Ótvíræður árangur af landamæraskimun Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. september 2020 18:16 Forsætisráðherra segir ótvírætt að tvöföld landamæraskimun eftir kórónuveirunni hafi skilað árangri. Þeim sem greinist á landamærunum hafi fjölgað verulega. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði í dag með formönnum stjórnarflokkanna, stjórnarandstöðuflokkanna, landlækni, sóttvarnalækni og fulltrúum almannavarna um kórónuveirufaraldurinn. Farið var yfir stöðu og þróun faraldursins og þær sóttvarnaráðstafanir sem gripið hefur verið til. Stjórnvöld eru nú að meta hvenær hægt verður að draga úr þeim takmörkunum sem eru í gildi vegna faraldursins og hvernig staðið verður að því. Forsætisráðherra á ekki von á því að hætt verði á næstunni að skima farþega tvisvar við komuna til landsins. „Skimanir á landamærum, ef við bara skoðum gögnin, þá erum við að sjá hlutfallslega aukningu í smitum sem eru að greinast á landamærum. Við erum líka að sjá að seinni skimunin er að skila árangri. Það er að segja við erum að grípa það smit sem ekki er að greinast við fyrri skimun. Þannig það er alveg ótvírætt að þessi aðgerð er að skila árangri,“ segir Katrín. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. Jákvæðu sýnunum hafi fjölgað verulega síðustu tvær vikurnar. „Eftir hérna nítjánda þá eru þau 0,3% eða tífaldast hlutfallslega. Þannig ég hef vissar áhyggjur af því að ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum verulega á skimuninni þá munum við fá fleiri smit hérna inn.“ Katrín segir lítið hægt að segja um það núna hvenær hægt verður að draga úr skimunum á landamærum. „Það er kannski ekki fyrirsjáanlegt en við höfum sagt það að við ætlum að endurskoða þetta með mjög reglulegum hætti og í þeirri endurskoðun byggjum við auðvitað á þeim gögnum sem við erum að fá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Sjá meira
Forsætisráðherra segir ótvírætt að tvöföld landamæraskimun eftir kórónuveirunni hafi skilað árangri. Þeim sem greinist á landamærunum hafi fjölgað verulega. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði í dag með formönnum stjórnarflokkanna, stjórnarandstöðuflokkanna, landlækni, sóttvarnalækni og fulltrúum almannavarna um kórónuveirufaraldurinn. Farið var yfir stöðu og þróun faraldursins og þær sóttvarnaráðstafanir sem gripið hefur verið til. Stjórnvöld eru nú að meta hvenær hægt verður að draga úr þeim takmörkunum sem eru í gildi vegna faraldursins og hvernig staðið verður að því. Forsætisráðherra á ekki von á því að hætt verði á næstunni að skima farþega tvisvar við komuna til landsins. „Skimanir á landamærum, ef við bara skoðum gögnin, þá erum við að sjá hlutfallslega aukningu í smitum sem eru að greinast á landamærum. Við erum líka að sjá að seinni skimunin er að skila árangri. Það er að segja við erum að grípa það smit sem ekki er að greinast við fyrri skimun. Þannig það er alveg ótvírætt að þessi aðgerð er að skila árangri,“ segir Katrín. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. Jákvæðu sýnunum hafi fjölgað verulega síðustu tvær vikurnar. „Eftir hérna nítjánda þá eru þau 0,3% eða tífaldast hlutfallslega. Þannig ég hef vissar áhyggjur af því að ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum verulega á skimuninni þá munum við fá fleiri smit hérna inn.“ Katrín segir lítið hægt að segja um það núna hvenær hægt verður að draga úr skimunum á landamærum. „Það er kannski ekki fyrirsjáanlegt en við höfum sagt það að við ætlum að endurskoða þetta með mjög reglulegum hætti og í þeirri endurskoðun byggjum við auðvitað á þeim gögnum sem við erum að fá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Sjá meira
Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48
Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26
„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56