Siðanefnd RÚV endurlífguð vegna kæru Samherja Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 17:06 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Reykjavík Endurskipað verður í siðanefnd Ríkisútvarpsins í ljósi kæru Samherja á hendur ellefu starfsmönnum RÚV. Skipunartími nefndarinnar rann út í fyrra. Þetta kemur fram í svari Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis. Siðanefnd RÚV var skipuð haustið 2016 til þriggja ára í samræmi við siðareglur RÚV. Gunnar Ingi Jóhannsson var þá skipaður formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn voru Guðmundur Heiðar Frímannsson, aðalmaður fyrir hönd Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sigríður Árnadóttir, aðalmaður fyrir hönd Starfsmannasamstaka RÚV. Til vara voru skipaðir Grétar J. Guðmundsson og G. Pétur Matthíasson. „Endurskoðun siðareglna RÚV hefur staðið yfir frá síðasta ári og hefur því ekki verið endurskipað í nefndina. Í ljósi framkominnar kæru til siðanefndar hefur verið óskað eftir tilnefningum í nefndina og að þeim fengnum verður kæran send nefndinni til meðferðar,“ segir í svari Stefáns. Á starfstíma nefndarinnar hafa henni borist tvær kvartanir, árin 2017 og 2019. Báðum kvörtunum var vísað frá nefndinni. Inntur eftir því hvort hægt sé að áætla hvenær endurskipun klárist, og þá hvenær kæran verði tekin til meðferðar, segir Stefán: „Vonandi fljótlega.“ Samherji tilkynnti skömmu fyrir hádegi að fyrirtækið hefði kært ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins til siðanefndar RÚV vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum frá nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við siðareglur RÚV, sem kveða á um að fréttamenn taki ekki opinberlega afstöðu til umdeildra mála. Starfsmennirnir ellefu sem Samherji kærir fyrir siðanefnd eru Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Sigmar Guðmundsson dagskrárgerðarmaður, Snærós Sindradóttir verkefnastjóri og fréttamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson, Lára Ómarsdóttir, Stígur Helgason, Sunna Valgerðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Róleg yfir kærunni en segir ásakanir um „samantekin ráð“ fráleitar Snærós Sindradóttir vísar því alfarið á bug að um „samantekin ráð“ starfsmanna RÚV sé að ræða og segir það hættulegt ef stórfyrirtæki geti þaggað niður í fjölmiðlafólki. 1. september 2020 14:15 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Endurskipað verður í siðanefnd Ríkisútvarpsins í ljósi kæru Samherja á hendur ellefu starfsmönnum RÚV. Skipunartími nefndarinnar rann út í fyrra. Þetta kemur fram í svari Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis. Siðanefnd RÚV var skipuð haustið 2016 til þriggja ára í samræmi við siðareglur RÚV. Gunnar Ingi Jóhannsson var þá skipaður formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn voru Guðmundur Heiðar Frímannsson, aðalmaður fyrir hönd Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sigríður Árnadóttir, aðalmaður fyrir hönd Starfsmannasamstaka RÚV. Til vara voru skipaðir Grétar J. Guðmundsson og G. Pétur Matthíasson. „Endurskoðun siðareglna RÚV hefur staðið yfir frá síðasta ári og hefur því ekki verið endurskipað í nefndina. Í ljósi framkominnar kæru til siðanefndar hefur verið óskað eftir tilnefningum í nefndina og að þeim fengnum verður kæran send nefndinni til meðferðar,“ segir í svari Stefáns. Á starfstíma nefndarinnar hafa henni borist tvær kvartanir, árin 2017 og 2019. Báðum kvörtunum var vísað frá nefndinni. Inntur eftir því hvort hægt sé að áætla hvenær endurskipun klárist, og þá hvenær kæran verði tekin til meðferðar, segir Stefán: „Vonandi fljótlega.“ Samherji tilkynnti skömmu fyrir hádegi að fyrirtækið hefði kært ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins til siðanefndar RÚV vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum frá nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við siðareglur RÚV, sem kveða á um að fréttamenn taki ekki opinberlega afstöðu til umdeildra mála. Starfsmennirnir ellefu sem Samherji kærir fyrir siðanefnd eru Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Sigmar Guðmundsson dagskrárgerðarmaður, Snærós Sindradóttir verkefnastjóri og fréttamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson, Lára Ómarsdóttir, Stígur Helgason, Sunna Valgerðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Róleg yfir kærunni en segir ásakanir um „samantekin ráð“ fráleitar Snærós Sindradóttir vísar því alfarið á bug að um „samantekin ráð“ starfsmanna RÚV sé að ræða og segir það hættulegt ef stórfyrirtæki geti þaggað niður í fjölmiðlafólki. 1. september 2020 14:15 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Róleg yfir kærunni en segir ásakanir um „samantekin ráð“ fráleitar Snærós Sindradóttir vísar því alfarið á bug að um „samantekin ráð“ starfsmanna RÚV sé að ræða og segir það hættulegt ef stórfyrirtæki geti þaggað niður í fjölmiðlafólki. 1. september 2020 14:15
Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01