Landsliðsmennirnir sáttir með fyrstu fjóra þættina af Eurogarðinum Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2020 11:30 Menn tóku þættina á nuddbekknum. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fékk að horfa á fyrstu fjóra þættina á Eurogarðinum á Hótel Nordica í vikunni en liðið mætir því enska í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hefð hefur skapast fyrir því að landsliðin fái að sjá áður óséð efni í landsliðsferðum og voru leikmenn landsliðsins sáttir við þættina ef marka má færslu Hannesar Þórs Halldórssonar á Twitter. „Algjör negla,“ segir Hannes Þór sem starfar sem leikstjóri samhliða því að standa milli stanganna hjá Val í Pepsi Max-deildinni. Fengum forsýningu á Eurogarðinum. Algjör negla 💥@Auddib @SteindiJR @annasvavaknuts @doridna @arnorpalmi vel gert! 👏👏 pic.twitter.com/ukSYVEXZAp— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) September 2, 2020 Eurogarðurinn fer í sýningu á Stöð 2 þann 27. september. Um er að ræða íslenska leikna sjónvarpsþætti með einvala liði leikara. Með helstu hlutverk fara Jón Gnarr, Anna Svava Knútsdóttir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr. og Dóri DNA en mörg fleiri kunnugleg andlit munu birtast á skjánum í þessum glænýju þáttum. Kolbeinn Sigþórsson horfir hér einn þátt af Eurogarðinum. Þættirnir eru átta talsins og gerast í Húsdýragarðinum. Eurogarðurinn fjallar um drykkfelldan miðaldra braskara með vafasaman viðskiptaferil sem kaupir Húsdýragarðinn en karakterinn er leikinn af Jóni Gnarr. Hann hefur stórkostlegar hugmyndir um framtíð garðsins sem hann kallar Eurogarðinn, sem hann sér fyrir sér ná upp í sömu stærðargráðu og Disney-World. Kári Árnason virkar sáttur. Um leikstjórn sér Arnór Pálmi Arnarson sem leikstýrði meðal annars Hæ Gosi, Ligeglad og Áramótaskaupinu 2018. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver fyrir Stöð 2 en handritið skrifuðu Anna Svava Knútsdottir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr., Dóri DNA og Arnór Pálmi. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum. Bíó og sjónvarp Eurogarðurinn Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fékk að horfa á fyrstu fjóra þættina á Eurogarðinum á Hótel Nordica í vikunni en liðið mætir því enska í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hefð hefur skapast fyrir því að landsliðin fái að sjá áður óséð efni í landsliðsferðum og voru leikmenn landsliðsins sáttir við þættina ef marka má færslu Hannesar Þórs Halldórssonar á Twitter. „Algjör negla,“ segir Hannes Þór sem starfar sem leikstjóri samhliða því að standa milli stanganna hjá Val í Pepsi Max-deildinni. Fengum forsýningu á Eurogarðinum. Algjör negla 💥@Auddib @SteindiJR @annasvavaknuts @doridna @arnorpalmi vel gert! 👏👏 pic.twitter.com/ukSYVEXZAp— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) September 2, 2020 Eurogarðurinn fer í sýningu á Stöð 2 þann 27. september. Um er að ræða íslenska leikna sjónvarpsþætti með einvala liði leikara. Með helstu hlutverk fara Jón Gnarr, Anna Svava Knútsdóttir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr. og Dóri DNA en mörg fleiri kunnugleg andlit munu birtast á skjánum í þessum glænýju þáttum. Kolbeinn Sigþórsson horfir hér einn þátt af Eurogarðinum. Þættirnir eru átta talsins og gerast í Húsdýragarðinum. Eurogarðurinn fjallar um drykkfelldan miðaldra braskara með vafasaman viðskiptaferil sem kaupir Húsdýragarðinn en karakterinn er leikinn af Jóni Gnarr. Hann hefur stórkostlegar hugmyndir um framtíð garðsins sem hann kallar Eurogarðinn, sem hann sér fyrir sér ná upp í sömu stærðargráðu og Disney-World. Kári Árnason virkar sáttur. Um leikstjórn sér Arnór Pálmi Arnarson sem leikstýrði meðal annars Hæ Gosi, Ligeglad og Áramótaskaupinu 2018. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver fyrir Stöð 2 en handritið skrifuðu Anna Svava Knútsdottir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr., Dóri DNA og Arnór Pálmi. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum.
Bíó og sjónvarp Eurogarðurinn Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira