnar sem slíkar. Góð gusa sem kom í stað þeirra sem fóru Pálína, sem er með mastergráðu í félagssálfræði, taldi þetta athyglisverðar hræringar á fylgjendalistanum sem gætu sagt sína sögu um stöðu mála. En hún grét það krókódílstárum að þeir létu sig hverfa sem ekki þola sökum eigin fordóma að eigandi kindanna sem eru í aðalhlutverki á síðunni sé samkynhneigð. Hins vegar varð sem áður segir enn ein vendingin í áskriftarhópi Pálinu í gær. Eftir að Vísir fjallaði um málið um 600 manns á lista þeirra sem fylgjast með síðunni að staðaldri. „Margfaldur fjöldi þessara sem unfollowuðu um daginn! Já, ég held að það hafi um 600 bæst við hingað til, mjög skemmtilegt og frábært!“ Aðspurð segir hún að með hafi fylgt athugasemdir og hvatning. „Já, stór gusa sem er frábært.“ Hinsegin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Veruleg vending varð í fylgjendahópi á Instagram-síðunni FarmliveIceland í gær. „Heyrðu, já! Heldur betur,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, bóndi, sálfræðingur og samfélagsmiðlastjarna með meiru. Í gær bættust við um 600 áskrifendur, eða fylgjendur eins og það heitir í netheimum, á Instagramsíðu hennar. Sem eru sviptingar því í vikunni höfðu tugir manna látið sig hverfa þar af slóðum. Þegar þetta er skrifað eru tæplega 44 þúsund fylgjendur á síðunni. Á mánudaginn birti Pálína mynd af sér með kærustu sinni á afar vinsælli Instagramsíðu sinni en þar hafa verið rúmlega 40 þúsund fylgjendur. Við myndbirtinguna hrukku hinsvegar af lista áskrifenda um hundrað manns. Án þess að hægt sé að fullyrða nokkuð um tilteknar manngerðir eða það hvernig þær eru innréttaðar er engin önnur skýring var tiltæk en sú að myndin hafi reynst skellur fyrir einhverja sem gert höfðu sér aðrar hugmyndir um lífið og tilveruna. Eðlileg ályktun að draga er sú að um hafi verið að ræða annað hvort þá sem eru þjakaðir af fordómum gagnvart samkynhneigðum og/eða hugsanlega einhverjir sem hafa látið sig dreyma um villtar ástir í íslenskri náttúru. Instagramsíðan umrædd. Meginviðfangsefni umfjöllunar Pálínu á Instagramreikningi sínum eru kindur og lífið á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Pálína útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að kindur séu athyglisverðar skepnur og vanmetnar sem slíkar. Góð gusa sem kom í stað þeirra sem fóru Pálína, sem er með mastergráðu í félagssálfræði, taldi þetta athyglisverðar hræringar á fylgjendalistanum sem gætu sagt sína sögu um stöðu mála. En hún grét það krókódílstárum að þeir létu sig hverfa sem ekki þola sökum eigin fordóma að eigandi kindanna sem eru í aðalhlutverki á síðunni sé samkynhneigð. Hins vegar varð sem áður segir enn ein vendingin í áskriftarhópi Pálinu í gær. Eftir að Vísir fjallaði um málið um 600 manns á lista þeirra sem fylgjast með síðunni að staðaldri. „Margfaldur fjöldi þessara sem unfollowuðu um daginn! Já, ég held að það hafi um 600 bæst við hingað til, mjög skemmtilegt og frábært!“ Aðspurð segir hún að með hafi fylgt athugasemdir og hvatning. „Já, stór gusa sem er frábært.“
Hinsegin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira