Klukkunni verður ekki seinkað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2020 08:24 Klukkumálið hefur verið á borði Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. Er þetta niðurstaða vinnu sem staðið hefur yfir hjá stjórnvöldum undanfarin misseri en greint er frá málinu á vef Viðskiptablaðsins með vísun í heimildir blaðsins. Segir á vef VB að málið hafi verið rætt nýlega í ríkisstjórninni og að tilkynnt verði um þessa niðurstöðu á næstunni. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að skoðun á málinu hafi ekki leitt fram nægilega sterk rök „til að réttlæta þá miklu breytingu sem felst í því að seinka klukkunni um eina klukkustund.“ Rætt var við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Óttarr Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, skipaði starfshóp í nóvember 2017 sem kanna átti „ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar,“ líkt og sagði í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu í janúar 2018 til Svandísar Svavarsdóttur, sem þá var tekin við sem heilbrigðisráðherra, og var niðurstaðan meðal annars sú að ýmsir kostir fylgdu því að breyta klukkunni. Ekki var ljóst hvaða ráðherra færi með tímamálin en á endanum fór málið inn á borð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í byrjun árs 2019 var svo landsmönnum boðið að senda inn umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda vegna mögulegrar breytingar á klukkunni. Meirihluti þeirra sem sendu inn umsögn, eða um 56%, voru á því að breyta ætti klukkunni en um þriðjungur var hlynntur óbreyttu ástandi. Á meðal þeirra sem lögðust gegn því að klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund voru golfhreyfingin og Icelandair. Benti golfhreyfingin á að sólskinsstundum á vökutíma myndi fækka ef klukkunni yrði breytt og Icelandair sagði í umsögn sinni að klukkubreyting myndi hafa mikil áhrif á núverandi afgreiðslutíma félagsins á flugvöllum víða um heim. „Ef einnar klukkustundar breyting verður á klukku á Íslandi og flugið færi frá Keflavík kl. 7:40 þyrfti komutími í London að vera kl. 11:50 að morgni, klukkustund síðar en nú er. Á þeim tíma eru engir afgreiðslutímar lausir á flugvellinum. Icelandair yrði því að reyna að skipta á afgreiðslutímum við annað flugfélag eða kaupa nýjan afgreiðslutíma en litlar líkur eru á að slíkt tækist. Þetta mundi líklega valda því að London, einn af lykiláfangastöðum félagsins, gæti ekki verið hluti af leiðarkerfi félagsins. Sömu rök gilda um marga aðra áfangastaði,“ sagði meðal annars í umsögn Icelandair um málið í fyrra. Fréttin var uppfærð klukkan 08:53 í kjölfar þess að eftirfarandi tilkynning barst frá ríkisstjórninni: Klukkan á Íslandi verður óbreytt eftir ítarlega skoðun á kostum og göllum þess að seinka henni um klukkustund. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar er að skoðun á því hvort færa ætti staðartíma nær sólartíma á Íslandi hafi ekki leitt fram nægilega sterk rök til að réttlæta þá miklu breytingu sem felst í því að seinka klukkunni um eina klukkustund. Vegur þar þyngst að neikvæð áhrif fækkunar birtustunda á vökutíma og skerðingar birtustunda í lok dags sem dregið gætu úr útivist og hreyfingu eru ekki nægilega vel þekkt, en birtustundum hefði fækkað um 13% á ársgrundvelli með breytingunni. Ríkisstjórnin telur að mikilvægt sé að leita leiða til að bregðast við áhrifum sem misræmi staðartíma og líkamsklukku getur haft í för með sér og ákvað að fela heilbrigðisráðherra að ráðast í fræðsluátak um mikilvægi svefns og gera kannanir á svefntíma landsmanna fyrir og eftir átakið í samstarfi við embætti landlæknis. Enn fremur var mennta- og menningarmálaráðherra falið að taka saman þau verkefni þar sem upphafi skóladags hefur verið frestað, leggja mat á þau og ráðast í frekari tilraunaverkefni þar sem fylgst verði með svefntíma barna og unglinga fyrir og eftir breytingu til að mæla árangur. Málið hefur verið til umfjöllunar í Stjórnarráðinu í rúm tvö ár og meðal annars lagt fyrir almenning í samráðsgátt stjórnvalda en þátttaka varð umtalsverð. Þá funduðu fulltrúar forsætisráðuneytisins með fjölda umsagnaraðila og sérfræðinga. Klukkan á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. Er þetta niðurstaða vinnu sem staðið hefur yfir hjá stjórnvöldum undanfarin misseri en greint er frá málinu á vef Viðskiptablaðsins með vísun í heimildir blaðsins. Segir á vef VB að málið hafi verið rætt nýlega í ríkisstjórninni og að tilkynnt verði um þessa niðurstöðu á næstunni. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að skoðun á málinu hafi ekki leitt fram nægilega sterk rök „til að réttlæta þá miklu breytingu sem felst í því að seinka klukkunni um eina klukkustund.“ Rætt var við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Óttarr Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, skipaði starfshóp í nóvember 2017 sem kanna átti „ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar,“ líkt og sagði í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu í janúar 2018 til Svandísar Svavarsdóttur, sem þá var tekin við sem heilbrigðisráðherra, og var niðurstaðan meðal annars sú að ýmsir kostir fylgdu því að breyta klukkunni. Ekki var ljóst hvaða ráðherra færi með tímamálin en á endanum fór málið inn á borð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í byrjun árs 2019 var svo landsmönnum boðið að senda inn umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda vegna mögulegrar breytingar á klukkunni. Meirihluti þeirra sem sendu inn umsögn, eða um 56%, voru á því að breyta ætti klukkunni en um þriðjungur var hlynntur óbreyttu ástandi. Á meðal þeirra sem lögðust gegn því að klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund voru golfhreyfingin og Icelandair. Benti golfhreyfingin á að sólskinsstundum á vökutíma myndi fækka ef klukkunni yrði breytt og Icelandair sagði í umsögn sinni að klukkubreyting myndi hafa mikil áhrif á núverandi afgreiðslutíma félagsins á flugvöllum víða um heim. „Ef einnar klukkustundar breyting verður á klukku á Íslandi og flugið færi frá Keflavík kl. 7:40 þyrfti komutími í London að vera kl. 11:50 að morgni, klukkustund síðar en nú er. Á þeim tíma eru engir afgreiðslutímar lausir á flugvellinum. Icelandair yrði því að reyna að skipta á afgreiðslutímum við annað flugfélag eða kaupa nýjan afgreiðslutíma en litlar líkur eru á að slíkt tækist. Þetta mundi líklega valda því að London, einn af lykiláfangastöðum félagsins, gæti ekki verið hluti af leiðarkerfi félagsins. Sömu rök gilda um marga aðra áfangastaði,“ sagði meðal annars í umsögn Icelandair um málið í fyrra. Fréttin var uppfærð klukkan 08:53 í kjölfar þess að eftirfarandi tilkynning barst frá ríkisstjórninni: Klukkan á Íslandi verður óbreytt eftir ítarlega skoðun á kostum og göllum þess að seinka henni um klukkustund. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar er að skoðun á því hvort færa ætti staðartíma nær sólartíma á Íslandi hafi ekki leitt fram nægilega sterk rök til að réttlæta þá miklu breytingu sem felst í því að seinka klukkunni um eina klukkustund. Vegur þar þyngst að neikvæð áhrif fækkunar birtustunda á vökutíma og skerðingar birtustunda í lok dags sem dregið gætu úr útivist og hreyfingu eru ekki nægilega vel þekkt, en birtustundum hefði fækkað um 13% á ársgrundvelli með breytingunni. Ríkisstjórnin telur að mikilvægt sé að leita leiða til að bregðast við áhrifum sem misræmi staðartíma og líkamsklukku getur haft í för með sér og ákvað að fela heilbrigðisráðherra að ráðast í fræðsluátak um mikilvægi svefns og gera kannanir á svefntíma landsmanna fyrir og eftir átakið í samstarfi við embætti landlæknis. Enn fremur var mennta- og menningarmálaráðherra falið að taka saman þau verkefni þar sem upphafi skóladags hefur verið frestað, leggja mat á þau og ráðast í frekari tilraunaverkefni þar sem fylgst verði með svefntíma barna og unglinga fyrir og eftir breytingu til að mæla árangur. Málið hefur verið til umfjöllunar í Stjórnarráðinu í rúm tvö ár og meðal annars lagt fyrir almenning í samráðsgátt stjórnvalda en þátttaka varð umtalsverð. Þá funduðu fulltrúar forsætisráðuneytisins með fjölda umsagnaraðila og sérfræðinga.
Klukkan á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira