Klukkunni verður ekki seinkað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2020 08:24 Klukkumálið hefur verið á borði Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. Er þetta niðurstaða vinnu sem staðið hefur yfir hjá stjórnvöldum undanfarin misseri en greint er frá málinu á vef Viðskiptablaðsins með vísun í heimildir blaðsins. Segir á vef VB að málið hafi verið rætt nýlega í ríkisstjórninni og að tilkynnt verði um þessa niðurstöðu á næstunni. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að skoðun á málinu hafi ekki leitt fram nægilega sterk rök „til að réttlæta þá miklu breytingu sem felst í því að seinka klukkunni um eina klukkustund.“ Rætt var við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Óttarr Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, skipaði starfshóp í nóvember 2017 sem kanna átti „ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar,“ líkt og sagði í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu í janúar 2018 til Svandísar Svavarsdóttur, sem þá var tekin við sem heilbrigðisráðherra, og var niðurstaðan meðal annars sú að ýmsir kostir fylgdu því að breyta klukkunni. Ekki var ljóst hvaða ráðherra færi með tímamálin en á endanum fór málið inn á borð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í byrjun árs 2019 var svo landsmönnum boðið að senda inn umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda vegna mögulegrar breytingar á klukkunni. Meirihluti þeirra sem sendu inn umsögn, eða um 56%, voru á því að breyta ætti klukkunni en um þriðjungur var hlynntur óbreyttu ástandi. Á meðal þeirra sem lögðust gegn því að klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund voru golfhreyfingin og Icelandair. Benti golfhreyfingin á að sólskinsstundum á vökutíma myndi fækka ef klukkunni yrði breytt og Icelandair sagði í umsögn sinni að klukkubreyting myndi hafa mikil áhrif á núverandi afgreiðslutíma félagsins á flugvöllum víða um heim. „Ef einnar klukkustundar breyting verður á klukku á Íslandi og flugið færi frá Keflavík kl. 7:40 þyrfti komutími í London að vera kl. 11:50 að morgni, klukkustund síðar en nú er. Á þeim tíma eru engir afgreiðslutímar lausir á flugvellinum. Icelandair yrði því að reyna að skipta á afgreiðslutímum við annað flugfélag eða kaupa nýjan afgreiðslutíma en litlar líkur eru á að slíkt tækist. Þetta mundi líklega valda því að London, einn af lykiláfangastöðum félagsins, gæti ekki verið hluti af leiðarkerfi félagsins. Sömu rök gilda um marga aðra áfangastaði,“ sagði meðal annars í umsögn Icelandair um málið í fyrra. Fréttin var uppfærð klukkan 08:53 í kjölfar þess að eftirfarandi tilkynning barst frá ríkisstjórninni: Klukkan á Íslandi verður óbreytt eftir ítarlega skoðun á kostum og göllum þess að seinka henni um klukkustund. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar er að skoðun á því hvort færa ætti staðartíma nær sólartíma á Íslandi hafi ekki leitt fram nægilega sterk rök til að réttlæta þá miklu breytingu sem felst í því að seinka klukkunni um eina klukkustund. Vegur þar þyngst að neikvæð áhrif fækkunar birtustunda á vökutíma og skerðingar birtustunda í lok dags sem dregið gætu úr útivist og hreyfingu eru ekki nægilega vel þekkt, en birtustundum hefði fækkað um 13% á ársgrundvelli með breytingunni. Ríkisstjórnin telur að mikilvægt sé að leita leiða til að bregðast við áhrifum sem misræmi staðartíma og líkamsklukku getur haft í för með sér og ákvað að fela heilbrigðisráðherra að ráðast í fræðsluátak um mikilvægi svefns og gera kannanir á svefntíma landsmanna fyrir og eftir átakið í samstarfi við embætti landlæknis. Enn fremur var mennta- og menningarmálaráðherra falið að taka saman þau verkefni þar sem upphafi skóladags hefur verið frestað, leggja mat á þau og ráðast í frekari tilraunaverkefni þar sem fylgst verði með svefntíma barna og unglinga fyrir og eftir breytingu til að mæla árangur. Málið hefur verið til umfjöllunar í Stjórnarráðinu í rúm tvö ár og meðal annars lagt fyrir almenning í samráðsgátt stjórnvalda en þátttaka varð umtalsverð. Þá funduðu fulltrúar forsætisráðuneytisins með fjölda umsagnaraðila og sérfræðinga. Klukkan á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. Er þetta niðurstaða vinnu sem staðið hefur yfir hjá stjórnvöldum undanfarin misseri en greint er frá málinu á vef Viðskiptablaðsins með vísun í heimildir blaðsins. Segir á vef VB að málið hafi verið rætt nýlega í ríkisstjórninni og að tilkynnt verði um þessa niðurstöðu á næstunni. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að skoðun á málinu hafi ekki leitt fram nægilega sterk rök „til að réttlæta þá miklu breytingu sem felst í því að seinka klukkunni um eina klukkustund.“ Rætt var við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Óttarr Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, skipaði starfshóp í nóvember 2017 sem kanna átti „ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar,“ líkt og sagði í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu í janúar 2018 til Svandísar Svavarsdóttur, sem þá var tekin við sem heilbrigðisráðherra, og var niðurstaðan meðal annars sú að ýmsir kostir fylgdu því að breyta klukkunni. Ekki var ljóst hvaða ráðherra færi með tímamálin en á endanum fór málið inn á borð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í byrjun árs 2019 var svo landsmönnum boðið að senda inn umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda vegna mögulegrar breytingar á klukkunni. Meirihluti þeirra sem sendu inn umsögn, eða um 56%, voru á því að breyta ætti klukkunni en um þriðjungur var hlynntur óbreyttu ástandi. Á meðal þeirra sem lögðust gegn því að klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund voru golfhreyfingin og Icelandair. Benti golfhreyfingin á að sólskinsstundum á vökutíma myndi fækka ef klukkunni yrði breytt og Icelandair sagði í umsögn sinni að klukkubreyting myndi hafa mikil áhrif á núverandi afgreiðslutíma félagsins á flugvöllum víða um heim. „Ef einnar klukkustundar breyting verður á klukku á Íslandi og flugið færi frá Keflavík kl. 7:40 þyrfti komutími í London að vera kl. 11:50 að morgni, klukkustund síðar en nú er. Á þeim tíma eru engir afgreiðslutímar lausir á flugvellinum. Icelandair yrði því að reyna að skipta á afgreiðslutímum við annað flugfélag eða kaupa nýjan afgreiðslutíma en litlar líkur eru á að slíkt tækist. Þetta mundi líklega valda því að London, einn af lykiláfangastöðum félagsins, gæti ekki verið hluti af leiðarkerfi félagsins. Sömu rök gilda um marga aðra áfangastaði,“ sagði meðal annars í umsögn Icelandair um málið í fyrra. Fréttin var uppfærð klukkan 08:53 í kjölfar þess að eftirfarandi tilkynning barst frá ríkisstjórninni: Klukkan á Íslandi verður óbreytt eftir ítarlega skoðun á kostum og göllum þess að seinka henni um klukkustund. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar er að skoðun á því hvort færa ætti staðartíma nær sólartíma á Íslandi hafi ekki leitt fram nægilega sterk rök til að réttlæta þá miklu breytingu sem felst í því að seinka klukkunni um eina klukkustund. Vegur þar þyngst að neikvæð áhrif fækkunar birtustunda á vökutíma og skerðingar birtustunda í lok dags sem dregið gætu úr útivist og hreyfingu eru ekki nægilega vel þekkt, en birtustundum hefði fækkað um 13% á ársgrundvelli með breytingunni. Ríkisstjórnin telur að mikilvægt sé að leita leiða til að bregðast við áhrifum sem misræmi staðartíma og líkamsklukku getur haft í för með sér og ákvað að fela heilbrigðisráðherra að ráðast í fræðsluátak um mikilvægi svefns og gera kannanir á svefntíma landsmanna fyrir og eftir átakið í samstarfi við embætti landlæknis. Enn fremur var mennta- og menningarmálaráðherra falið að taka saman þau verkefni þar sem upphafi skóladags hefur verið frestað, leggja mat á þau og ráðast í frekari tilraunaverkefni þar sem fylgst verði með svefntíma barna og unglinga fyrir og eftir breytingu til að mæla árangur. Málið hefur verið til umfjöllunar í Stjórnarráðinu í rúm tvö ár og meðal annars lagt fyrir almenning í samráðsgátt stjórnvalda en þátttaka varð umtalsverð. Þá funduðu fulltrúar forsætisráðuneytisins með fjölda umsagnaraðila og sérfræðinga.
Klukkan á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira