Ekki stendur til að hætta siglingum þó öllum hafi verið sagt upp Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2020 16:13 Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Vísir/MHH Öllum starfsmönnum Herjólfs, 68 talsins, var sagt upp störfum í dag. Þar á meðal var framkvæmdastjóranum Guðbjarti Ellert Jónssyni sagt upp. Guðbjartur segir í samtali við Vísi að Herjólfur ohf. standi frammi fyrir gríðarlegum ófyrirsjáanleika varðandi kórónuveirufaraldurinn og stöðunnar sem er uppi varðandi deilur við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Hefur Herjólfur gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Guðbjartur segir að þó öllu starfsfólki hafi verið sagt upp standi ekki til að hætta siglingum Herjólfs þegar uppsagnafresturinn er liðinn. „Nei, eðli málsins samkvæmt er þetta eina opna þjóðleiðin. Henni verður ekki lokað,“ segir Guðbjartur. En hver mun þá sigla skipinu ef þið hafið ekkert starfsfólk? „Það er verkefnið sem við stöndum frammi fyrir. Við vorum ekki að tilkynna að við ætluðum að hætta siglingum. Við stöndum frammi fyrir því að það er gríðarlegur ófyrirsjáanleiki og við erum að skoða hvernig hægt er að halda hér samgöngum og þjónustu á þessum óvissutímum,“ segir Guðbjartur. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og það er ekkert annað hægt að gera í stöðunni eins og hún er í dag,“ segir Guðbjartur. Spurður hvort Herjólfur ohf. sé að beita starfsfólki sínu í deilunni við ríkið svarar Guðbjartur því neitandi. Einungis sé verið að bregðast við þeirri miklu óvissu sem er uppi. Herjólfur Vestmannaeyjar Samgöngur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Öllum starfsmönnum Herjólfs, 68 talsins, var sagt upp störfum í dag. Þar á meðal var framkvæmdastjóranum Guðbjarti Ellert Jónssyni sagt upp. Guðbjartur segir í samtali við Vísi að Herjólfur ohf. standi frammi fyrir gríðarlegum ófyrirsjáanleika varðandi kórónuveirufaraldurinn og stöðunnar sem er uppi varðandi deilur við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Hefur Herjólfur gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Guðbjartur segir að þó öllu starfsfólki hafi verið sagt upp standi ekki til að hætta siglingum Herjólfs þegar uppsagnafresturinn er liðinn. „Nei, eðli málsins samkvæmt er þetta eina opna þjóðleiðin. Henni verður ekki lokað,“ segir Guðbjartur. En hver mun þá sigla skipinu ef þið hafið ekkert starfsfólk? „Það er verkefnið sem við stöndum frammi fyrir. Við vorum ekki að tilkynna að við ætluðum að hætta siglingum. Við stöndum frammi fyrir því að það er gríðarlegur ófyrirsjáanleiki og við erum að skoða hvernig hægt er að halda hér samgöngum og þjónustu á þessum óvissutímum,“ segir Guðbjartur. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og það er ekkert annað hægt að gera í stöðunni eins og hún er í dag,“ segir Guðbjartur. Spurður hvort Herjólfur ohf. sé að beita starfsfólki sínu í deilunni við ríkið svarar Guðbjartur því neitandi. Einungis sé verið að bregðast við þeirri miklu óvissu sem er uppi.
Herjólfur Vestmannaeyjar Samgöngur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira