Ekki stendur til að hætta siglingum þó öllum hafi verið sagt upp Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2020 16:13 Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Vísir/MHH Öllum starfsmönnum Herjólfs, 68 talsins, var sagt upp störfum í dag. Þar á meðal var framkvæmdastjóranum Guðbjarti Ellert Jónssyni sagt upp. Guðbjartur segir í samtali við Vísi að Herjólfur ohf. standi frammi fyrir gríðarlegum ófyrirsjáanleika varðandi kórónuveirufaraldurinn og stöðunnar sem er uppi varðandi deilur við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Hefur Herjólfur gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Guðbjartur segir að þó öllu starfsfólki hafi verið sagt upp standi ekki til að hætta siglingum Herjólfs þegar uppsagnafresturinn er liðinn. „Nei, eðli málsins samkvæmt er þetta eina opna þjóðleiðin. Henni verður ekki lokað,“ segir Guðbjartur. En hver mun þá sigla skipinu ef þið hafið ekkert starfsfólk? „Það er verkefnið sem við stöndum frammi fyrir. Við vorum ekki að tilkynna að við ætluðum að hætta siglingum. Við stöndum frammi fyrir því að það er gríðarlegur ófyrirsjáanleiki og við erum að skoða hvernig hægt er að halda hér samgöngum og þjónustu á þessum óvissutímum,“ segir Guðbjartur. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og það er ekkert annað hægt að gera í stöðunni eins og hún er í dag,“ segir Guðbjartur. Spurður hvort Herjólfur ohf. sé að beita starfsfólki sínu í deilunni við ríkið svarar Guðbjartur því neitandi. Einungis sé verið að bregðast við þeirri miklu óvissu sem er uppi. Herjólfur Vestmannaeyjar Samgöngur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Öllum starfsmönnum Herjólfs, 68 talsins, var sagt upp störfum í dag. Þar á meðal var framkvæmdastjóranum Guðbjarti Ellert Jónssyni sagt upp. Guðbjartur segir í samtali við Vísi að Herjólfur ohf. standi frammi fyrir gríðarlegum ófyrirsjáanleika varðandi kórónuveirufaraldurinn og stöðunnar sem er uppi varðandi deilur við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Hefur Herjólfur gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Guðbjartur segir að þó öllu starfsfólki hafi verið sagt upp standi ekki til að hætta siglingum Herjólfs þegar uppsagnafresturinn er liðinn. „Nei, eðli málsins samkvæmt er þetta eina opna þjóðleiðin. Henni verður ekki lokað,“ segir Guðbjartur. En hver mun þá sigla skipinu ef þið hafið ekkert starfsfólk? „Það er verkefnið sem við stöndum frammi fyrir. Við vorum ekki að tilkynna að við ætluðum að hætta siglingum. Við stöndum frammi fyrir því að það er gríðarlegur ófyrirsjáanleiki og við erum að skoða hvernig hægt er að halda hér samgöngum og þjónustu á þessum óvissutímum,“ segir Guðbjartur. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og það er ekkert annað hægt að gera í stöðunni eins og hún er í dag,“ segir Guðbjartur. Spurður hvort Herjólfur ohf. sé að beita starfsfólki sínu í deilunni við ríkið svarar Guðbjartur því neitandi. Einungis sé verið að bregðast við þeirri miklu óvissu sem er uppi.
Herjólfur Vestmannaeyjar Samgöngur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira