Kveikur seldur til Danmerkur fyrir tugi milljóna króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2020 10:58 Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum sumarið 2018 þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann. Jens Einarsson Stjarna Landsmótsins 2018, verðlaunahesturinn Kveikur frá Stangarlæk 1, hefur verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Eigendurnir segjast munu sakna hans en ákvörðunin hafi verið tekin eftir að Landsmótinu á Hellu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Afkvæmi Kveiks eru á annað hundrað og segja eigendurnir sín ellefu bera mikinn keim af föður sínum. Eiðfaxi greinir frá sölunni sem fullyrða má að sé metsala á íslenskum stóðhesti til útlanda. Ragna Björnsdóttir og Birgir Leó Ólafsson, eigendur Kveiks, vilja ekki tjá sig um kaupverðið. Þau segja erfitt að sjá á eftir Kveiki. Kveikur skaust upp á stjörnuhimininn á Landsmóti hestamanna í Reykjavík sumarið 2018. Þar hlaut hann meðal annars tíu í einkunn fyrir tölt og vilja og geðslag. Á vef Eiðfaxa segir að samspil hans og knapans, Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur, verði lengi í minnum haft. Eigendurnir segja að landsmótið í sumar hafi átt að vera síðasta mót Kveiks. Viðræður um sölu fóru í gang að loknu Reykjavíkurmeistaramótinu í byrjun júlí. Það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að selja. Kveikur var taminn hjá Reyni Erni Pálmasyni á Margrétarhofi. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Pantað hafði verið sæði í hundrað merar til viðbótar sumarið 2019. Að neðan má sjá frétt Magnúsar Hlyns þar sem rætt var við eigendurna og knapann. Hestar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Stjarna Landsmótsins 2018, verðlaunahesturinn Kveikur frá Stangarlæk 1, hefur verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Eigendurnir segjast munu sakna hans en ákvörðunin hafi verið tekin eftir að Landsmótinu á Hellu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Afkvæmi Kveiks eru á annað hundrað og segja eigendurnir sín ellefu bera mikinn keim af föður sínum. Eiðfaxi greinir frá sölunni sem fullyrða má að sé metsala á íslenskum stóðhesti til útlanda. Ragna Björnsdóttir og Birgir Leó Ólafsson, eigendur Kveiks, vilja ekki tjá sig um kaupverðið. Þau segja erfitt að sjá á eftir Kveiki. Kveikur skaust upp á stjörnuhimininn á Landsmóti hestamanna í Reykjavík sumarið 2018. Þar hlaut hann meðal annars tíu í einkunn fyrir tölt og vilja og geðslag. Á vef Eiðfaxa segir að samspil hans og knapans, Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur, verði lengi í minnum haft. Eigendurnir segja að landsmótið í sumar hafi átt að vera síðasta mót Kveiks. Viðræður um sölu fóru í gang að loknu Reykjavíkurmeistaramótinu í byrjun júlí. Það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að selja. Kveikur var taminn hjá Reyni Erni Pálmasyni á Margrétarhofi. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Pantað hafði verið sæði í hundrað merar til viðbótar sumarið 2019. Að neðan má sjá frétt Magnúsar Hlyns þar sem rætt var við eigendurna og knapann.
Hestar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira