Innlent

Ætluðu til Reykja­víkur en enduðu föst í Innri-Njarð­vík

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Til Reykjavíkur komust ferðamennirnir ekki fyrr en eftir illan leik.
Til Reykjavíkur komust ferðamennirnir ekki fyrr en eftir illan leik. Vísir/vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum aðstoðaði í gærmorgun erlent par sem fest hafði bíl sinn úti fyrir Innri-Njarðvík. Parið hafði villst nokkuð rækilega af leið; hafði ætlað til Reykjavíkur en slegið ranga staðsetningu inn í Google Maps með áðurnefndum afleiðingum, að því er segir í tilkynningu lögreglu.

Reykjavíkurfararnir, sem í staðinn voru komnir til Innri-Njarðvíkur, tilkynnti um vandræði sín til lögreglu. Líkt og áður segir var þeim komið til aðstoðar og lögregla fylgdi þeim að afleggjaranum að Reykjanesbraut. Parið hélt svo áfram leiðar sinnar til Reykjavíkur en ekki fylgir sögunni hvort förinni hafi lokið þar.

Þá játaði ökumaður sem ók niður ljósastaur á Reykjanesbraut að hafa verið ölvaður undir stýri. Hann hlaut ekki „meiriháttar“ áverka, að því er segir í tilkynningu lögreglu, en draga þurfti bíl hans af vettvangi. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum. Sá sem hraðast fór ók á 145 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×