Kveikur seldur til Danmerkur fyrir tugi milljóna króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2020 10:58 Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum sumarið 2018 þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann. Jens Einarsson Stjarna Landsmótsins 2018, verðlaunahesturinn Kveikur frá Stangarlæk 1, hefur verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Eigendurnir segjast munu sakna hans en ákvörðunin hafi verið tekin eftir að Landsmótinu á Hellu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Afkvæmi Kveiks eru á annað hundrað og segja eigendurnir sín ellefu bera mikinn keim af föður sínum. Eiðfaxi greinir frá sölunni sem fullyrða má að sé metsala á íslenskum stóðhesti til útlanda. Ragna Björnsdóttir og Birgir Leó Ólafsson, eigendur Kveiks, vilja ekki tjá sig um kaupverðið. Þau segja erfitt að sjá á eftir Kveiki. Kveikur skaust upp á stjörnuhimininn á Landsmóti hestamanna í Reykjavík sumarið 2018. Þar hlaut hann meðal annars tíu í einkunn fyrir tölt og vilja og geðslag. Á vef Eiðfaxa segir að samspil hans og knapans, Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur, verði lengi í minnum haft. Eigendurnir segja að landsmótið í sumar hafi átt að vera síðasta mót Kveiks. Viðræður um sölu fóru í gang að loknu Reykjavíkurmeistaramótinu í byrjun júlí. Það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að selja. Kveikur var taminn hjá Reyni Erni Pálmasyni á Margrétarhofi. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Pantað hafði verið sæði í hundrað merar til viðbótar sumarið 2019. Að neðan má sjá frétt Magnúsar Hlyns þar sem rætt var við eigendurna og knapann. Hestar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Stjarna Landsmótsins 2018, verðlaunahesturinn Kveikur frá Stangarlæk 1, hefur verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Eigendurnir segjast munu sakna hans en ákvörðunin hafi verið tekin eftir að Landsmótinu á Hellu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Afkvæmi Kveiks eru á annað hundrað og segja eigendurnir sín ellefu bera mikinn keim af föður sínum. Eiðfaxi greinir frá sölunni sem fullyrða má að sé metsala á íslenskum stóðhesti til útlanda. Ragna Björnsdóttir og Birgir Leó Ólafsson, eigendur Kveiks, vilja ekki tjá sig um kaupverðið. Þau segja erfitt að sjá á eftir Kveiki. Kveikur skaust upp á stjörnuhimininn á Landsmóti hestamanna í Reykjavík sumarið 2018. Þar hlaut hann meðal annars tíu í einkunn fyrir tölt og vilja og geðslag. Á vef Eiðfaxa segir að samspil hans og knapans, Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur, verði lengi í minnum haft. Eigendurnir segja að landsmótið í sumar hafi átt að vera síðasta mót Kveiks. Viðræður um sölu fóru í gang að loknu Reykjavíkurmeistaramótinu í byrjun júlí. Það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að selja. Kveikur var taminn hjá Reyni Erni Pálmasyni á Margrétarhofi. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Pantað hafði verið sæði í hundrað merar til viðbótar sumarið 2019. Að neðan má sjá frétt Magnúsar Hlyns þar sem rætt var við eigendurna og knapann.
Hestar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent