Heimsleikarnir nálgast og Katrín Tanja er í syngjandi stuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir með heimsmeisturum síðustu þriggja ára þeim Tiu-Clair Toomey og Mathew Fraser. Mynd/Instagram Katrín Tanja Davíðsdóttir er farin að telja niður í heimsleikanna í CrossFit þar sem hún verður ein af þrjátíu hraustustu konum heims sem keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlaði ekki að taka þátt í heimsleikunum þegar lætin voru í mest í kringum Greg Glassman í sumar en nú er allt annað hljóð í íslensku CrossFit stjörnunni sem telur niður dagana í heimsleikana sem verða hennar áttundu á ferlinum. Mynd/Instagram Eric Roza, nýr eigandi CrossFit, hefur þegar gerbreytt öllu andrúmsloftinu innan CrossFit samtakanna og það verður fróðlegt að sjá hvernig heimsleikarnir koma út í miðjum kórónuveirufaraldri. Katrín Tanja tók áhættu með sinn feril með því að tala gegn fyrrum eiganda en hún ásamt öðrum fengu nauðsynlegar breytingar í gegn. Nú fær hún því aftur tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja hefur tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit, síðast árið 2016, en hún hefur endað með fimm efstu á síðustu fimm heimsleikum sem er stórkostlegur árangur. Katrín Tanja þarf að endurtaka það núna ætli hún að komast í úrslitin. Katrín Tanja hefur æft mjög vel í sumar eins og fylgjendur hennar hafa fengið að sjá á samfélagsmiðlum en það kemur líka annað í ljós. Það er nefnilega líka mikið fjör á æfingunum hjá Katrínu Tönju þessa dagana og gleðin brýst fram með ýmsum hætti. Katrín Tanja og þjálfari hennar Ben Bergeron settu bæði inn myndband á Instagram síður sínar þar sem sjá má stemmninguna á æfingunum. Katrín Tanja setti inn myndband af sér dansa í upphitun fyrir æfingu en Ben Bergeron setti inn myndband þar sem má sjá Katrínu Tönju og æfingafélaga hennar syngja og dansa með þekktu Whitney Houston lagi. View this post on Instagram OK, coach. I m ready to lift now - This is how we make it through a Sunday of a big Games training weekend - only 2.5 weeks & I. CAN T. WAIT! Also my fav song right now: Head & heart by Joel Corry + MNEK. A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Aug 30, 2020 at 12:55pm PDT Það fer ekkert á milli mála að það er gaman að æfa með Katrínu Tönju og félögum. Heimsleikarnir í CrossFit hefjast 18. september næstkomandi en fyrri hlutinn verður framkvæmdur í gegnum netið og frá heimastöðum keppenda. Fimm efstu komast síðan í lokaúrslitin sem haldin verða í Kaliforníu. Það má finna þessu tvö stuð myndbönd hér fyrir ofan og neðan. View this post on Instagram Just another @CompTrain training session. #gamesprep @katrintanja @ashleighwosny A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Sep 1, 2020 at 11:35am PDT CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir er farin að telja niður í heimsleikanna í CrossFit þar sem hún verður ein af þrjátíu hraustustu konum heims sem keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlaði ekki að taka þátt í heimsleikunum þegar lætin voru í mest í kringum Greg Glassman í sumar en nú er allt annað hljóð í íslensku CrossFit stjörnunni sem telur niður dagana í heimsleikana sem verða hennar áttundu á ferlinum. Mynd/Instagram Eric Roza, nýr eigandi CrossFit, hefur þegar gerbreytt öllu andrúmsloftinu innan CrossFit samtakanna og það verður fróðlegt að sjá hvernig heimsleikarnir koma út í miðjum kórónuveirufaraldri. Katrín Tanja tók áhættu með sinn feril með því að tala gegn fyrrum eiganda en hún ásamt öðrum fengu nauðsynlegar breytingar í gegn. Nú fær hún því aftur tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja hefur tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit, síðast árið 2016, en hún hefur endað með fimm efstu á síðustu fimm heimsleikum sem er stórkostlegur árangur. Katrín Tanja þarf að endurtaka það núna ætli hún að komast í úrslitin. Katrín Tanja hefur æft mjög vel í sumar eins og fylgjendur hennar hafa fengið að sjá á samfélagsmiðlum en það kemur líka annað í ljós. Það er nefnilega líka mikið fjör á æfingunum hjá Katrínu Tönju þessa dagana og gleðin brýst fram með ýmsum hætti. Katrín Tanja og þjálfari hennar Ben Bergeron settu bæði inn myndband á Instagram síður sínar þar sem sjá má stemmninguna á æfingunum. Katrín Tanja setti inn myndband af sér dansa í upphitun fyrir æfingu en Ben Bergeron setti inn myndband þar sem má sjá Katrínu Tönju og æfingafélaga hennar syngja og dansa með þekktu Whitney Houston lagi. View this post on Instagram OK, coach. I m ready to lift now - This is how we make it through a Sunday of a big Games training weekend - only 2.5 weeks & I. CAN T. WAIT! Also my fav song right now: Head & heart by Joel Corry + MNEK. A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Aug 30, 2020 at 12:55pm PDT Það fer ekkert á milli mála að það er gaman að æfa með Katrínu Tönju og félögum. Heimsleikarnir í CrossFit hefjast 18. september næstkomandi en fyrri hlutinn verður framkvæmdur í gegnum netið og frá heimastöðum keppenda. Fimm efstu komast síðan í lokaúrslitin sem haldin verða í Kaliforníu. Það má finna þessu tvö stuð myndbönd hér fyrir ofan og neðan. View this post on Instagram Just another @CompTrain training session. #gamesprep @katrintanja @ashleighwosny A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Sep 1, 2020 at 11:35am PDT
CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira