Hélt lífi í vonum meistaranna með ótrúlegri flautukörfu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2020 08:00 Leikmenn Toronto Raptors fagna OG Anunoby eftir að hann skoraði sigurkörfu liðsins gegn Boston Celtics. getty/Douglas P. DeFelice OG Anunoby tryggði Toronto Raptors sigur á Boston Celtics, 104-103, með ótrúlegri flautukörfu í leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Boston vann fyrstu tvo leikina í einvígi liðanna og flest benti til þess að liðið kæmist í 3-0. Þegar hálf sekúnda var eftir af leiknum í nótt var Boston nefnilega með tveggja stiga forskot, 101-103. Toronto átti þá innkast hægra megin á vellinum. Kyle Lowry kastaði boltanum yfir á vinstri helminginn á Anunoby sem greip boltann fyrir utan þriggja stiga línuna, skaut, skoraði og tryggði Toronto sigurinn. Staðan í einvígi liðanna er því 2-1. Ekkert lið í sögu NBA hefur komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir svo sigurinn í nótt var lífsnauðsynlegur fyrir Toronto. OG Anunoby wins Game 3 for the @Raptors with the #TissotBuzzerBeater! #WeTheNorth #NBAPlayoffs #ThisIsYourTime pic.twitter.com/3ubNiMR7Xc— NBA (@NBA) September 4, 2020 WHAT A PASS. WHAT A SHOT.OG Anunoby's #TissotBuzzerBeater through the lens of our slo-mo #PhantomCam! #ThisIsYourTime#NBAPlayoffs #WeTheNorth pic.twitter.com/jhwCqNmzLe— NBA (@NBA) September 4, 2020 Lowry skoraði 31 stig fyrir Toronto og gaf átta stoðsendingar. Fred VanVleet skoraði 25 stig og Anunoby var með tólf stig og tíu fráköst. Kemba Walker var stigahæstur Boston-manna með 29 stig. Öllu minni spenna var í hinum leik næturinnar þar sem Los Angeles Clippers sigraði Denver Nuggets, 120-97, og komst þar með í 1-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Kawhi Leonard skoraði 29 stig fyrir Clippers. Paul George skoraði nítján stig og Marcus Morris átján. Kawhi had the handles working all 3rd quarter! #NBAPlayoffs : @NBAonTNT pic.twitter.com/GOEMxNbwTS— NBA (@NBA) September 4, 2020 Nikola Jokic var stigahæstur í liði Denver með fimmtán stig. Jamal Murray, sem fór hamförum gegn Utah Jazz í síðustu umferð, skoraði aðeins tólf stig og hitti bara úr fimm af fimmtán skotum sínum utan af velli. NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
OG Anunoby tryggði Toronto Raptors sigur á Boston Celtics, 104-103, með ótrúlegri flautukörfu í leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Boston vann fyrstu tvo leikina í einvígi liðanna og flest benti til þess að liðið kæmist í 3-0. Þegar hálf sekúnda var eftir af leiknum í nótt var Boston nefnilega með tveggja stiga forskot, 101-103. Toronto átti þá innkast hægra megin á vellinum. Kyle Lowry kastaði boltanum yfir á vinstri helminginn á Anunoby sem greip boltann fyrir utan þriggja stiga línuna, skaut, skoraði og tryggði Toronto sigurinn. Staðan í einvígi liðanna er því 2-1. Ekkert lið í sögu NBA hefur komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir svo sigurinn í nótt var lífsnauðsynlegur fyrir Toronto. OG Anunoby wins Game 3 for the @Raptors with the #TissotBuzzerBeater! #WeTheNorth #NBAPlayoffs #ThisIsYourTime pic.twitter.com/3ubNiMR7Xc— NBA (@NBA) September 4, 2020 WHAT A PASS. WHAT A SHOT.OG Anunoby's #TissotBuzzerBeater through the lens of our slo-mo #PhantomCam! #ThisIsYourTime#NBAPlayoffs #WeTheNorth pic.twitter.com/jhwCqNmzLe— NBA (@NBA) September 4, 2020 Lowry skoraði 31 stig fyrir Toronto og gaf átta stoðsendingar. Fred VanVleet skoraði 25 stig og Anunoby var með tólf stig og tíu fráköst. Kemba Walker var stigahæstur Boston-manna með 29 stig. Öllu minni spenna var í hinum leik næturinnar þar sem Los Angeles Clippers sigraði Denver Nuggets, 120-97, og komst þar með í 1-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Kawhi Leonard skoraði 29 stig fyrir Clippers. Paul George skoraði nítján stig og Marcus Morris átján. Kawhi had the handles working all 3rd quarter! #NBAPlayoffs : @NBAonTNT pic.twitter.com/GOEMxNbwTS— NBA (@NBA) September 4, 2020 Nikola Jokic var stigahæstur í liði Denver með fimmtán stig. Jamal Murray, sem fór hamförum gegn Utah Jazz í síðustu umferð, skoraði aðeins tólf stig og hitti bara úr fimm af fimmtán skotum sínum utan af velli.
NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira