Fyrst og fremst mjög þakklátur að fá þetta tækifæri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2020 19:15 Ísak Bergmann var hógvær með eindæmum er hann ræddi við Gaupa í dag. Mynd/Stöð 2 Nýjasta stjarna íslenska fótboltans - Ísak Bergmann Jóhannesson - ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Hann er þakklátur fyrir að hafa verið valinn í U21 árs landslið Íslands þrátt fyrir ungan aldur. Ísak Bergmann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór til Norrköping í Svíþjóð. Nú 17 ára gamall er hann orðinn fastamaður í liðinu sem er í efri hluta deildarinnar, þá var hann valinn í U21 árs landslið Íslands og æfði með þeim í dag. Viðtal hans við Gaupa í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Mjög þakklátur fyrir tækifærið og traustið sem ég hef fengið frá þjálfaranum. Það var náttúrulega gaman að geta hjálpað liðinu eins mikið og ég gat með því að leggja upp eða skora. En ég reyni bara alltaf að gera mitt besta,“ sagði Ísak Bergmann við Gaupa á Víkingsvelli í dag. Norrköping byrjaði tímabilið af krafti en situr nú í 5. sæti með 28 stig eftir 18 leiki en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Liðinu ekki gengið alveg eins og við viljum en tímabil eru upp og niður. Við þurfum bara að tækla það og koma til baka sterkari.“ „Ég fór inn í tímabilið með það að markmiði að vinna mér inn byrjunarliðssæti eins fljótt og ég gæti. Það tókst og núna er ég á þeim stað ég vill halda sætinu mínu og ég ætla mér að gera það,“ sagði Ísak um markmið sitt fyrir tímabilið. Þá spurði Gaupi hann út í alla þá athygli sem hann hefur fengið frá fjölmiðlum, bæði hér heima sem og ytra. „Ég reyni að pæla sem minnst í því. Ég hef lært að vera ekkert að spá í því þegar gengur vel og heldur ekki þegar gengur illa. Auðvitað er samt gaman að sjá í fjölmiðlum þegar gengur vel.“ „Ég er fyrst og fremst þakklátur að fá þetta tækifæri. Að fá að spila með U21 árs landsliðinu er geggjað svo nei ég spáði voða lítið í því. Var mjög þakklátur að fá að spila hér í þessu skemmtilega verkefni sem við fáum gegn Svíþjóð á morgun. Þekki nokkra í sænska liðinu svo þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak Bergmenn að lokum aðspurður hvort það hefði verið svekkjandi að fá ekki tækifæri með A-landsliðinu. Ísland mætir Svíþjóð á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumóts landsliða 21 árs og yngri á Víkingsvelli á morgun. Ísland þarf sigur til að komast nær toppliðum riðilsins sem og að hleypa sænska liðinu ekki upp fyrir sig. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsending þar klukkan 16:20. Klippa: Ísak Bergman þakklátur fyrir tækifærið Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Nýjasta stjarna íslenska fótboltans - Ísak Bergmann Jóhannesson - ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Hann er þakklátur fyrir að hafa verið valinn í U21 árs landslið Íslands þrátt fyrir ungan aldur. Ísak Bergmann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór til Norrköping í Svíþjóð. Nú 17 ára gamall er hann orðinn fastamaður í liðinu sem er í efri hluta deildarinnar, þá var hann valinn í U21 árs landslið Íslands og æfði með þeim í dag. Viðtal hans við Gaupa í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Mjög þakklátur fyrir tækifærið og traustið sem ég hef fengið frá þjálfaranum. Það var náttúrulega gaman að geta hjálpað liðinu eins mikið og ég gat með því að leggja upp eða skora. En ég reyni bara alltaf að gera mitt besta,“ sagði Ísak Bergmann við Gaupa á Víkingsvelli í dag. Norrköping byrjaði tímabilið af krafti en situr nú í 5. sæti með 28 stig eftir 18 leiki en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Liðinu ekki gengið alveg eins og við viljum en tímabil eru upp og niður. Við þurfum bara að tækla það og koma til baka sterkari.“ „Ég fór inn í tímabilið með það að markmiði að vinna mér inn byrjunarliðssæti eins fljótt og ég gæti. Það tókst og núna er ég á þeim stað ég vill halda sætinu mínu og ég ætla mér að gera það,“ sagði Ísak um markmið sitt fyrir tímabilið. Þá spurði Gaupi hann út í alla þá athygli sem hann hefur fengið frá fjölmiðlum, bæði hér heima sem og ytra. „Ég reyni að pæla sem minnst í því. Ég hef lært að vera ekkert að spá í því þegar gengur vel og heldur ekki þegar gengur illa. Auðvitað er samt gaman að sjá í fjölmiðlum þegar gengur vel.“ „Ég er fyrst og fremst þakklátur að fá þetta tækifæri. Að fá að spila með U21 árs landsliðinu er geggjað svo nei ég spáði voða lítið í því. Var mjög þakklátur að fá að spila hér í þessu skemmtilega verkefni sem við fáum gegn Svíþjóð á morgun. Þekki nokkra í sænska liðinu svo þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak Bergmenn að lokum aðspurður hvort það hefði verið svekkjandi að fá ekki tækifæri með A-landsliðinu. Ísland mætir Svíþjóð á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumóts landsliða 21 árs og yngri á Víkingsvelli á morgun. Ísland þarf sigur til að komast nær toppliðum riðilsins sem og að hleypa sænska liðinu ekki upp fyrir sig. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsending þar klukkan 16:20. Klippa: Ísak Bergman þakklátur fyrir tækifærið
Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira