Heimsleikarnir nálgast og Katrín Tanja er í syngjandi stuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir með heimsmeisturum síðustu þriggja ára þeim Tiu-Clair Toomey og Mathew Fraser. Mynd/Instagram Katrín Tanja Davíðsdóttir er farin að telja niður í heimsleikanna í CrossFit þar sem hún verður ein af þrjátíu hraustustu konum heims sem keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlaði ekki að taka þátt í heimsleikunum þegar lætin voru í mest í kringum Greg Glassman í sumar en nú er allt annað hljóð í íslensku CrossFit stjörnunni sem telur niður dagana í heimsleikana sem verða hennar áttundu á ferlinum. Mynd/Instagram Eric Roza, nýr eigandi CrossFit, hefur þegar gerbreytt öllu andrúmsloftinu innan CrossFit samtakanna og það verður fróðlegt að sjá hvernig heimsleikarnir koma út í miðjum kórónuveirufaraldri. Katrín Tanja tók áhættu með sinn feril með því að tala gegn fyrrum eiganda en hún ásamt öðrum fengu nauðsynlegar breytingar í gegn. Nú fær hún því aftur tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja hefur tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit, síðast árið 2016, en hún hefur endað með fimm efstu á síðustu fimm heimsleikum sem er stórkostlegur árangur. Katrín Tanja þarf að endurtaka það núna ætli hún að komast í úrslitin. Katrín Tanja hefur æft mjög vel í sumar eins og fylgjendur hennar hafa fengið að sjá á samfélagsmiðlum en það kemur líka annað í ljós. Það er nefnilega líka mikið fjör á æfingunum hjá Katrínu Tönju þessa dagana og gleðin brýst fram með ýmsum hætti. Katrín Tanja og þjálfari hennar Ben Bergeron settu bæði inn myndband á Instagram síður sínar þar sem sjá má stemmninguna á æfingunum. Katrín Tanja setti inn myndband af sér dansa í upphitun fyrir æfingu en Ben Bergeron setti inn myndband þar sem má sjá Katrínu Tönju og æfingafélaga hennar syngja og dansa með þekktu Whitney Houston lagi. View this post on Instagram OK, coach. I m ready to lift now - This is how we make it through a Sunday of a big Games training weekend - only 2.5 weeks & I. CAN T. WAIT! Also my fav song right now: Head & heart by Joel Corry + MNEK. A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Aug 30, 2020 at 12:55pm PDT Það fer ekkert á milli mála að það er gaman að æfa með Katrínu Tönju og félögum. Heimsleikarnir í CrossFit hefjast 18. september næstkomandi en fyrri hlutinn verður framkvæmdur í gegnum netið og frá heimastöðum keppenda. Fimm efstu komast síðan í lokaúrslitin sem haldin verða í Kaliforníu. Það má finna þessu tvö stuð myndbönd hér fyrir ofan og neðan. View this post on Instagram Just another @CompTrain training session. #gamesprep @katrintanja @ashleighwosny A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Sep 1, 2020 at 11:35am PDT CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir er farin að telja niður í heimsleikanna í CrossFit þar sem hún verður ein af þrjátíu hraustustu konum heims sem keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlaði ekki að taka þátt í heimsleikunum þegar lætin voru í mest í kringum Greg Glassman í sumar en nú er allt annað hljóð í íslensku CrossFit stjörnunni sem telur niður dagana í heimsleikana sem verða hennar áttundu á ferlinum. Mynd/Instagram Eric Roza, nýr eigandi CrossFit, hefur þegar gerbreytt öllu andrúmsloftinu innan CrossFit samtakanna og það verður fróðlegt að sjá hvernig heimsleikarnir koma út í miðjum kórónuveirufaraldri. Katrín Tanja tók áhættu með sinn feril með því að tala gegn fyrrum eiganda en hún ásamt öðrum fengu nauðsynlegar breytingar í gegn. Nú fær hún því aftur tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja hefur tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit, síðast árið 2016, en hún hefur endað með fimm efstu á síðustu fimm heimsleikum sem er stórkostlegur árangur. Katrín Tanja þarf að endurtaka það núna ætli hún að komast í úrslitin. Katrín Tanja hefur æft mjög vel í sumar eins og fylgjendur hennar hafa fengið að sjá á samfélagsmiðlum en það kemur líka annað í ljós. Það er nefnilega líka mikið fjör á æfingunum hjá Katrínu Tönju þessa dagana og gleðin brýst fram með ýmsum hætti. Katrín Tanja og þjálfari hennar Ben Bergeron settu bæði inn myndband á Instagram síður sínar þar sem sjá má stemmninguna á æfingunum. Katrín Tanja setti inn myndband af sér dansa í upphitun fyrir æfingu en Ben Bergeron setti inn myndband þar sem má sjá Katrínu Tönju og æfingafélaga hennar syngja og dansa með þekktu Whitney Houston lagi. View this post on Instagram OK, coach. I m ready to lift now - This is how we make it through a Sunday of a big Games training weekend - only 2.5 weeks & I. CAN T. WAIT! Also my fav song right now: Head & heart by Joel Corry + MNEK. A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Aug 30, 2020 at 12:55pm PDT Það fer ekkert á milli mála að það er gaman að æfa með Katrínu Tönju og félögum. Heimsleikarnir í CrossFit hefjast 18. september næstkomandi en fyrri hlutinn verður framkvæmdur í gegnum netið og frá heimastöðum keppenda. Fimm efstu komast síðan í lokaúrslitin sem haldin verða í Kaliforníu. Það má finna þessu tvö stuð myndbönd hér fyrir ofan og neðan. View this post on Instagram Just another @CompTrain training session. #gamesprep @katrintanja @ashleighwosny A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Sep 1, 2020 at 11:35am PDT
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira