Ekki stendur til að hætta siglingum þó öllum hafi verið sagt upp Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2020 16:13 Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Vísir/MHH Öllum starfsmönnum Herjólfs, 68 talsins, var sagt upp störfum í dag. Þar á meðal var framkvæmdastjóranum Guðbjarti Ellert Jónssyni sagt upp. Guðbjartur segir í samtali við Vísi að Herjólfur ohf. standi frammi fyrir gríðarlegum ófyrirsjáanleika varðandi kórónuveirufaraldurinn og stöðunnar sem er uppi varðandi deilur við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Hefur Herjólfur gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Guðbjartur segir að þó öllu starfsfólki hafi verið sagt upp standi ekki til að hætta siglingum Herjólfs þegar uppsagnafresturinn er liðinn. „Nei, eðli málsins samkvæmt er þetta eina opna þjóðleiðin. Henni verður ekki lokað,“ segir Guðbjartur. En hver mun þá sigla skipinu ef þið hafið ekkert starfsfólk? „Það er verkefnið sem við stöndum frammi fyrir. Við vorum ekki að tilkynna að við ætluðum að hætta siglingum. Við stöndum frammi fyrir því að það er gríðarlegur ófyrirsjáanleiki og við erum að skoða hvernig hægt er að halda hér samgöngum og þjónustu á þessum óvissutímum,“ segir Guðbjartur. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og það er ekkert annað hægt að gera í stöðunni eins og hún er í dag,“ segir Guðbjartur. Spurður hvort Herjólfur ohf. sé að beita starfsfólki sínu í deilunni við ríkið svarar Guðbjartur því neitandi. Einungis sé verið að bregðast við þeirri miklu óvissu sem er uppi. Herjólfur Vestmannaeyjar Samgöngur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Öllum starfsmönnum Herjólfs, 68 talsins, var sagt upp störfum í dag. Þar á meðal var framkvæmdastjóranum Guðbjarti Ellert Jónssyni sagt upp. Guðbjartur segir í samtali við Vísi að Herjólfur ohf. standi frammi fyrir gríðarlegum ófyrirsjáanleika varðandi kórónuveirufaraldurinn og stöðunnar sem er uppi varðandi deilur við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Hefur Herjólfur gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Guðbjartur segir að þó öllu starfsfólki hafi verið sagt upp standi ekki til að hætta siglingum Herjólfs þegar uppsagnafresturinn er liðinn. „Nei, eðli málsins samkvæmt er þetta eina opna þjóðleiðin. Henni verður ekki lokað,“ segir Guðbjartur. En hver mun þá sigla skipinu ef þið hafið ekkert starfsfólk? „Það er verkefnið sem við stöndum frammi fyrir. Við vorum ekki að tilkynna að við ætluðum að hætta siglingum. Við stöndum frammi fyrir því að það er gríðarlegur ófyrirsjáanleiki og við erum að skoða hvernig hægt er að halda hér samgöngum og þjónustu á þessum óvissutímum,“ segir Guðbjartur. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og það er ekkert annað hægt að gera í stöðunni eins og hún er í dag,“ segir Guðbjartur. Spurður hvort Herjólfur ohf. sé að beita starfsfólki sínu í deilunni við ríkið svarar Guðbjartur því neitandi. Einungis sé verið að bregðast við þeirri miklu óvissu sem er uppi.
Herjólfur Vestmannaeyjar Samgöngur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira