Denver fullkomnaði endurkomuna með því að vinna oddaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2020 08:03 Nikola Jokic skoraði sigurkörfu Denver Nuggets gegn Utah Jazz. getty/Mike Ehrmann Denver Nuggets er komið í undanúrslit Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur á Utah Jazz í nótt, 80-78. Denver lenti 3-1 undir í einvíginu en vann síðustu þrjá leikina og tryggði sér sæti í undanúrslitum þar sem liðið mætir Los Angeles Clippers. Denver er aðeins tólfta liðið í sögu NBA og það fyrsta í fjögur ár sem kemst áfram þrátt fyrir að lenda 3-1 undir í einvígi. Nikola Jokic skoraði sigurkörfu Denver. Utah fékk tækifæri til að vinna leikinn í lokasókn sinni en skot Mikes Conley geigaði. The THRILLING FINISH to Game 7!@nuggets win the series 4-3 and advance to play the Clippers in the West semis! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/6AkuYn9EaV— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jokic skoraði 30 stig og tók fjórtán fráköst. Eftir þrjá stórkostlega leiki í röð var Jamal Murray nokkuð rólegur í nótt og lét sautján stig duga. Donovan Mitchell, sem fór á kostum í einvíginu líkt og Murray, var stigahæstur í liði Utah með 22 stig. Rudy Gobert skoraði nítján stig og tók átján fráköst. Boston Celtics er komið í 2-0 í einvíginu gegn Toronto Raptors í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna, 99-102. Boston var mun sterkari í 4. leikhlutanum sem liðið vann, 32-21. Marcus Smart fór þá mikinn og skoraði sextán af nítján stigum sínum og setti niður fimm þriggja stiga skot. @smart_MS3 (19 PTS) goes for 16 PTS, 5 3PM in the 4th to put the @celtics up 2-0 on Toronto! #NBAPlayoffs Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/yKdszTlHdD— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jayson Tatum var stigahæstur í liði Boston með 34 stig. Kemba Walker var einnig öflugur og skoraði ellefu af síðustu sextán stigum Boston. Tatum drops 34 @jaytatum0's #NBAPlayoffs career-high 34 PTS propel the @celtics to a 2-0 series lead! Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/WKwjKIaJhT— NBA (@NBA) September 2, 2020 Meistarar Toronto náðu tólf stiga forskoti í 3. leikhluta en glutruðu því niður í þeim fjórða. Liðið hefur tapað fimm af sex leikjum sínum gegn Boston á tímabilinu. OG Anuoby skoraði 20 stig fyrir Toronto og Fred VanVleet nítján. NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Denver Nuggets er komið í undanúrslit Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur á Utah Jazz í nótt, 80-78. Denver lenti 3-1 undir í einvíginu en vann síðustu þrjá leikina og tryggði sér sæti í undanúrslitum þar sem liðið mætir Los Angeles Clippers. Denver er aðeins tólfta liðið í sögu NBA og það fyrsta í fjögur ár sem kemst áfram þrátt fyrir að lenda 3-1 undir í einvígi. Nikola Jokic skoraði sigurkörfu Denver. Utah fékk tækifæri til að vinna leikinn í lokasókn sinni en skot Mikes Conley geigaði. The THRILLING FINISH to Game 7!@nuggets win the series 4-3 and advance to play the Clippers in the West semis! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/6AkuYn9EaV— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jokic skoraði 30 stig og tók fjórtán fráköst. Eftir þrjá stórkostlega leiki í röð var Jamal Murray nokkuð rólegur í nótt og lét sautján stig duga. Donovan Mitchell, sem fór á kostum í einvíginu líkt og Murray, var stigahæstur í liði Utah með 22 stig. Rudy Gobert skoraði nítján stig og tók átján fráköst. Boston Celtics er komið í 2-0 í einvíginu gegn Toronto Raptors í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna, 99-102. Boston var mun sterkari í 4. leikhlutanum sem liðið vann, 32-21. Marcus Smart fór þá mikinn og skoraði sextán af nítján stigum sínum og setti niður fimm þriggja stiga skot. @smart_MS3 (19 PTS) goes for 16 PTS, 5 3PM in the 4th to put the @celtics up 2-0 on Toronto! #NBAPlayoffs Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/yKdszTlHdD— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jayson Tatum var stigahæstur í liði Boston með 34 stig. Kemba Walker var einnig öflugur og skoraði ellefu af síðustu sextán stigum Boston. Tatum drops 34 @jaytatum0's #NBAPlayoffs career-high 34 PTS propel the @celtics to a 2-0 series lead! Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/WKwjKIaJhT— NBA (@NBA) September 2, 2020 Meistarar Toronto náðu tólf stiga forskoti í 3. leikhluta en glutruðu því niður í þeim fjórða. Liðið hefur tapað fimm af sex leikjum sínum gegn Boston á tímabilinu. OG Anuoby skoraði 20 stig fyrir Toronto og Fred VanVleet nítján.
NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti