„Hönnunin hér er jafn einstök og landslagið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. september 2020 12:00 Isabella Lopez (til vinstri) tekur þátt í sýningu útskriftarnema fatahönnunar LHÍ í dag. Mynd úr einkasafni Hönnuðurinn Isabella Lopez er ein þeirra sem taka þátt í útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ í dag. Sýningin verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Isabella er fædd og uppalin í Kólumbíu en ást og örlögin leiddu hana til Íslands árið 2015. „Ég hef alltaf fylgt mínu innsæi, svo ég held að það sé þess vegna sem ég enda alltaf á því að gera það sem mig langar mest til að gera.“ Isabella segist alltaf hafa verið með áhuga á fatahönnun, fötunum sjálfum og uppbyggingu þeirra. „Ég hef alltaf verið forvitin um merkingu þeirra og því reyni ég að gera hér það sem gefur lífi mínu tilgang. Frá unga aldri var ég umkringd saumavélum og efni“ Mynd úr einkasafni Snemma var hún byrjuð að stelast til að sauma dúkkukjóla eða annað. Eftir menntaskóla lærði hún svo að vinna með textíl. „Á þessum árum náði ég færni í að sníða efni og gera munstur. Eftir námið ákvað ég að einblína á að hanna föt. Ég hef alltaf verið mjög viss um það hvað ég vildi gera og allt sem ég geri er leið til að tjá það hvernig ég sé heiminn eða væri til í að sjá hann. Það gjörbreytti hugsun minni að flytja til Íslands og kenndi mér að sjá tísku í öðru ljósi. Frá því ég kom til landsins hefur markmið mitt að halda áfram með minn feril hér og LHÍ var alltaf aðalatriðið. Að geta verið hluti af Listaháskólanum hefur opnað huga minn og hjálpað mér að finna sjálfa mig.“ Framleiðslan dýr Isabella segir að Ísland sé mikill innblástur. „Hönnunin hér er jafn einstök og landslagið. Hér er mikið um hæfileika,“ segir hún um hönnunarbransann hér á landi. Það sé þó margt sem megi breytast. „Það er ekkert leyndarmál að listamenn þurfa nánast að svelta svo til að lifa af á ástríðu þinni þarftu að hafa áætlun A upp í áætlun Z.“ Hún segir að það sé áskorun að vera hönnuður hér á landi. Hnattvæðingin hafi á margan hátt gert innlendri hönnun erfiðara fyrir. „Það er dýrt að framleiða og efniskostnaðurinn mikill. Það er mikil áhætta að setja af stað tískufyrirtæki hér á landi þar sem eftirspurnin og stuðningurinn við innlenda vöru mætti vera meiri. Það er erfitt en ekki ómögulegt. Ég held að ef íslensk hönnun væri andlit verslana þá myndi það þýða að það væri verið að reyna að gera betur, í stað þess að hafa stóru alþjóðlegu verslunarkeðjurnar sem ég ætla ekki að nefna á nafn, sem „velkomin skilti“ í miðbænum.“ Mynd úr einkasafni Flæðið mikilvægt Isabella segir að fólk þurfi að verða meðvitaðra sem mneytendur. „Það er ótrúlegt hvað sömu vörumerkin blekkja okkur öll og allt er gert þannig að það endist eins stutt og mögulegt er. Ég hef samt trú á því að þetta breytist einn daginn.“ Hönnuðir og skapandi einstaklingar hafi þá meiri pláss og eftirspurnin eftir hönnun og gæðum verði meiri en þörfin til að flýta sér að vera í tísku. Að hennar mati er búið að eyðileggja það sem tíska snýst um. Isabella þakkar náminu fyrir að hafa hjálpað sér að finna nýjar skapandi hliðar og lítur hún á samnemendur sína sem systur. „Ég myndi segja að spuni einkenni mig, ég hef alltaf leyft öllu að flæða í mínu lífi, þar með talið því sem ég skapa.“ Isabella segir að áður hafi hún verið meira ferköntuð en í dag leiki hún sér meira þegar kemur að hönnuninni og nýtur þess að vita ekki hver lokaútkoman mun verða. Innblásturinn fær Isabella í lífinu sjálfu, upplifunum og fólkinu í kringum hana. „Ég elska að skoða það sem er undir yfirborðinu, eins og ástarlag sem þú dansar við þegar þú ert glöð en þegar þú ert leið þá skilur þú textann að laginu. Tónlist fylgir mér alltaf í lífinu og hönnuninni.“ Línan sem Isabella sýnir í dag kallast Divine Decadence og fjallar um að finna merkinguna á bakvið það hvernig það er að vera kona. Mikil litagleði er í þessari línu og segir Isabella að hún hafi notað gæðaefni eins og silki og bómull, blómamynstur og fleira. „Ég litaði flest efnin sjálf því ég vildi vera viss um að litirnir væru nákvæmlega eins og ég vildi hafa þá. Markmiðið mitt var að tjá líðan mína, ég vildi tjá eitthvað sem væri mér persónulegt.“ Týndi sjálfri sér Sjálf hefur Isabella átt í erfiðleikum með að finna merkinguna á bak við það að vera kona og segir að það geti verið erfitt hlutverk í samfélaginu okkar. „Ég vildi koma inn á sjálfsmynd, móðurhlutverkið, hjónaband, kynhneigð. Ég á mjög erfitt með að skilgreina mig sem konu og við að reyna að vera besta útgáfan af mér, hef ég týnt sjálfri mér. Það gerist ekki bara fyrir mig, það gerist fyrir okkur öll á einhverjum tímapunkti í lífinu. Pressan frá samfélaginu, menningunni, hlutverkum og skilgreiningum hefur alltaf skapað meira af vandamálum en lausnum.“ Mynd úr einkasafni Eins og húsgögn Isabella fékk innblástur úr ýmsum áttum fyrir þetta verkefni. „Karakterum eins og Eddie Bouvier sem var alin upp til að verða fullkomna konan sem hún gat aldrei orðið. Einnig Fridu Khalo, konu sem náði að fanga alla reiðina og pirringin með því að mála sig. Einnig frá sjálfri mér, konu sem var fædd í röngum líkama líffræðilega, en hefur blómstrað í miðju ringulreiðarinnar.“ Blóm og tenging þeirra við konur veitti einnig innblástur. Hún vafði inn líkama kvenna með þessum hætti til þess að sýna að með því að reyna að vera hin fullkomna kona, endi margar konur eins og hvert annað húsgagn á heimilinu. „Ég lít upp til hönnuða eins og Cristóbal Balenciaga, Maison Margiela, Elsa Schiaparelli, Helmut Lang og Alexander McQueen.“ Isabella LopezMynd úr einkasafni Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á námið líkt og útskriftarsýningu nemenda. „Þetta var áskorun sem hafði bæði neikvæð og jákvæð áhrif á hönnunarferlið. Það hafði mikil áhrif á mig að hafa ekki þennan stað til að vinna þetta verkefni eða tækifæri til þess að deila þessari reynslu með hópnum mínum. En þetta gerði mig sterkari, sjálfstæðari og ég þurfti að læra að treysta á sjálfa mig, fylgja mínu innsæi og skilja að öll svörin eru innra með mér. Allt er mögulegt þegar höfuð og hjarta stefna í sömu átt.“ Tíska og hönnun Tengdar fréttir Innblásin af pönki og mótmælabylgjunni árið 2019 „Ég hef haft áhuga á hönnun í mjög langan tíma, frá því að ég var lítil. Ég held að ég fái það frá mömmu minni. Minn áhugi á hönnun er með margar rætur og hef ég áhuga á öllu frá tísku yfir í tónlist og innanhús hönnun,“ segir Birgitta Björt Björnsdóttir. 28. ágúst 2020 14:45 Listaháskólinn verður settur fjórum sinnum Starfsár Listaháskólans hefst á morgun og það með óhefðbundnum hætti sökum COVID-19 faraldursins. Skólinn verður settur í fjögur skipti af Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 23. ágúst 2020 22:32 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hönnuðurinn Isabella Lopez er ein þeirra sem taka þátt í útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ í dag. Sýningin verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Isabella er fædd og uppalin í Kólumbíu en ást og örlögin leiddu hana til Íslands árið 2015. „Ég hef alltaf fylgt mínu innsæi, svo ég held að það sé þess vegna sem ég enda alltaf á því að gera það sem mig langar mest til að gera.“ Isabella segist alltaf hafa verið með áhuga á fatahönnun, fötunum sjálfum og uppbyggingu þeirra. „Ég hef alltaf verið forvitin um merkingu þeirra og því reyni ég að gera hér það sem gefur lífi mínu tilgang. Frá unga aldri var ég umkringd saumavélum og efni“ Mynd úr einkasafni Snemma var hún byrjuð að stelast til að sauma dúkkukjóla eða annað. Eftir menntaskóla lærði hún svo að vinna með textíl. „Á þessum árum náði ég færni í að sníða efni og gera munstur. Eftir námið ákvað ég að einblína á að hanna föt. Ég hef alltaf verið mjög viss um það hvað ég vildi gera og allt sem ég geri er leið til að tjá það hvernig ég sé heiminn eða væri til í að sjá hann. Það gjörbreytti hugsun minni að flytja til Íslands og kenndi mér að sjá tísku í öðru ljósi. Frá því ég kom til landsins hefur markmið mitt að halda áfram með minn feril hér og LHÍ var alltaf aðalatriðið. Að geta verið hluti af Listaháskólanum hefur opnað huga minn og hjálpað mér að finna sjálfa mig.“ Framleiðslan dýr Isabella segir að Ísland sé mikill innblástur. „Hönnunin hér er jafn einstök og landslagið. Hér er mikið um hæfileika,“ segir hún um hönnunarbransann hér á landi. Það sé þó margt sem megi breytast. „Það er ekkert leyndarmál að listamenn þurfa nánast að svelta svo til að lifa af á ástríðu þinni þarftu að hafa áætlun A upp í áætlun Z.“ Hún segir að það sé áskorun að vera hönnuður hér á landi. Hnattvæðingin hafi á margan hátt gert innlendri hönnun erfiðara fyrir. „Það er dýrt að framleiða og efniskostnaðurinn mikill. Það er mikil áhætta að setja af stað tískufyrirtæki hér á landi þar sem eftirspurnin og stuðningurinn við innlenda vöru mætti vera meiri. Það er erfitt en ekki ómögulegt. Ég held að ef íslensk hönnun væri andlit verslana þá myndi það þýða að það væri verið að reyna að gera betur, í stað þess að hafa stóru alþjóðlegu verslunarkeðjurnar sem ég ætla ekki að nefna á nafn, sem „velkomin skilti“ í miðbænum.“ Mynd úr einkasafni Flæðið mikilvægt Isabella segir að fólk þurfi að verða meðvitaðra sem mneytendur. „Það er ótrúlegt hvað sömu vörumerkin blekkja okkur öll og allt er gert þannig að það endist eins stutt og mögulegt er. Ég hef samt trú á því að þetta breytist einn daginn.“ Hönnuðir og skapandi einstaklingar hafi þá meiri pláss og eftirspurnin eftir hönnun og gæðum verði meiri en þörfin til að flýta sér að vera í tísku. Að hennar mati er búið að eyðileggja það sem tíska snýst um. Isabella þakkar náminu fyrir að hafa hjálpað sér að finna nýjar skapandi hliðar og lítur hún á samnemendur sína sem systur. „Ég myndi segja að spuni einkenni mig, ég hef alltaf leyft öllu að flæða í mínu lífi, þar með talið því sem ég skapa.“ Isabella segir að áður hafi hún verið meira ferköntuð en í dag leiki hún sér meira þegar kemur að hönnuninni og nýtur þess að vita ekki hver lokaútkoman mun verða. Innblásturinn fær Isabella í lífinu sjálfu, upplifunum og fólkinu í kringum hana. „Ég elska að skoða það sem er undir yfirborðinu, eins og ástarlag sem þú dansar við þegar þú ert glöð en þegar þú ert leið þá skilur þú textann að laginu. Tónlist fylgir mér alltaf í lífinu og hönnuninni.“ Línan sem Isabella sýnir í dag kallast Divine Decadence og fjallar um að finna merkinguna á bakvið það hvernig það er að vera kona. Mikil litagleði er í þessari línu og segir Isabella að hún hafi notað gæðaefni eins og silki og bómull, blómamynstur og fleira. „Ég litaði flest efnin sjálf því ég vildi vera viss um að litirnir væru nákvæmlega eins og ég vildi hafa þá. Markmiðið mitt var að tjá líðan mína, ég vildi tjá eitthvað sem væri mér persónulegt.“ Týndi sjálfri sér Sjálf hefur Isabella átt í erfiðleikum með að finna merkinguna á bak við það að vera kona og segir að það geti verið erfitt hlutverk í samfélaginu okkar. „Ég vildi koma inn á sjálfsmynd, móðurhlutverkið, hjónaband, kynhneigð. Ég á mjög erfitt með að skilgreina mig sem konu og við að reyna að vera besta útgáfan af mér, hef ég týnt sjálfri mér. Það gerist ekki bara fyrir mig, það gerist fyrir okkur öll á einhverjum tímapunkti í lífinu. Pressan frá samfélaginu, menningunni, hlutverkum og skilgreiningum hefur alltaf skapað meira af vandamálum en lausnum.“ Mynd úr einkasafni Eins og húsgögn Isabella fékk innblástur úr ýmsum áttum fyrir þetta verkefni. „Karakterum eins og Eddie Bouvier sem var alin upp til að verða fullkomna konan sem hún gat aldrei orðið. Einnig Fridu Khalo, konu sem náði að fanga alla reiðina og pirringin með því að mála sig. Einnig frá sjálfri mér, konu sem var fædd í röngum líkama líffræðilega, en hefur blómstrað í miðju ringulreiðarinnar.“ Blóm og tenging þeirra við konur veitti einnig innblástur. Hún vafði inn líkama kvenna með þessum hætti til þess að sýna að með því að reyna að vera hin fullkomna kona, endi margar konur eins og hvert annað húsgagn á heimilinu. „Ég lít upp til hönnuða eins og Cristóbal Balenciaga, Maison Margiela, Elsa Schiaparelli, Helmut Lang og Alexander McQueen.“ Isabella LopezMynd úr einkasafni Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á námið líkt og útskriftarsýningu nemenda. „Þetta var áskorun sem hafði bæði neikvæð og jákvæð áhrif á hönnunarferlið. Það hafði mikil áhrif á mig að hafa ekki þennan stað til að vinna þetta verkefni eða tækifæri til þess að deila þessari reynslu með hópnum mínum. En þetta gerði mig sterkari, sjálfstæðari og ég þurfti að læra að treysta á sjálfa mig, fylgja mínu innsæi og skilja að öll svörin eru innra með mér. Allt er mögulegt þegar höfuð og hjarta stefna í sömu átt.“
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Innblásin af pönki og mótmælabylgjunni árið 2019 „Ég hef haft áhuga á hönnun í mjög langan tíma, frá því að ég var lítil. Ég held að ég fái það frá mömmu minni. Minn áhugi á hönnun er með margar rætur og hef ég áhuga á öllu frá tísku yfir í tónlist og innanhús hönnun,“ segir Birgitta Björt Björnsdóttir. 28. ágúst 2020 14:45 Listaháskólinn verður settur fjórum sinnum Starfsár Listaháskólans hefst á morgun og það með óhefðbundnum hætti sökum COVID-19 faraldursins. Skólinn verður settur í fjögur skipti af Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 23. ágúst 2020 22:32 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Innblásin af pönki og mótmælabylgjunni árið 2019 „Ég hef haft áhuga á hönnun í mjög langan tíma, frá því að ég var lítil. Ég held að ég fái það frá mömmu minni. Minn áhugi á hönnun er með margar rætur og hef ég áhuga á öllu frá tísku yfir í tónlist og innanhús hönnun,“ segir Birgitta Björt Björnsdóttir. 28. ágúst 2020 14:45
Listaháskólinn verður settur fjórum sinnum Starfsár Listaháskólans hefst á morgun og það með óhefðbundnum hætti sökum COVID-19 faraldursins. Skólinn verður settur í fjögur skipti af Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 23. ágúst 2020 22:32